Fimmtudagur 13.01.2011 - 22:04 - 11 ummæli

Sérkennileg bóndabeygja

Merkilegt hvað malbiksbændurnir við Hagatorg leggja á sig til að vinna gegn hagsmunum bænda og landbúnaðar á Íslandi.

Nú er að koma upp á yfirborðið afhverju það urðu ritstjóraskipti á hinu ríkisstyrkta Bændablaði á dögunum. Ljóst hver ráðningarkrítería nýja ritstjórans hefur verið.

Svohljóðandi frétt tók ég af vef DV:

„Þröstur Haraldsson sagði upp sem ritstjóri Bændablaðsins í haust vegna sívaxandi þrýstings frá forystumönnum Bændasamtakanna sem vildu að blaðið talaði sérstaklega mál bændaforystunnar í fréttaflutningnum í stað þess að þeir héldu sig til hlés sem eigendur og útgefendur og létu ritstjórnina sjá um að skrifa fréttir í blaðið.

Þetta sagði Þröstur í samtali við síðdegisútvarp Rásar 2 í dag. Hann segist hafa byrjað sem ritstjóri árið 2006 og blaðið gengið vel. Þegar Eiríkur Blöndal tók við sem framkvæmdastjóri Bændasamtakanna hafi margt breyst. Formaður bændasamtakanna og framkvæmdastjóri vildu fá að lesa allt efnið fyrirfram áður en það var birt.

„Það urðu ýmsar deilur um það. Málið er ég held að þetta hafi verið óöryggi nýs framkvæmdastjóri til einhvers sem hann þekkti ekki. Hann getur ekki lifað við þá óvissu að það standi eitthvað í blaðinu annað en hann það sem hann vill,“ sagði Þröstur í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 í dag.

Þröstur sagði að sú stefna hefði verið sett að bændablaðið ætti að halda uppi málstað bænda gagnvart Evrópusambandinu. „Það var beinlínis gerð sú krafa til okkar að við værum komnir í stríð gegn Evrópusambandinu og finna allt neikvætt um það,“ segir Þröstur og bætti við að forystumenn samtakanna hefðu sagt að það væru nóg af öðrum fjölmiðlum til að finna það jákvæða við Evrópusambandið. Þröstur segist ekki hafa verið sáttur við þennan þrýsting.

Hann sagðist hafa hætt eftir að stjórnendur Bændasamtakanna settu þá stefnu að þeir myndu sitja ritstjórnarfundi Bændablaðsins. Sú stefna er við lýði nú á blaðinu að sögn Þrastar og var tekin upp í síðastliðið haust.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Kallar þetta ekki á umræður meðal bænda?

  • Er eitthvað við þetta að athuga. Ritstjórinn er ráðinn af bændasamtökunum til að gæta þeirra hagsmuna. Bændasamtökun telja það ógn við hagsmunin sína að tala vel um ESB og ég skil það mjög vel. Ef ritstjórinn vill ekki gæta þessara hagsmuna þá á hann að finna sér aðra vinnu sem hentar honum betur og ekkert nema gott um það að segja. Kannske á Össur laust pláss vegna allra styrkjanna sem ESB vill dæla inn í landið. Ritstjórninn hlýtur að vera góður kandidat, hann veit allavegana hvernig blndur hugsa. Held líka hallur minn að þú ættir að færa þig yfir í Samfó. þar áttu heima. Með góðri kveðju héðan að norðan.

  • Baldur Kristjánsson

    Þetta er alveg dæmalaust og líka þetta komment hér fyrir ofan. Sumt fer afturábak. Bkv. baldur

  • Magnús Björgvinsson

    Halli það er þá svona sem að þú villt að fjölmiðlar starfi: Þ.e. Segja bara frá því sem hentar málstað eigendana. Bændablaðið er væntanlega upplýsingarit fyrir bændur og það á þá bara ekki að upplýsa þá um kosti og galla? Bara að halda áfram einhverju heilaþvotti sem stjórn Bændasamtakana (sem rekin eru á okkar kostnað ) vill halda að sínum félagsmönnum.
    Voru menn ekki að tala um að hér væri upplýst umræða?

  • Jóhannes

    Forystu bændasamtakanna hefur tekist nokkuð vel að skapa þá ímynd af bændastéttinni í heild að þar fari öfgafullir og afturhaldssamir sérhagsmunapúkar sem virði hagsmuni neytenda lítils. Er það nema von að fólk velti fyrir sér af hverju í ósköpunum það eigi að greiða háa skatta til að halda úti starfsemi sem vinnur svo freklega gegn hagsmunum þess sem neytendur.

  • Halli
    „Er eitthvað við þetta að athuga. Ritstjórinn er ráðinn af bændasamtökunum til að gæta þeirra hagsmuna.“

    Þetta hér að ofan er dæmigert við horf hinna þröngsýnu. Gott að þú vekur athygli á þessu hér.

    Hagsmunir bænda eiga jú að vera í forgrunni og þá er eðlilegt að blaðið reyfi þeirra mál frá mörgum sjónarhornum.

    Að mínu áliti og margra annarra er hagsmunum betur borgið innan ESB (með góðum samningi að sjálfsögðu) og því ber Bændaforystunni og þá Bændablaðinu að upplýsa kosti og galla aðildar. EKKI BARA GALLANA.

  • Gott að þú vekur athygli á þessu hér Hallur.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Sæll Hallur! Þetta er auðvitað enn einkennilegra þegar horft er til þess að Bændasamtökin (stéttarfélag bænda) fá 526 milljónir af skattfé landsmanna, sem m.a. er eytt til Heimssýnar og til að gefa út Bændablaðið og styrkja þar með þá, sem vilja draga aðildarumsókn að ESB til baka.

    Ég veit ekki til að nein önnur samtök launamanna eða hagsmunasamtök geti vaðið í skattfé landsmanna til að berjast fyrir sínum sérhagsmunum og gegn hagsmunum heildarinnar!

  • Reynir Sigurðsson

    Ritskoðun heitir þetta á mannamáli.

  • Hallur Magnússon

    Halli!

    Ég er mikill talsmaður raunverulega hagsmuna bænda. Sárnar mjög sú fátækragilda sem sérstaklega sauðfjárbændur hafa lifað við undanfarna áratugi – og horfi með sorg í hjarta á gjaldþrota kúabú sem væntanlega eru á leið í eigu bankanna.

    Ég vil sjá öflugan íslenskan landbúnað og blómlegar sveitir – í stað þeirrar uppdráttarsýki sem því miður hefur verið einkenni íslenskra sveita undanfarna áratugi.

    Íslenskur landbúnaður á mikil sóknarfæri!

    Er það ástæðan fyrir því að þú vilt mig í Samfylkinguna?

    Þú getur reyndar treyst því að ég geng ekki í stjórnmálaflokk á næstunni. Aldarfjórðungurinn í Framsókn er nóg í bili.

  • Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir

    Taka þessa peninga af þeim, og nota þá til að styðja við hagsmunasamtök gamls fólks sem á að henda út af hjúkrunarheimilum

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur