Mér var nýlega boðið landakaffi. Hef ekki fengið slíkt síðan ég bjó á Vopnafirði og Borgarfirði eystra. Þá var engin áfengisútsala á Vopnafirði. Þetta er þróunin. Sætur heimilisiðnaður í anda VG og í boði VG.
„Minnkandi sala á áfengi á síðasta ári hefur haft áhrif á áætlanir ríkissjóðs um tekjur af áfengisgjaldi á þessu ári. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2011 var reiknað með tekjum upp á 11,2 milljarða króna en í samþykktum fjárlögum var talan komin niður í 10,8 milljarða króna. Lækkunin nemur 400 milljónum króna….“
Úr frétt mbl.is : „Áfengisgjald skilar minni tekjum en reiknað var með“
Það er ekki í lagi með skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Hún eykur landabrugg, dregur úr skatttekjum og hrekur burt ferðamenn.
Sæll Hallur.
Þetta er vel sagt og kominn tími til að tekið verði á þessari dellu. Lýðheilsustofnun og SÁÁ notar svo þessa tölfræði til að benda á minnkandi áfengisneyslu með hækkandi verðlagi, þegar raunin getur verið allt önnur.
Mér sýnsist að þessi skatthækkun á áfengi hafi í reynd verið 400mkr. styrkur til skipulagðrarglæpastarfsemi.
Rétt hjá ykkur.
Þetta er framlag „velferðarstjórnarinnar“ til skipulagðrar glæpastarfsemi.
Svo eykur þetta brjálæðislega verð á áfengi einnig fíkniefnaneyslu.
Allt í boði velferðarstjórnarinnar.
Það er alltaf hætta á ferðum þegar öfgar leysa skynsemina af hólmi.
Án þess að verja VG eitthvað sérstaklega mætti þá kannski benda þér á að ástæður þess að nauðsynlegt er að hækka skatta og gjöld má örugglega rekja til annarra flokka, líklega í þessari röð D,B,S,V…
og hvernig er það, er ekki bannað að brugga landa? http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/135a/1998075.html&leito=%E1fengislag
ertu þá ekki örugglega búinn að láta lögguna vita af þessum sem bauð þér upp á landann?
Sæll
Þú hittir naglann á höfuðið. VG og skoðanabræður þeirra telja að skattar séu hreinn prósentureikningur, hækka um 15% og þá kemur 15% meira inn
Takk annars fyrir þessa góðu síðu, hér eru margar áhugaverðar og vel skrifaðar greinar.
Gunnlaugur Ásgeirsson.
Hallur – eftirfarandi er í nýjustu skýrslu AGS. Við erum sennilega minni vinir nú en síðast. En, „no hard feelings“ þá held ég að þú hafi áhuga á þessu.
Þetta skýrir nefnilega margt. Orðrétt: sjá bls. 18
http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2011/cr1116.pdf
„28. The authorities and staff concurred on the need for further action to strengthen non-banks (LOI ¶26). Specifically, the government will inject by end-December sufficient capital into the Housing Finance Fund (HFF) to bring its capitalization to 5 per cent of its risk-weighted assets (2¼ percent of GDP). The authorities also plan to prepare a timeline to harmonize the HFF capital requirements to those of other financial institutions, and submit legislation that will put the HFF under FME regulatory and supervisory authority. Leasing companies and other specialized non-deposit taking financial entities will be recapitalized by their creditors by end-February 2011.“
Ég skil þetta þannig, að til standi að krefjast sama eiginfjárhlutfalls af Íbúðalánasjóði og bönkunum, og síðan að setja hann eins og bankana undir FME.
Ég get ekki skilið þetta öðruvísi, en að ríkisstj. sé að hverfa frá því að hafa þetta sem lánastofnun með félagslegt hlutverk.
Þess í stað, verði þetta að harðri viðskiptasinnaðri stofnun – ef til vill undirbúningur undir það, að láta hana renna inn í einhvern bankann.
Kveðja
Já það hefur hvarflað að mér atvinnulausum manninum að fara út í að brugga og selja. Ég þarf ekki annað en að skondrast norður í sveitir og sækja þar tól og tæki sem ég á til þess arna. Væri fínt að drjýgja tekjurnar aðeins.
Einar Björn.
Takk fyrir þetta.
Ekki veit ég af hverju við ættum að vera minni vinir núna en áður 🙂
Íbúðalánasjóður hefur reyndar verið undir Fjármálaeftirlitinu frá því 2004 – en það breytir ekki því sem þarna stendur – og bendir á að menn hugsa sér jafnvel að afnema ríkisábyrgðina.
OK 🙂
Kv.