Mánudagur 20.12.2010 - 09:12 - 5 ummæli

Sýndarveruleiki VG

Það var sem mig grunaði. Uppnámið kring um fjárlögin var hefðbundinn sýndarveruleiki Vinstri grænna. VG hefur lengi leikið þann leik að hafa tvær skoðanir í hverju máli og tryggt að það séu tveir til þrír þingmenn í sýndarandófi gegn ríkisstjórninni. Hins vegar er alltaf tryggt í VG försunum að meirihluti sé á bak við ríkisstjórnina því það síðasta sem Vinstri grænir geta hugsað sér er að missa mjúka ráðherrastólanna.

Þessi sýndarveruleiki VG er snjallt pólitískt herbragð. Vinstri grænir vita að ákveðinn hluti kjósenda þeirra verður alltaf í stjórnarandstöðu hvort sem VG er í stjórn eða ekki. Því tryggja Vinstri grænir sýndarveruleika þar sem hluti þingmanna er í eilífu andófi og stjórnarandstöðu.  Ef slíkt andóf er ekki fyrir hendi þá missir VG dýrmætan hóp kjósenda frá sér.

Það gerðist einmitt í borgarstjórnarkosningunum þegar hefðbundið andófslið úr VG kaus Bezta flokkinn og fylgi Vinstri grænna hrundi gersamlega. VG má prísa sig sæla að hafa haldið borgarfulltrúa.

Vinstri grænir ætla ekki að láta það sama henda í Alþingiskosningunum. Þess vegna setja þeir upp sýndarveruleika. Spurningin er bara sú – mun þjóðin sjá í gegnum sýndarveruleika VG eða ekki?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Er ekki full sterkt tekið til orða að tala um mjúka ráðherrastóla nú í miðjum þrifum eftir framsókn og sjálfstæðið. Sýnist nær að tala um harðar setur með teiknibólum.

  • Hallur Magnússon

    Arro.
    Þvert á móti. Óháð stöðunni sem Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skyldi eftir sig – og VG hafa reyndar gert enn erfiðari en ástæða var til – þá finnst þeim stólarnir einstaklega eftirsóttir og mjúkir.

    Sjáðu hvað andófsmaðurinn Jón Bjarnason dillar sér á setunni 🙂

  • Þetta er snilldar herkænska í pólitík:-)
    Samt er ég hrædd um að þetta virki ekki eins og til er ætlast, því rúmur helmingur aðdáenda þeirra myndi aldrei kjósa VG, heldur sjálfstæðis,framsóknarflokk, hreyfingu eða jafnvel samfylkingu.

  • Þjóðmundur

    En þetta er bara ekki sýndarveruleiki, svona er einfaldlega staðan, fólkið er ekki að sýnast, þetta er þeirra skoðun,
    en greiningin á aðstæðum er svo sem að öðru leyti rétt, andófsfólk sem hefur kosið VG mun gera það frekar aftur ef það hefur sína andófsrepresanta þar

  • Mér finnst þessi analísa á VG í stjórn vera nærri raunveruleikanum þó maður taki ekki undir hvert orð bloggara. Það virðist þó vera að þrír hafi setið hjá afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins hafi verið full mikið fyrir Steingrím þar sem frumvarpið er á hans ábyrgð og VG þar með. Kannski það hafi gripið um sig tilfinning hjá Steingrími og félögum að nú væru þau búin að missa tökin og ásakanir um „foringjaræði“ tel ég vera alvarlega ásökun og hana ber að taka aftur enda augljóslega lýðskrum. Það lítur betur út fyrir Ögmund og co að það séu einhverjir „foringjar“ að afvega þá af „réttri“ braut.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur