Sunnudagur 16.01.2011 - 11:19 - 10 ummæli

Ríkisábyrgð ÍLS afnumin?

Nýjasta skýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um Ísland gefur til kynna að íslensk stjórnvöld séu að undirbúa afnám ríkisábyrgðar af fjármögnun Íbúðalánasjóðs.  Það skýrir ákvörðun stjórnvalda að leggja Íbúðalánasjóði að óþörfu til 33 milljarðar til viðbótar því eigin fé sem sjóðurinn býr yfir.

Í skýrslunni segir meðal annars:  „The authorities also plan to prepare a timeline to harmonize the HFF capital requirements to those of other financial institutions.“

Það er ljóst að ef eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs verður það sama og lágmarkseiginfjárhlutfall fjármálastofnanna þá er samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið forsendur ríkisábyrgðar Íbúðalánasjóðs brostnar.

Kaflinn um Íbúðalánsjóðs í skýrslunni er eftirfarand:

„28. The authorities and staff concurred on the need for further action to strengthen non-banks (LOI ¶26). Specifically, the government will inject by end-December sufficient capital into the Housing Finance Fund (HFF) to bring its capitalization to 5 per cent of its risk-weighted assets (2¼ percent of GDP). The authorities also plan to prepare a timeline to harmonize the HFF capital requirements to those of other financial institutions, and submit legislation that will put the HFF under FME regulatory and supervisory authority. Leasing companies and other specialized non-deposit taking financial entities will be recapitalized by their creditors by end-February 2011.“

Reyndar hefur Íbúðalánasjóður verið undir Fjármálaeftirliti frá því árið 2004.

En stjórnvöld skulda almenningi svör við því af hverju þau  kusu að dæla tugmilljörðum að óþörfu inn í Íbúðalánasjóð.

Það hafa engar skýringar komið frá stjórnvöldum vegna þessa. Enda veit ég ekki til að neinn blaðamaður hafi haft rænu á að spyrja fjármálaráðherra, velferðarráðherra eða forsætisráðherra um ástæður þessa – jafnvel þótt að um 33 milljarða hafi verið að ræða!!!

Ætla stjórnvöld að afnema ríkisábyrgð á fjármögnun sjóðsíns?

Ætla stjórnvöld að einkavæða Íbúðalánasjóð?

Ef ekki – hvernig ætla stjórnvöld að skýra þessar aðgerðir sínar?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Gunnar Skúli Ármannsson

    Sæll,

    góður og þarfur pistill. Ég held að það komi fram í gömlum skýrslum sjóðsins um Ísland, frá 2001 ef ég man rétt, ósk þeirra um einkavæðingu ÍLS.
    Það er nokkuð víst að AGS vill einkavæða ÍLS.
    Það sem þú bendir réttilega á er stóra spurningin, vill íslenska ríkistjórnin það líka. Og það versta að enginn blaðamaður nennir að setja sig inn í málin.

  • hvað heldur þú hallur?

    mér finnst þetta einhvernveginn ekki ganga upp. nema það standi til að sameina við landsbankann eða selja batteríið.

    við erum með allt of mikið fjármálabatterý, hér, það verður að minnka.

  • Hallur er ekki nokkuð ljóst að þó ríkisábyrgð verði afnumin af Íbúðalánasjóði þá gildir samt ríkisábyrgð á þeim HFF skuldabréfum sem sjóðurinn hefur gefið út til þessa ? Varla dettur nokkrum manni í hug að afnám ríkisábyrgðar geti verið afturvirkt? HFF skuldabréf Íbúðalánasjóðs með bakábyrgð ríkissjóðs eru lang öruggasta ávöxtunarleiðin sem almenningur hefur í dag og mikið betri en venjuleg ríkisskuldabréf. Ástæðan ? Jú á bak við skuldir Íbúðalánasjóðs standa eignir sem eru kröfur á nánast hvert einasta íbúðarhúsnæði á landinu og svo kemur ríkisábyrgðin þar ofan á. Almenningur ætti því fyrst og fremst að geyma langtíma sparifé sitt í HFF skuldabréfum.

  • Þórdís Sigurþórsdótti

    Við vitum alveg að AGS vill að ÍLS verði einkavæddur! Allt annað er gegn stefnu AGS. Það hefur líka komið fram áður.

  • Gaman að sjá að AGS hefur tekið upp helsta slagorð búsáhaldabyltingarinnar HFF (helvítis fokking fokk) 🙂
    En svona að öllu gamni slepptu þá lá það ljóst fyrir í upphafi samstarfsinsvið AGS að íbúðalánasjóður yrði einkavæddur – það ku vera meginstef í „hjálpastarfi“ AGS að einkavæða sameignir samfélaga.
    Kveðja að norðan.

  • Er það ekki hiða besta mál að afnema rikisábyrgðina………þá fá menn fullkomna vissu um hvað þarna sé verið að gera góða hluti einsog þú hefur sagt frá í pistlum þínum….sama þarf að gerast í raun með fleiri fyrirtæki og sveitarfélög

  • Ég vissi Hallur að þú myndir nýta þessar upplýsingar 🙂

    Já, þ.e. erfitt að sjá af hverju eiginfé Íbúðalánasjóðs á að vera það sama, nema að sá eigi að starfa án ríkisábyrgðar í framtíðinni.

    Mig grunar einnig, að félagslegt hlutverk hans verði tónað niður eða afnumið með öllu.

    Merkilegt að þarna er vinstristjórnin að því er virðist að hrinda af stað gömlum draumi Sjálfstæðismanna.

    En, hvers vegna ætti sá flokkur að fara í stjórn, ef ríkisstj. framkv. hans stefnu?

    Kv.

  • …2010………2011……..2012………2013……….2014……..2015

    Nominal GDP (bln ISK)
    .1551.4…..1628.2……1726.2……1820.2……1934.2…..2052.7

    Balance of Payments

    Extraordinary financing
    ….51.3………11.5………-3.1……….-3.9……….-3.0……….-3.2

    Vaxtagj. 2011 skv. fjárlagafrumv. 75,1 ma.kr
    ……………………………51,8.ma….71.ma……..58,03………65,7

    Skv. tölum AGS fæ ég ekki betur séð en að kostnaður af AGS lánapakkanum sé:

    51,8 ma.kr 2012.

    71 ma.kr. 2013

    58,03 ma. kr. 2014

    65,7 ma.kr. 2015

    Shit – holy shit.

    Plís segðu að ég hafi rangt fyrir mér. En, skv. þessu erum við í djúpum skít – en skv. eftirfarandi:

    Iceland should continue to build up its stock of international reserves:

    * Although gross reserves have increased considerably over the past year, they remain inadequate relative to standard benchmarks.
    * Thus, the increase in non-borrowed reserves in recent months is welcome.
    * Purchases must continue, and amounts should be scaled up given the favorable balance of payments outlook.
    * Iceland should also continue to draw on available official financing.
    * The CBI’s recent steps to improve liquidity management are welcome, but additional efforts are needed to enhance liquidity forecasts and undertake more highfrequency operations. (bls. 22 í AGS skýrslu)

    Eins og ég skil þetta, í samhengi við þ.s. er að ofan; þarf allt lánsféð til að Ísland eigi möguleika á skv. þeirra skoðun að forðast greiðsluþrot.

    Kv.

  • Mr. Crane

    Það er mjög ótrúlegt að þessi ríkisstjórn afnemi ríkisábyrgðina. Því miður. Það væri ótrúlega jákvætt skref fyrir efnahagskerfið hér „going forward“ að aftengja ríkisábyrgðina. Þá minnka áhrif þessa efnahagslega terrorista sem ÍLS er.

    Ástæða þess að það þarf meira eigið fé í ÍLS er að hann var settur á hausinn af stjórnmálamönnunum sem hafa stjórnað honum. Ef hann fær ekki meira eigið fé þá er hann ekki greiðslufær og því yrði greiðslufall á skuldabréfum sjóðsins og það þyrfti að sækja ríkisábyrgðina með þeim formlega hætti sem ábyrgðir kalla á. Viðbótar eigið fé er líka nauðsynlegt svo lífeyrissjóðirnir geti fjárfest áfram í skuldabréfum útgefnum af sjóðnum.

  • Þórhallur Jósepsson

    Einfalda myndin:

    Afnám ríkisábyrgðarinnar þýðir: Byrðin léttist á ríkissjóði og flyst yfir á almenning, þ.e. lánshæfismat ríkissjóðs batnar, en versnar hjá almenningi. Það verður erfiðara að fá lán til íbúðakaupa (sérstaklega fyrir ungt fólk) og dýrara að borga af lánunum.

    Til bóta? Svari hver fyrir sig!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur