Laugardagur 01.01.2011 - 17:57 - 8 ummæli

Kjarni lýðræðisins er vilji fólksins

„Kjarni lýðræðisins er vilji fólksins. Svo einfalt er það, hvað sem líður kenningum eða visku spekinganna“

Þetta er rétt hjá forseta lýðveldisins.  Hins vegar eiga stjórnmálamenn afar erfitt með að sætta sig við þessa staðreynd. Ekki hvað síst núverandi leiðtogar ríkisstjórnarinnar.

Forsetinn sagði einnig:

„Þá er áríðandi að allir þeir sem kjörnir eru hafi jafnan í huga að þeir eru þjónar þjóðarinnar. Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf sem fer með æðsta valdið…“

Þessu eiga stjórnmálamenn enn erfiðara með að kyngja. Ekki hvað síst núverandi leiðtogar ríkisstjórnarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Ég held að það séu ekkert frekar núverandi frekar en þáverandi stjórnendur sem hafa erfitt með að kyngja þessu.

    Sjálfstæðismenn hafa nánast aldrei viljað hlusta á fólkið og hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd hefði hann væntanlega samþykkt fyrsta Icesave samninginn.

    En það breytir því ekki að stoppa verður þennan ægilega valdahroka sem pólitíkusar á Íslandi eru búnir að tileinka sér.

    Mér fannst loka lagið í skaupinu skýra mjög vel hvernig þjóðin hugsar og hvað þjóðin vill.

    Og skildi eftir tapaða stjórnmálamenn sem fyrir löngu voru búnir að missa sjónar á hugsjónum sínum.

  • Hallur Magnússon

    Sigþór.

    Ég er einungis að benda á að leiðtogar núverandi ríkisstjórnar eigi ekkert betur með að sætta sig við þessar staðgreyndir en aðrir – þótt þeir tali stundum þannig að þeir virði lýðræðislegan vilja þjóðarinnar.

    Ég er ekki að segja að þeir séu verri en aðrir hvað þetta varðar.

    Svo það sé á hreinu 🙂

    Get tekið undir allt í athugasemd þinni.

  • en nú verð ég að segja að sá sem segir eitt en gerir annað er að mínu viti hálfu verri en sá sem segir annað og gerir það líka, jafnvel þó að „annað“ í þessum tilfellum sé sami hlutur, þ.e.a.s. að stjórmálamenn virði þá staðreynd að þjóðin fer með æðsta valdið.

  • En fólkið verður líka að vilja það rétta…….

  • Jakob Andersen

    Og svo eigum við – auðvitað – að hafa forseti sem þekkir – að hanns eigin mati – vilja folksins.

  • Þetta er “ the essenes“ í lýðræðisríki. Þessu hafa íslenskir stjórnmálamenn gleymt. Við þurfum að minna þá á þessa staðreynd með því að kjósa þá í burtu i næstu kosningum og endurnýja frá grunni alla stjórnmálastarfsemi í landinu.
    Kveðja að norðan og gleðilegt ár.

  • Niels Hermannsson

    Hin aldagömlu rök fyrir lýðræði gerðu ráð fyrir vandaðri umræðu þar sem nægur fjöldi manna næði að sjá skynsemina í orðum þeirra sem væru aflögufærir um hana. Þessi hugmynd liggur til grunna fulltrúalýðræðinu. Ég græt ömurleika fjölmiðla og aumingjaskap Alþingis, eins og aðrir landsmenn. En þó held ég að okkur sé betra að lúta niðurstöðum lýðræðislega kjörins þings en dómi eins uppgjafarstjórnmálamans, þó hann búi á Bessastöðum. Ef meirhluti landsmanna raunverulega telur að hugsun Ólafs Ragnars bónda á Bessastöðum sé svo miklu öflugri gervöllu Alþingi, hví ekki að skenkja honum valdið ómælt? Hví ekki að setja hann í Seðlabankann í leiðinni? Það er auðvelt að tala um vilja fólskins, erfiðara að vita hver hann raunverulega er. Eru menn búnir að gleyma þeim ógnum sem unnin voru í BNA í nafni hins alræmda þögla meirihluta? Kanski að herra Ólafur segi okkur næst hverjar þær séu, hugsanir Guðs. Mér sýnist á öllu að hann muni telja sig færan um það og því miður að margir séu tilbúnir að mæra hann fyrir vikið.

  • Birnuson

    Nei, þetta er rangt hjá forseta lýðveldisins. Kjarni lýðræðisins er að fólkið velur sér stjórnendur. Þessir stjórnendur gera svo (eða eiga að gera) það sem þeir telja bezt og réttast, óháð vilja fólksins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur