Þriðjudagur 04.01.2011 - 08:21 - 4 ummæli

Beðið eftir VaffGé

Það er víða beðið eftir VG.  ESB armur VG, Samfylkingin, Framsókn, þjóðin. Allir bíða eftir VG.

Á morgun kemur í ljós hvort villikettirnir leggja niður rófuna og leggjast malandi í faðm Steingríms J. og Jóhönnu – eða hvort villikettirnir fara á flakk.

Ég spái því að villikettirnar leggi niður rófuna og lepji úr rjómaskál ríkisstjórnarinnar fram á vor.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Ef þeir gera það ekki þá munu þeir fara………stjórnin mun sitja, semja um mál og fara frá fái hún á sig vantraust sem gæti verið mjög langt i……………Alveg eins líklegt að við fáum hér minnihlutastjórn! Eitt er öruggt………….Ríkisstjórnin fer hvergi og kvótinn fer til þjóðarinnar og verður leigður skv. leikreglum markaðarinns með byggðarsjónarmiðsgirðingum

  • Bragi Páls

    Það lákúrlegasta í þessu öllu saman er hvernig Samfylkingin hefur verið að gera hosur sínar grænar fyrir Framsókn.

    Þetta er sami flokkurinn og lagði Framsókn í einelti hér á árunum 2006-2007 og það á öllum miðlum.

    Á þessum árum gerður Samfylkingarliðar og fótgönguliðar hennar í álitsgjafarastétt harða hríð að Framsókn og rægðu á allan mögulegan máta.
    Þetta lið kenndi Famókn um allt sem hafði farið úrskeiðis, gerði lítið úr stefnuskrá Framsóknar, kallaði flokkinn og flokksmenn hans öllum illum nöfnum og svínaði út á allan mögulegan hátt. Þetta kom fram í miðlum eins og Fréttablaðinu (Flettiblaðinu), Fréttastofu Stöð 2 og Bylgjunnar, og visi.is svo einhver séu nefnd.

    Man alltaf eftir grein eftir einhvern álitsgjafann í Flettiblaðinu í des. 2006 þegar Framsókn varð 90 ára.
    Þar var Framsókn dregin saman í háði og spotti og sagt að þessi maddama væri orðin gömul, lúin og þreytt og því færi best á að hún fengi hvíldina. Svo mörg voru þau orð.

    Tilgangurinn með þessu öllu saman var að veikja Framsókn fyrir kosningarnar vorið 2007 og koma henni úr ríkisstjórn svo að Samfylkingin kæmist þangað í staðinn.
    Þetta tókst og var taktískt mjög snjallt en lymskulegt hjá Samfylkingunni.

    Nú ætlast þessir sömu aðilar og stóðu fyrir aðförinni að Framsókn árin 2006-2007 að fara að sleikja Framsókn upp og fá hana inn í ríkisstjórn.
    Hvernig geta þessir aðilar ætlast til þess eftir allan rógburðinn og eineltið?

    Og ætlar Framsókn enn og aftur að láta misnota sig sem hækju í hallæri fyrir ríkisstjórnina?

  • Gleðilegt ár Hallur.
    Það er vitleysa í gangi á fleiri stöðu en hjá VG. Sendi til gamans bráðskemmtilegan pistil úr Staksteinum í dag þar sem Skúli Helgason krataþingmaður er rifinn í sundur á hárfínu háði bara með því að vísa í eigin orð/vitleysu Skúla sjálfs.
    Pistill Staksteina er svona
    „Niðurstaða ársins: Skúli Helgason greiddi því atkvæði að Geir Haarde yrði ákærður. Kvaðst hann hafa rannsakað málið mjög vel áður en hann hefði tekið ákvörðun. „Mín niðurstaða er sú að Geir H. Haarde, sem er fjármálaráðherra frá árinu 1995, hafi haft allar upplýsingar sem hann þurfti til þess að grípa til markvissra viðbúnaðaráætlana og tryggja það að þeim væri fylgt kröftuglega eftir,“ sagði Skúli í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna. Geir varð ekki fjármálaráðherra fyrr en 1998. Hvernig ætli flóknari atriði séu í huga þingmannsins“

  • Hallur Magnússon

    HH
    🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur