Örvæntingafull barátta harðvítugra andstæðinga Evrópusambandsins gegn viðræðum um mögulega aðild að Evrópusambandinu er ekki tilviljun. Þetta fólk veit hvað gerist ef niðurstaða fæst í aðildarviðræðurnar.
Íslenska þjóðin mun samþykkja samning um aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel þótt hann verði ekki góður. Hegðan íslenskra stjórnmálamanna undanfarnar vikur, undanfarna mánuði og undanfarin ár sér til þess.
Íslenskir stjórnmálamenn geta því valið hvort þeir vilja slæman samning sem verður samþykktur eða góðan samning sem verður samþykktur.
Af hverju vilja menn ekki góðan samning?
Hver borgar milljónakostnað við NEI við ESB flettiskiltin?
Sá sami/sama sem kostar miljarða kostnað Morgunblaðsins.
„Íslenska þjóðin mun samþykkja samning um aðild að Evrópusambandinu“ …segirðu, er það þá nokkur furða að hluti VG sé brjálaður?
Well, sá hinn sami skammast sín amk. fyrir skoðanir sínar.
Bændasamtökin lögðu einhverjar milljónir ti Heimssýnar í styrk og þau standa víst fyrir þessu.
Ef ég man rétt fengu Bændsamtökin 530 milljónir frá skattgreiðendum í styrk árið 2010.