Föstudagur 17.12.2010 - 19:51 - 5 ummæli

Er Andri Geir að ritskoða mig?

Er Andri Geir Arinbjarnarson að ritskoða mig?

Nú hef ég beðið í margar klukkustundir eftir því að Andri Geir birti eftirfarandi athugasemd mína:

  • Hallur Magnússon
    17.12 2010 kl. 13:33 #

    Your comment is awaiting moderation.

    Andri Geir.

    Ekki gleyma því að Íbúðalánasjóður er með ótakmarkaða ríkisábyrgð auk þess sem greiðsluflæði er tryggt úr nánast öllu húsnæði landsmanna.
    Það skilar sér að sjálfsögðu í lægri ávöxtunarkröfu en ella.

    Einfalt.

    Skil reyndar ekki hvað þér gengur til með þessum pistli.

    Hins vegar voru raunvextir af húsbréfalánum Íbúðalánasjóðs – og áður húsnæðisstofnun oftast um 6%. – sjá bls. 21 í eftirfarandi skýrslu:

    http://ils.is/Uploads/document/A%C3%B0dragandi%20innlei%C3%B0ing%20og%20%C3%A1hrif%20breytinga%20-.pdf

    Sauradraugur.

    Fullyrðing þín: „Ákvörðunin um 90% lánahlutfall ÍLS leiddi til stjórnlausrar samkeppni á þessum markaði með þekktum afleiðingum.“ er röng.

    Sjá nánar:

    http://ils.is/Uploads/document/A%C3%B0dragandi%20innlei%C3%B0ing%20og%20%C3%A1hrif%20breytinga%20-.pdf

  •  

    Á sama tíma lifa rangfærslur í athugasemd stórmennisins „Sauradraugur“ sem ákveður að koma fram undir dulnefni – án þess að leiðrétting mín á rangfærslum „Sauradraugs“ ná fram að ganga.

    Ég hef borðið mikla virðingu fyrir Andra Geir og skrifum hans – en nú er mér nóg  boðið.

    Andri Geir!

    Ætlar þú virkilega að ritskoða athugasemdir frá mér – meðan nafnlaus „stórmenni“  geta tjáð sig með rangfærslum í athgugasemdarkerfinu?

    Þetta hljóta að vera einhver mistök!

    Er það ekki?

    Flokkar: Óflokkað

    «
    »

    Ummæli (5)

    • Samfylkingarfólkið á það flest sameiginlegt, að birta helst ekki athugasemdir sem falla ekki að þeirra málflutningi.

      Guðmundur Gunnarsson betir þeirri aðferð að leyfa ekki ummælin fyrr en hann er búinn að birta næsta blogg, eða færslan orðin nægilega gömul til að vekja ekki athygli. Bryndís sleppir því bara alfarið að birta gagnrýni á ESB. Ólína Þorvarðar hefur víst þennan háttin á líka.

      Niðurstaðan er að sjálfsögðu sú, að maður hættir að lesa þetta fólk.

      Ég hef ekki orðið var við þetta hjá Andra, og þykir það miður ef félagsþroskinn hjá honum hafi líka látið undan.

      Að sjálfsögðu er þessi framkoma afskaplega óheiðarleg. Fólk sem treystir sér ekki til að birta athugasemdir, eins og Tryggvi Þór Herbertsson taka það þó fram að athugasemdir séu ekki leyfðar.

      En sumsé, Guðmundur Gunnars, Bryndís Ísfold og fleiri álíka eru ekki svona eitursnjallir pennar að andstæðingar þeirra í pólitík séu algerlega stumph, þau þora bara ekki í umræðuna.

    • Eggert Sigurbergsson

      Andri hefur ekki áhuga á athugasemdum sem taka ekki undir hans málflutning enda er ég steinhættur að nenna að lesa nokkurn skapaðan hlut eftir hann.

      P.S ég er þá ekki að tala um dónaskap eða óhróður sem er sjálfsagt að fjarlægja heldur málefnalegar skoðanir sem eru honum ekki að skapi hvort sem þær eru nefndar eða nafnlausar.

    • Hallur Magnússon

      Nú er runninn upp nýr dagur – og enn er athugasemd mín við pistli Arnars Geirs óbirt – en rangfærslur „hins nafnlausa stórmennis“ Sauradraugs stendur.

      Umhugsunarvert

    • Hef reyndar lent í því ef ég set vefslóðir í athugasemdir hjá bloggurum hér á Eyjunni. Mjög pirrandi.
      Var vefslóð í þinni athugasemd?

    • Hallur Magnússon

      Reyndar.

      Vona að það hafi verið málið – ekki að ég hafi ekki verið samþykktur!

    Rita ummæli

    Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

    Höfundur

    Hallur Magnússon
    Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

    Heldur upp á eftirfarandi vísu:

    "Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
    sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
    djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
    manndóm til að hafa eigin skoðun."

    Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
    RSS straumur: RSS straumur