Nú þegar hörð andstaða við nauðungarsamninga um IceSave hefur skilað íslensku þjóðinni hundruð milljarða sparnað og endurheimt stöðu Íslands sem ríki er gengur til viðræðna við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, þá er hart veist að Steingrími J. og Jóhönnu fyrir þeirra mistök í IceSave málinu.
Mér finnst reyndar sumir ganga of hart að þeim Steingrími J. og Jóhönnu.
Vissulega höfðu þau rangt fyrir sér þegar þau vildu keyra óásættanlega „samninga“ um IceSave í gegnum þingið.
En það er ekkert sem bendir til annars en að sú staðfasta trú þeirra um að þau væru að gera rétt hafi einmitt verið þeirra staðfasta trú! Þau töldu sig vera að gera það sem best væri fyrir land og þjóð.
Vissulega höfðu þau rangt fyrir sér. En það réttlætir ekki þá harkalegu aðför sem sumir vilja gera að þeim nú þegar ásættanlegur samningur virðist liggja fyrir.
Stjórnmálamenn verða að hafa svigrúm til þess að hafa rangt fyrir sér á stundum svo fremi sem afstaða þeirra byggir á heiðarleika. Ég held að það hafi verið í tilfelli Steingríms J. og Jóhönnu gagnvart IceSave.
En á sama hátt ber okkur að viðurkenna að þeir sem stóðu vaktina og sköpuðu grunn að hundruð milljarða sparnaði fyrir íslenska þjóð með staðfastri andstöðu sinni njóti sannmælis. Óháð því sem okkur finnst um pólitískar skoðanir þeirra.
Í þessu máli standa tveir menn upp úr fyrir staðfestu sína. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins – míns gamla flokks – og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands – og reyndar einnig fyrrverandi Framsóknarmaður eins og ég!
Það að viðurkenna þeirra hlut rýrir ekki stöðu Steingríms J. og Jóhönnu. Þau töldu sig vera að gera rétt. Það skiptir máli.
Hættum því að velta okkur upp í aðdragandanum að öðru leiti en því að viðurkenna þátt þeirra sem komu okkur á þann mikilvæga grunn sem við stöndum á í dag.
Tökum saman höndum þvert á hina daglegu pólitík. Byggjum á því tækifæri sem farsæl lausn IceSave gefur okkur.
Byggjum upp nýtt, farsælt Ísland saman.
Jú, jú – það er svosem allt í lagi að fyrirgefa þeim skötuhjúunum og erfa ekki við þau að í þrjósku sinni og flumbrugangi voru þau næstum búin að sökkva þjóðinni í botnlaust skuldafen …
… en er þá ekki sjálfsagt og eðlilegt að þau horfist í augu við algera vanhæfni sína til að gegna þessum störfum, og segi af sér? Leggi sitt af mörkum til þess að skapa frið með því að stíga sjálfviljug til hliðar?
Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa.
Ég er ansi hræddur um að söguskýring þín sé röng og óheiðarleg. Vissulega stóð Sigmundur Davíð sig aðdáanlega vel (og gerir enn). En ef Ögmundur Jónasson hefði ekki sagt sig úr ríkisstjórn og komið í veg fyrir að meirihluti væri fyrir Svavarssamningnum, þá hefði stjórnarandstaðan mátt sín lítils.
Er sannleikurinn ekki ennþá kominn í tísku?
Sæll, það er tvennt við þetta að athuga.
Jóhanna og Steingrímur eru sí og æ að segja okkur hversu erfitt sé að moka skítin eftir hina og þessa. Þess vegna hafa þau ekki fyrirgefið neinum.
Hitt er að ég er ansi hræddur um að þau hafi syndgað upp á náðinu og slíka synd getur ekki einu sinni Guð fyrirgefið.
Marat.
Ég tek það frekar óstinnt upp þegar ég er sakaður um óheiðarleika. Þess vegna verð ég að svara þér.
Söguskoðun þín stenst reyndar ekki skoðun.
Meirihluti Alþingis samþykkti lög um ríkisábyrgð vegna IceSave!
Það var Sigmundur Davíð sem leiddi andófið – en það var Ólafur Ragnar sem tók af skarið og setti málið í dóm þjóðarinnar.
Sem felldi samninginn.
En það sem ég er að reyna að segja er – horfum framávið og hættum að eltast við mistök fortíðar.
Hæstvirtur fjármálaráðherra gerir grein fyrir atkvæði sínu um Icesave-samning Svavars Gestssonar þann 30. des 2009:
„Ég greiði þessu frumvarpi atkvæði og ég mæli með því að það verði samþykkt vegna þess að það er bjargföst sannfæring mín að það sé betri kostur fyrir Ísland og það firri meira tjóni en að gera það ekki. Í krafti þessarar sannfæringar minnar greiði ég atkvæði með góðri samvisku þótt ég viðurkenni um leið að því fylgir þung ábyrgð. Undan þeirri ábyrgð víkst ég ekki. Ég hef ekki eytt tæpum 27 árum ævi minnar hér til að víkjast undan ábyrgð eða flýja það að taka erfiðar ákvarðanir þegar þær eru óumflýjanlegar. Ég hef engan mann beðið og mun engan mann biðja að taka neitt af mínum herðum í þessum efnum. Ég trúi því að sagan muni sýna að við séum hér að gera rétt, að endurreisn Íslands, sjálfstæðs og velmegandi í samfélagi þjóðanna, muni verða sönnunin. Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að svo verði meðan lífsandinn höktir í nösum mér og ég má vinna Íslandi nokkurt gagn.“
Þarna fer saman góð íslenska (..lífsandi og nasir..), afar næmt stöðumat (..bjargföst sannfæring að verið væri að firra miklum vandræðum..), verðmæt framtíðarsýn (..nauðsynlegt til að endurreisa Ísland, tryggja sjálfstæði og velmegun..) og persónulegt lítillæti (..hefur ekki vikist undan ábyrgð í 27 ár – þ.e. sannur karlmaður sem tekur ábyrgð á sínum gerðum).
Og hvernig ætlar fjármálaráðherra að axla ábyrgð á þessu atkvæði sínu og ofangreindum orðum og öllum þeim djöfulgangi sem hann og Jóhanna létu dynja á þjóðinni til að troða þessum nauðungarsamningi niður barkann á henni..?
Afsögn? Nei, nei – ekki fyrst það náðist betri samningur…!!!!!!
Þegar Svavarssamningurinn var gerður var evran á 177 er nú á 152, hefur lækkað um 11%. Gengið þýðir að 50 milljarðar nú voru 56 milljarðar 17. júní 2009. Til að sjá málið í réttu ljósi þarf að kunna á gjaldþrot og uppgjör þrotabúa. Varðandi Landsbankann og Icesave þá sjá þeir sem eru að véla um málin að þrotabúið skili það mi…klu að í mesta lagi standi út af jafnvirði 50 milljarða. Samningar eru gerðir milli Íslendinga annars vegar og Hollendinga og Englendinga um þetta og gert ráð fyrir að ef meira næst út úr þrotabúinu gangi það upp í „afgagnsstærðina“. Líklega munar engu miðað við Svavarsamninginn + gegnið + tapið sem hefur orðið vegna tafanna!
Það er órökrétt hjá stjórnarandstöðunni að þakka sér betri samning sem hún etv. ætlar ekki að styðja. Er hún að hugsa um þjóðarhag eða um að það koma í veg fyrir að ríkisstjórnin
njóti sannmælis fyrir úthaldið að klára þetta mál?
Unnur auðvitað með þetta en ég er sáttur við útrétta hönd þína og Birkis Jóns. kv gb
Já, og fyrir gefum Jóni Ásgeiri, Björgúlfi, Bjarna Ármanns, Geir, Davíð og Jónasi!
Ekki alveg sammála þér þarna!
Ég var á móti öllum þessum samkomulögum á sínum tíma, en verð að segja að núna verð ég að hugsa mig um og því ekki enn búinn að segja mína meiningu!
Lögin sem þú vitnar í og voru samþykkt, voru ekki Svavarssamningar.
Ef þú áttar þig ekki á muninum á Svavarssamningunum og Icesave II, þá ertu einfaldlega ekki inni í málunum.
Hefði verið meirihluti á Alþingi fyrir Svavarssamningunum í Júní 2009 þá hefði ekki náðst að mynda þá andstöðu sem náðist að mynda.
Virðingarleysið við staðreyndir er helsta meinsemd íslenskrar umræðumenningar sagði Jón Baldvin einhvern tímann. Það var og er rétt hjá honum.
Tapið vegna tafanna er ca. – ef rétt er reiknað og gaumgæfilega farið yfir alla liði – á bilinu kr. 0 til kr. 0.
En þeir sem ólmir vildu Æseifið þeirra Svavars, Indriða og Steingríms (þessi 2% þjóðarinnar) geta illa viðurkennt að 2 + 2 séu fjórir og hvað þá að 250 milljarðar séu ca. fimm sinnum hærri tala en 50 milljarðar.
Og þá fara þeir í ruglið.
Ísland lenti víst í heimseinangrun, heimsendir varð á Íslandi, fimbulvetur skall á þjóðinni og landið varð víst að Kúbu norðursins.
Það hefði víst verið betra að fallast á 250 milljarðana…
Víst, víst, víst..
Gubb.
Marat.
Ég er nákvæmlega inn í muninum á SG og IS 2.
SG samningarnir voru svo út úr korti að ORG hefði ennþá síður samþykkt þá en IS 2.
Það sem ég er að leggja áherslu á er að við hörmumtil framtíðar á þeim grunni sem við erum á núna – en eyðum ekki tímanum í að hengja fólk sem sökudóga fyrri mistaka.
Sérstakklega ekki fólk sem taldi sig vera að gera rétt fyrir land og þjóð.
Punktur.
Ef einhver hér er að stunda sögufölsun þá er það Unnur G. Kristjánsdóttir: þarna er seilst ótrúlega langt – og notuð ótrúlega þvæld „hundalógík“ – til þess að reyna að fela þessi gríðarlegu mistök ríkisstjórnarinnar sem IceSave I og II svo sannarlega voru.
Þetta er greinilega dagskipunin að ofan frá leiðtogum Samfylkingarinnar, svo samstíga hefur Samfylkingarfólk verið í þessari sögufölsun sinni í gær og í dag. Allt er þetta fremur ógeðfellt og minnir helst á stjórnunarstílinn í Kreml hér á árum áður.
Góðu fréttirnar eru þó þær að auðvitað sjá allir í gegnum svona spuna og ef eitthvað þá gengisfellir Samfylkingin sig ennþá meir með þessari ótrúlegu afneitun sinni (ekki eru t.d. margir dagar síðan flokkurinn gerði tilraun til að hvítþvo þátt sinn í atburðum fyrir hrun með því að endurskrifa söguna og mála sjálfan sig sem viljalaust verkfæri hins illa Sjálfstæðisflokks) .
Ég stend við það sem ég skrifaði fyrr: þjóðin er örugglega til í að fyrirgefa hlutaðeigandi, en á þá sjálfsögðu kröfu að í þessi valdamestu embætti lýðveldisins stígi fólk sem raunverulega getur sinnt starfinu. Við höfum einfaldlega ekki efni á frekari „mistökum“ Jóhönnu og Steingríms: það er ekki alltaf víst að við getum sloppið með skrekkinn, eins og nú.
Sjálfsagt er eina leið Jóhönnu og Steingríms til að komast frá þessu með lágmarks sjálfsvirðingu sú að segja af sér og víkja sjálfviljug til hliðar. Þá kann vel að vera að þeim verði fyrirgefið af þjóðinni, en ef þau halda áfram að forherðast í þrjósku og hroka án þess að þekkja sinn vitjunartíma, þá munu þau ekki á friðarstóli sitja.
Einhver verður að axla hina pólitísku ábyrgð á þessum afglöpum. Steingrímur J. sagðist taka ábyrgð á Svavarsnefndinni í mars 2009 og sagði að hún myndi tryggja okkur „glæsilega niðurstöðu“. Steingrímur J. þarf að axla þessa ábyrgð. Trúverðugleiki hans er algjörlega í molum.
Bull, hefðu þeir verið samþykktir strax þá hefði þjóðin náð sér mun fyrr. Við höfum tapað á þessu allar götur síðan að þetta var ekki samþykkt. Sennilega erum við á núllpunkti núna, erum að borga svipað og við hefðum gert enda þarf að taka tveggja ára fórnarkostnað með í dæmið.
„Framsóknarflokksins – míns gamla flokks“
Aha – hver er þinn nýi flokkur Hallur?
Sammála þér að flestu leyti, nema mærðinni á „gamla“ flokksmenn.
Hag- og sagnfræðingar framtíðarinnar munu leiða í ljós hagnað og tap þjóðarinnar af hinum ýmsu útgáfum af Icesave samningum; ég myndi vera spar á fullyrðingar þar um á þessum tímapunkti.
Bullið í Birgi er ævintýralegt. Hann ræðst á málflutning Unnar án nokkurs rökstuðnings og ætlast til að einhver taki mark á því.
Svo er það orðið ótrúlega þreytt að bregða fyrir sig óljósu tali um Samfylkingarspuna þegar rökþrota menn rekur upp á sker.
Alli. Vinsamlegast geta heimilda.
Benedikt.
Hlaut pólitískt fullveldi 1. des.
Ætla að halda því.
Þannig – enginn flokkur.
Hverning í ósköpum er hægt að fyrirgefa hreinu landráðafólki, ég er í sjokki eftur lestur þinnar greinar.
Þessu fólki Jóhönnu og Steingrími, verður aðeins „fyrirgefið“ ef þau segir af sér strax og láti ekki sjá sig meir í stjórnmálum hérlendis. Það á líka við um þeirra fylgisveina. KOSNINGAR STRAX.
Hér er bara smá smá smá salt í sárið .
http://mbl.is/frettir/sjonvarp/53781/
Svo get ég bent þér á að líta aftur á samantekt Stöð 2 frá í gærkveldi, þín skrif eru skelfileg Hallur.