Jóhanna Sigurðardóttir er ánægð með að það séu „einungis“ 10 íslenskir flóttamenn sem flýja ríkisstjórn hennar daglega og flytja úr landi. Jóhanna hélt að það yrðu miklu fleiri sem myndu flýja hana og ríkisstjórn hennar.
En ef við setjum þetta í sögulegt samhengi – þá hafa ekki fleiri Íslendingar flúið land síðan síðasta hungursneyðin á Íslandi gekk yfir 1880 og árin þar á eftir.
Held að þú sért nú að ýkja ef það eru núna á þessu ári um 10 á dag þá gerir það um 3650 á þessu ári. sem er um 1% af íslendingum búndi hér. Á hverju ári hafa um 1% landsmanna flutt erlendis síðustu áratugi í nám þannig að þetta er nú ekki mikil aukning. Og þetta hefur skeð í öllum kreppum hér og svo flytur þetta fólk til baka
1986 2.479
1995 3.566 Þarna vorum við um 250 þúsund sennilega hærra hlutfall þar.
1996 3.444 Eins hér
1997 3.158
2002 3.380
2005 2.975
2006 3.042
2007 3.395
2008 3.294
2009 4.851
Þetta eru tölur skv. hagstofu
Fólk er að flýja ástandið sem ríkisstjórnir SJálfstæðisflokks og Framsóknar sköpuðu. Frjálshyggjuhrunið.
Ríkisstjórnin sem nú situr er að laga til eftir ykkur og allir vissu að það yrði erfitt og þjóðin yrði að færa fórnir.
Þetta virðist þó allt ganga furðu vel.
Magnús.
Flottur.
Játa á mig fáránlega reikningsskekkju – reiknaði með hærri heildarfjölda þjóðarinnar í kjölfar kreppu og fjöldaatvinnuleysis á tímim ríkisstjórnar Krata og íhalds 1993 – 1995!
En flóttinn undir núverandi ríkisstjórn 2009 og 2010 er hins vegar hærri – og þarf að leita til hungursneyðarinnar 1880 til að fá svipaðar tölu – þótt 1995 hafi slagað í þetta.
Merkileg fylgni milli fjöldaatvinnuleysis og aðildar krata í ríkisstjórn.
Jón Sig.
Reyndu ekki að draga úr klúðri og hlut Samfylkingar í hruninu.
Magnís.
Brotthvarfið í fyrra er samt 50% hærra en 1995!
Ekki vera svo viss um að fólkið sé bara að flýja undan ríkisstjórninni…
Það er ekki síst að flýja undan pólítiskri umræðu á Íslandi og er þá þessi færsla og þínar athugasemdir gott dæmi.
Hjálp Arnar!
Ég dreg það í efa að fólk fari inn á síðuna hjá Halli Magnússyni og segi: „Nei, nú get ég ekki meira. Ég flyt af landi brott“.
Ég dreg það líka í efa að fólk sé að flýja ákveðna ríkisstjórn þó að Hallur taki svona til orða. Fólk flytur vegna efnahagsástands og það heldur áfram að gera það þangað til að það fer að sjá einhverja framtíðarmöguleika á Íslandi.
Hvort sem að menn styðja þessa stjórn eða ekki þá hljóta allir að vona að það fari að draga úr brottflutningi. Ef það gerir það ekki þá eru forsendur efnahagsáætlunarinnar að einhverju leyti brostnar.
Þegar menn bera þessar tölur svo saman við brottflutning á árum áður þá væri skynsamlegt að skoða hann í samhengi við skuldastöðu ríkissjóðs á hverjum tíma. Við erum á grensunni með að geta staðið undir okkar skuldum og okkur veitir ekki af því að allir vinnufærir menn leggi hönd á plóginn til þess að koma okkur út úr skuldasúpunni.
Gera stjórnvöld sér grein fyrir að þessi útflutningur á hverju ári.
Er jafn mikið og eitt gott bæjarfélag legðist af á ári.
Hvaða hungursneyð 1880? Það var hart í ári þá en ekki hungursneyð. Ef allur málflutningurinn þinn er í þessa veru, þá er ekki mikið mark takandi á honum.
Það bjóst enginn við því að þetta yrði „walk in the park“ eins og þar segir. Ef allt hrynur tekur endurreisnin tíma.
Það er alltaf hægt að æpa af hliðarlínunni og segja hvað allt hefði verið æðislegt ef Framsókn hefði verið við völd.
En staðreyndin er sú að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga hrunið og hvers vegna skyldum við treysta ykkur fyrir endurreisninni?
Sæll Hallur og gleðilegt nýár!
Þar sem sinni reglulegulega greina- og skýrsluskrifum vegna erlends samstarfs og samskipta í húsnæðismálum, þá fylgist ég nokkuð með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands.
Fjöldi brottfluttra íslenskra ríkisborgara umfram fjölda aðfluttra íslenskra ríkisborgara var:
6,8 á dag allt árið 2009
5,5 á dag fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2010
10 manns á dag er því alltof há tala hjá þér.
Ef þú tekur ERLENDA ríkisborgara með í myndina, þá var heildar brottflutningurinn 5,88 á dag, fyrstu þrjár ársfjórðungana 2010.
Allt árið 2009 var sú tala hins vegar 13,25 á dag, sem sýnir verulega lækkun heildartaps mannfjölda af landinu. Þarna munar mestu, að fækkun erlendra ríkisborgara var 2369 árið 2009, en var einungis orðin 80 manns jan-sept 2010.
Til lengri tíma litið (frá og með 1961), þá náði fjöldi brottfluttra íslenskra ríkisborgara fram yfir fjölda aðfluttra íslenskra ríkisborgara hæstu hlutfalli af miðársmannfjölda sem hér segir:
0.47% árið 1969
0,68% árið 1970
0,45% árið 1976
0,53% árið 1977
0,45% árið 1989
0,61% árið 1995
0,77% árið 2009
0,63% árið 2010 (miðað við sama hlutfall okt-des og jan-sept)
Vertu svo kristilega kvaddur með þökk fyrir allt gamalt og gott. 🙂
Mikil skuldasöfnun viðskiptahalli og verðbólga hefur alltaf fylgt ríkisstjórnaraðild Framsóknarflokksins með einni heiðarlegri undantekningu ríkisstjórn Steingríms Hermanssonar 1988 til 1991 en þá var hann í samstarfi við gamla Alþýðuflokkinn.
Leifur.
Þetta er ekki rétt.
Ríkissjóður var nánast skuldlaus þegar hrunríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samflykingar tók við.
Þökk sé sjálfstæðis og framsóknarflokki að ástandið í dag er eins og það er. Ömurlegt þegar pólitíkusar eins og þú ert að reyna fela þá staðreynd og koma skít yfir á þá sem eru að taka til eftir ykkur. Gleymdu því ekki framsóknarmaður að framsóknarflokkurinn einkavinavæddi bankana og var í 12 ár með sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Árið 2006 var allt hrunið. Þá voru framsjallar búnir að klúðra málum algjörlega.
Erlendar skuldir Íslendinga margfölduðust í valdatíð Framsóknar og Sjálfstæðissflokks 2005 til 2007 og 2006 síðasta heila árið sem Framsóknarflokkurinn var ríkisstjórn var Viðskiptahallinn 27% af landsframleiðslu sem var heimsmet.
Það er hinsvegar rétt að af frumkvæði Geirs Haarde voru skattekjur af viðskiptahalla notaðar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Engu að síður fóru ríkissútgjöld úr 32% af landsframleiðslu í 47% í þau 18 ár sem Sjálfstæðissflokkurinn réði fjármálaráðuneytinu óstjórnin var algjör.
Við værum ekki að flytja 20% meira út en inn á þessu ári ef Framsóknarflokkurinn væri við völd.