Miðvikudagur 12.01.2011 - 10:08 - Rita ummæli

ÍLS á einungis 0,82% íbúða!

Þrátt fyrir efnahagshrun þá hefur Íbúðalánasjóður einungis eignast 0,82% íbúða á Íslandi.  Íbúðalánasjóður á nú 1.070 íbúðir sem sjóðurinn hefur leyst til sín.  Íbúðir á Íslandi eru alls 130.074.  Ótrúlega lágt hlutfall miðað við erfitt efnahagsástand.

Fjölmiðlar fara hins vegar mikinn og láta eins og að Íbúðalánasjóður sé að eignast hálft landið.  Reynt er að fá almenning til að halda að Íbúðalánasjóður sé að fara á hvolf vegna þessa. Því fer fjarri.

Umtalsverður hluti þessara íbúða eru íbúðir sem sjóðurinn hefur þurft að leysa til sín frá leigufélögum.  Stór hluti þeirra íbúða er í leigu. Þá er töluverður hluti íbúðanna fokheldar en ófrágengnar íbúðir. Eitt þúsund íbúðir í tímabundinni eigu Íbúðalánasjóðs setur þá öflugu fjármálastofnun ekki á hvolf.

Það má ekki gleyma að Íbúðalánasjóður var eina stóra fjármálastofnunin sem stóð af sér efnahagshrunið. Staða sjóðsins var trygg.  Ákvörðun ríkisstjórarinnar að leggja sjóðnum til 33 milljarða í eigið fé – reyndar án þess að þurfa þess – sjóðurinn var hvorki að fara í þrot né greiðslufall framundan – gerir það að verkum að Íbúðalánasjóður er langöflugasta og traustasta fjármálastofnun landsins.  Eigið fé sjóðsins er nú að verða nærri tvöfalt hærra en það var hæst fyrir hrun!

Eyjan fer mikinn í dag og staðhæfir – ranglega – að Íbúðalánasjóður standi illa.  Fyrirsögnin er:  Íbúðalánasjóður stendur illa: Eignast 723 íbúðir 2010.  Mér þykir vænt um Eyjuna og því finnst mér erfitt að lesa svona bjánafyrirsagnir sem afhjúpa þekkingarleysi blaðamanna Eyjunnar á Íbúðalánasjóði og húsnæðismálum.

Hvernig getur Íbúðalánasjóður staðið illa þegar eigið fé er orðið helmingi hærra en hæst varð fyrir hrun?  Sérstaklega í ljósi þess að sjóðurinn stóð af sér hrunið – þótt gengið hafi verið á eigið fé sjóðsins vegna efnahagsáfallanna?

Hvernig getur Íbúðalánasjóður staðið illa með þessa sterku eiginfjárstöðu þótt hann eignist örfáar íbúðir – 0,82% hluta af heildarfjölda íbúða á landinu?

Svar óskast frá blaðamanni Eyjunnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur