Föstudagur 17.12.2010 - 13:33 - 3 ummæli

Sólheimar og sveitarstjórnabastarðurinn

Sólheimar eru ekki í Árborg. Sólheimar eru í Grímsnes- og Grafningshreppi. Samt er stjórn Sólheima skikkuð til að semja um framtíðarrekstur við Sveitarfélagið Árborg!
 
Hvað veldur?
 
Jú, Árborg er stærsta sveitarfélagið í nýjum sveitarstjórnarbastarði sem komið hefur verið á fót vegna þeirrar einföldu staðreyndar að stærsti hluti minni sveitarfélaga á Íslandi hefur enga burði til að taka við málefnum fatlaðra.
 
Á Suðurlandi hafa 13 sveitarstjórnir sem reka 5 félagsþjónustur sem skipa félagsþjónusturáð sem taka mun við málefnum fatlaðra á svæðinu, þar með talið þjónustu við Sólheima.
 
Einföldun?
 
Ætli það.
 
Þessi sveitarstjórnarbastarður er vísir af þriðja stjórnýslustiginu á Íslandi – en er það samt ekki!
 
Ég er mikill talsmaður þess að færa þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna þar sem það er unnt. Enda stóð ég sjálfur að því að reynslusveitarfélagið Hornafjörður tæki að sér þjónustu við fatlaða í sveitarfélaginu þegar ég gegndi starfi félagsmálastjóra þar. Þar voru málefni fatlaðra samþætt annarri félags, heilbrigðis og skólaþjónustu í sveitarfélaginu.
 
En það er galið að hafa þrjú stjórnsýslustig á Íslandi. Hvort sem um er að ræða sveitarstjórnarbastarðar eins og sveitarfélögin hafa verið að setja upp til að taka við málefnum fatlaðra – eða fullgilt þriðja stjórnsýslustigið.
 
Leiðin er önnur og betri.
 
Það þarf því færa völd, verkefni og skatttekjur á lýðræðislegan hátt heim í héruðin og nær fólkinu. Líka nær fólkinu í borgríkinu á suðvesturhorninu. Borgríkið á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega hérað í sjálfu sér.
 
Því eigum við að leggja niður núverandi sveitarfélög og setja þess í stað á fót nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi 6 – 8 öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsþinga og héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga hver í sínu héraði.
 
Þar með talið þjónustu við fatlaðra.
 
Ekki gleyma að höfuðborgarsvæðið yrði hérað með sitt héraðsþing og með aukið vægi gagnvart ríkisvaldinu og Alþingi.
 
Hinar nýju lýðræðislegu héraðsstjórnir eiga að sjái um stærsta hluta skattheimtunnar, ráðstafi henni til verkefna heima fyrir á grundvelli ákvarðanna héraðsþinga, en greiði eins konar útsvar til ríkisins til reksturs þess.
 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Í hversu marga bita er hægt að skipta einni smáköku?

  • Magnus Björgvinsson

    Ekki sjálfu sér að setja út á hugmyndir þínar varðandi hvernig þessum málum er fyrirkomið en eru Sólheimar gott dæmi. Því þar býr fólk við nærri alþjónustu og hefur lítð viljað vera í þjónustu hjá sveitarfélagi áður. Hefur t.d. fengð að hafa utankjörfundar kosningar á staðnum. Fólk á helst að versla við matvörubúð á staðnum og ekki leita út fyrir það. Og yfirleitt ekki sætt sig við að sveitarfélög eða Svæðisskrifstofur séu að vasast í þeirra málum nema ef þau hafa haft áhuga á að koma upp þjónustu sem ríkið hefur greitt fyrir.

    Auk þess sem þau sækjast eftir því að semja beint við ríkið sem er enn lengra í buru en Árborg.

    Annað í þessum pistli er vissulega athuganarvert.

  • Það átti að leggja sveitarstjórnirnar niður á sínum tíma. Ekki sýslurnar. Þaær eru menningarlegar einingar, mun eðlilegri en mörg af hinum nýsameinuðu sveitarfélög eru.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur