Mánudagur 17.01.2011 - 15:25 - 5 ummæli

Neysluviðmið Pandórubox Jóhönnu!

Það var djarft af Árna Páli Árnasyni þáverandi félagsmálaráðherra að láta vinna neysluviðmið sem endurspegla ætti raunverulega framfærsluþörf Íslendinga.  Sérfræðingar úr HÍ hafa skilað af sér niðurstöðunni, en eitthvað virðist ríkisstjórnin heykjast á því að birta neysluviðmiðin.

Eðlilega. 

Afleiðingarnar verða eins og að opnað hafi verið Pandórubox.

Það var ljóst frá upphafi að neysluviðmið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnvöld. Allar líkur voru á því að viðmiðið yrði miklu mun hærra en bætur frá hinu opinbera sem ætlaðar eru til að tryggja fólki framfærslu. Bæði tryggingabætur og atvinnuleysisbætur.

Þá eru allar líkur á að framfærsluviðmið í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga séu allverulega lægri en neysluviðmiðið.

Reyndar eru einnig líkur á því að lágmarkslaun hrökkvi skammt upp í viðmiðið.

Afleiðingar þess að birta neysluviðmið fyrir Íslendingar munu verða aukinn þrýstingur á stjórnvöld um að hækka verulega bætur almannatrygginga, atvinnuleysisbætu og barnabætur.

Það verður stóraukinn þrýstingur á sveitarfélög að stórhækka viðmið fjárhagsaðstoðar.

Og það verður stóraukinn þrýstingur af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að tryggja skjólstæðingum sínum verulega hækkun launa.

Vandamálið er að hvorki ríkissjóður, sveitarfélögin né atvinnulífið hefur efni á því að uppfylla þær væntingar sem „norræna velferðarstjórnin“ vekur með neysluviðmiðinu.

Það er kaldhæðnislegt að neysluviðmiðið sem lengi hefur verið baráttumál Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra mun að líkindum verða hennar Pandórubox.

Kannske heldur hún bara Pandóruboxinu lokuðu.  Kemst hún upp með það?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Maður getur ekki annað en hlakkað til þegar box Pandóru verður opnað. Hins vegar eru, af fenginni reynslu af íslenskum stjórnmálamönnum, verulegar líkur á að annað af tvennu gerist: innihaldi boxins verði breytt mikið og/eða að því verði einfaldlega lokað og læst.
    Kveðja að norðan.

  • Svartálfur

    Ætli þetta sé ekki bara rétt hjá þér.

  • Svo gegnsætt að það sést ekki!

  • Trausti Þórðarson

    Eigum við ekki öll að vona að Jóhanna sitji sem fastast á lokinu? nema við viljum hærri skatta.

  • Margrétj

    Hárrétt hjá þér. Þetta er ríkisstjórninni til háborinnar skammar. Eins og ALLT annað og alls ekki við öðru að búast.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur