Ferðamálastofa virðist í ímyndarherferð. Markhópurinn er ekki erlendir ferðamenn heldur íslenska þjóðin. Ímyndarherferðin felst ekki í að fjölga ferðamönnum heldur að telja þjóðinni trú um að Ferðamálasstofa standi sig vel!
Því er slegið upp eins og stórfrétt að ferðamannafjöldinn í fyrra hafi verið sá sami og árið 2009. Hins vegar er ekki haft hátt um þá staðreynd að breyting hefur orðið á ferðamannahópnum. Í stað vel borgandi ferðamanna sem gista á hótelum og nýta hágæða veitingastaði, leigubíla og tekjuaflandi afþreyingu virðast í auknu mæli komið bakpokalið sem eyðir litlu, gistir í tjöldum og tekur strætó.
Eyjan dregur þetta vel fram í fréttaumfjöllun sinni og bendir á að samkvæmt tölum hagstofu Íslands fækkar gistinóttum:
„Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fækkaði gistinóttum aftur á móti um 3% á fyrstu 11 mánuðum ársins 2010 miðað við árið 2009.“
Síðan er fjallað um tölurnar sem Ferðamálastofa leggur áherslu á að birta:
„Samkvæmt tölum Ferðamálastofu er heildarfjöldi erlendra gesta á árinu 2010 um 495 þúsund. Það er um 0,2% aukning frá árinu 2009, en þá voru gestir 494 þúsund. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fækkaði gistinóttum aftur á móti um 3% á fyrstu 11 mánuðum ársins 2010 miðað við árið 2009.“
Síðan fylgir Eyjan eftir með því að ræða við fleiri aðilja:
„Hjá Höfuðborgarstofu fengust þau svör frá Sif Gunnarsdóttur að það megi sjá merki um samdrátt í tölum þeirra um gestakomu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti…“
Ferðaþjónsutan er okkur afar mikilvæg. Stjórnvöld reyna hins vegar að gera allt til þess að koma í veg fyrir að atvinnugreinin blósmtri og skili okkur auknum með vanhugsuðum ferðamannasköttum og sköttum á mat og drykk.
Við þurfum á ferðamönnum að halda sem eyða miklu. Ekki bakbokaliði sem eyðir litlu. Þótt VG hafi samkennd með slíkum ferðamönnum.
Sæll Dúlli minn! Þetta eru ágætis pælingar hjá þér og gaman þegar menn hafa metnað fyrir hönd ferðamannaiðnaðar á Íslandi. En þarft þú ekki að kynna þér aðeins betur mismunandi hlutverk Ferðamálastofu og Íslandsstofu, sem ber ábyrgð á markaðssetningu Íslands erlendis? Það er ágætt að hafa „manndóm til að hafa eigin skoðun“ en það er betra að menn kynni sér málin og hafi allar forsendur á hreinu…
Það er ekki gáfulegt að tala niður til bakpokalíðs þar eru á ferðinni framtíðar Íslandsvinir.
Þrátt fyrir allt getum við verið þakkát fyrir hve vel úr rættist með síðasta ferðamanna ár.
Verum jákvæð sem flest, það eru nógir til að tala allt niður.
Sérkennileg afstaða – ertu að leggja til áherslu á að markaðssetja klakann sem háenda (e: high-end) ferðamannastað?
„Enga klinkteljandi náttúruunnendur takk“?
Fáránlegur pistill hjá Halli Magnússyni. Heldur hann virkilega að hingað til Íslands komi ferðamenn eingöngu til að gista í þessum fáu góðu hótelum í Reykjavík, borða á veitingarstöðum sem er góðir , mjög góðir, en ekki margir og fari síðan heim til sín. Auðvitað ekki. Ferðamenn vilja sjá landið, þessvegna koma þeir, eingöngu þessvegna. En út á landi eru ekki til góð hótel og enn færri góðir veitingastaðir. Ísland verður því aldrei ferðamannaland ríka fólksins. Burtséð frá mjög litlum hóp þeirra sem fara í dýrar laxveiðiár.
Annars er Ísland ekki lengur ódýrt ferðamannaland, þrátt fyrir gengishrunið. Því eitt kunna Íslendingar vel; að hækka verðið.
Skrýtið viðhorf.
„Bakpokaliðið“ er einmitt fólk sem eyðir ótrúlega miklu. Það er með lítið af plássi með sér, sem þýðir að það þarf að kaupa töluvert af matvöru, aðstöðu og þvíumlíkt. Þetta „lið“ nýtir allskyns gistimöguleika. Ekki spillir að þetta er akkúrat fólkið sem kann að ganga um náttúruna af virðingu.
Það er nefnilega staðreynd að náttúran okkar er ein af helstu ástæðum þess að fólk kemur hingað.
Það fólk sem kemur hinsvegar á húsbílunum (að utan) er að skilja tiltölulega lítið eftir sig þar sem það oft á tíðum kemur með bílinn drekkhlaðinn af öllum þarfavörum.
Ísland var alltaf „bakpokaferðamannaland“ og afhverju ætti það eitthvað að breytast í framtíðinni? Sá sem flýgur til Mallorca flýgur ekki til Íslands, og öfugt. Ég er feginn að Mallorcatúristarnir komi ekki til Íslands, takk.
Þeir sem hafa vit á að njóta náttúrunnar hafa yfirleitt líka vit á að forðast „rándýrar búllur“ (hótel, veitingastaði, ÁTVR). Já, Ísland er þrátt fyrir lækkun gengis íslensku krónunnar ennþá rándýrt fyrir venjulega erlenda ferðamenn.
Krónan mun hrynja þegar og ef gjaldeyrishöftin verða tekin af. Kannski koma þá Mallorcatúrestarnir og eyða sínum aurum hérna…
„Vandamálið“ er alls ekki nýtt og alls ekki flokkapólitískt (þú nefndir víst VG sem „sökudólg“).
1000 gestir sem borga 10.000 ÍSK fyrir nóttina eru verðmætari en 20 sem borga 100.000.
1000 gestir sem borga 2.000 ÍSK fyrir góðan nýveiddan fisk á veitingastað eru verðmætari en þeir 140 sem eru tilbúnir að borga 5.000 ÍSK fyrir skammtinn. Ég er hér ekki bara að tala um ágóða hótels- eða veitingamannsins, ég er að tala um ágóða fyrir allt þjóðfélagið.
Og gott væri nú að geta leyft sér að panta eitt rauðvínsglas með, ha?
Það mætti ætla að hér skrifi öfgasinnaður framsóknarmaður sem fimbulfambar um atvinnugrein sem hann ekki skilur.
Ferðamenn sem hafa í fórum sínum bakpoka dreifast um allt land, standa undir áætlunarferðum um dreifðar byggðir, kaupa þjónustu og afþreyingu sem oft skiptir sköpum um búsetu og eru mun mikilvægari fyrir greinina en þeir sem gista á yfirveðsettum hótelum í 101.
Það er svipað með ferðaþjónustuna og álverin; menn lifa af eftirtekjunni en ekki veltunni.
Verðmætustu ferðamennirnir eru þeir sem koma á veturnar því þeir kosta enga fjárfestingu
Meira að segja bandaríkin hin frjálsu eru nýfarin að leggja 14 dollara skatt á hvern ferðamann sem kemur til landsins.
Þau eru kannski svo merkileg að þau mega það. En við erum náttúrulega ekki nógu merkileg.
Svo reikna ég með að íslendingar séu inni í tölum um gistinætur. Þannig að þetta verður aldrei alveg samanburðarhæft.
Ég vann einu sinni sumarpart á Farfuglaheimilinu í Laugardal. Þangað kemur væntanlega hinn dæmigerði bakpokaferðalangur, eins og Hallur skilur hugtakið. Og jú, það er rétt, þessir gestir notuðu ekki mikla peninga í gistingu en þess meira í ferðir og upplifanir. Þeir borguðu, á þessum tíma, 1400 kr. nóttina fyrir gistingu í svefnpokaplássi í herbergi með öðrum en notuðu svo tífalda þá upphæð í eina skoðunarferð.
Þannig forgangsraðar þessi hópur. Þess vegna skiptir máli að bjóða upp á góðar skipulagðar ferðir og góðar samgöngur. Seinna má svo eiga von á að þetta fólk komi aftur til Íslands og gisti þá á hóteli og noti meiri peninga. Ekki gera lítið úr ,,bakpokaferðalöngum“.
Pistill Halls lýsir annars því hugarfari sem er til hjá of mörgum og kemur í veg fyrir að Ísland verði vinsælt ferðamannaland. En það er sú skoðun að græða eigi og okra á ferðamönnum eins mikið og mögulegt er.
Jú, menn koma einu sinni, en ekki aftur.
gættu þín Hallur, þú ert komin á hálan ís. öfga liðar í VG eru þegar mættir til að rakka þig niður.
það sem við þurfum er vel borgandi túristi sem borgar fyrir jeppa ferð upp á hálendið svo dæmi sé tekið. eitthvað sem vinir bakpokaferðamannsins hér að ofan vilja með öllu móti vinna gegn og koma í veg fyrir.
Ingibjörg talar um að bakpokaferðamaðurinn hafi eytt alveg heilum 14 þúsund kalli í einni skoðunarferð. við þurfum ferðamenn sem eyða tugum þúsunda í einni skoðunarferð.
Stormur það eru hótel á fleiri stöðum en í 101. það mun aldrei byggjast upp ferðamannaiðnaður á landsbyggðinni ef það eru bara bakpoka puttalingar sem koma til landsins. þeir eru ekki að fara að halda uppi ferðamannaþjónustu t.d. á Þingeyri eða Patreksfirði sem yrði nægjanlega öflug að fólk gæti lifað af tekjunum allt árið.
ég gæti best trúað því að þegar allt er tekið saman þá myndi bakpokaferðamaðurinn kosta okkur miðað við þá þjónustu sem hann notar. allavega miðað við þær hugmyndir sem heyrst hafa í Vatnajökulsþjóðgarði um lokun á öll farartæki og síðan að reisa gisiskála, tjaldstæð og kamra á nokkura kílómetra fresti handa bakpokaferðamanninum sem ætlar í hálendisgöngu.
Veit ekki hvað þú hefur fyrir þér í þessari pælingu Hallur, en þú gerir þér væntanlega grein fyrir að tjaldsvæði er lítil fjárfesting miðað við nokkurra stjörnu hótel. Tekjur eru hlutfallslega meiri á tjaldsvæði en hóteli og þú ert fljótari að ná inn fyrir kostnaði. Tjaldsvæði kostar lítið þegar það er ekki í notkun en hús þaf að hita, vakta og tryggja en fátt fer ver með vatns og frárennslislagnir en notkunarleysi, en það eru örlög gistihúsa um allan heim að standa ónotuð,án tekna hluta ársins. Þetta á við um bílaleigubíla versus rútur og veitingastaði versus verslanir. Miklu skiptir líka að dvalartími bakpokalýðs er amk 2svar til sinnum lengri en þotuliðsins. Álag gönguklossafólksins og hjólreiðamannanna á umhverfi landa og sjóði er minna en annarra ferðalanga. Þetta er ekki bara raus í mér. Það eru um 15 ár eða meira síðan Ástralir urðu fyrstir manna til að átta sig, með rannsóknum, á að það kemur meira í bakpokum í landssjóði en Guccitöskum.
Mér þykir vænt um bakpokaliðið. Svona eins og VG.
En við þurfum ekki aukningu á slíkum ferðamönnum. Við þurfum aukningu á „Cucci“ liðinu – eins og Stefán Benediktsson kallar það.
Bakpokaliðið gerir ekki það sama fyrir þá fjárfestingu sem er vannýtt stóran hluta ársins – og Cucci liðið.
Við þurfum að auka fjölda ferðamanna verulega – og við verðum að tryggja að sú fjölgun séu vel stæðir – vel borgandi ferðamenn.
… og Stefán.
Ertu viss um að það sé rétt að bera Ísland saman við Ástralíu?
Það er mikill munur – bæði á stærð og fjarlægð frá öðrum löndum!
Hæsta gjaldþrotatíðni í íslenskri ferðaþjónustu er á meðal fyrirtækja sem sérhæfðust í Gucci liðinu.
Hér er um að ræða hótel í dýrari kantinum þar sem 80-100 tekjudaga duga ekki til að lifa árið.
Hinn gjaldþrotaarmurinn eru fyrirtæki í hvata og lúxusferðageiranum. Þar hafa oft komið góðar tekjuhrotur en tilkostnaður hefur verið óásættanlegur.
Rannsóknin sem Stefán vitnar til er heimsfræg og hefur haft áhrif á heimsvísu. Flestir upplýstir menn gera sér grein fyrir því að mikilvægt er að hafa breiða flóru ferðamnna sem nýta sér mismunandi þjónustu og dreif sem mest í tíma og rúmi.
„Gucci“ liðið er einskorðað við ca 3 klst akstur frá Reykjavík og þríhyrninginn AEY-HUS-MYV.
Þetta er álíka bábilja hjá þér Hallur, og að halda því fram að við ættum bara að veiða þorsk af því þar sé hæst kílóverð!
Stormur.
Sú fjárfesting er til staðar. Hún er ekki nýtt nema af hluta til af bakpokaliðinu. Þess vegna þarf að fjölga Cucci liðinu. Til að nýta fjárfestinguna. Og tryggja aukna atvinnu.
Punktur.