Það var algjör þorrasnilld á veitingahúsinu Höfninni sem staðsett er í gömlu verbúðunum skammt frá hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn. Þorramatseðillinn uppfyllir bæði kröfur súrmats- og hákarlaæta og fínlegri bragðlauka. Snilldarlausn fyrir pör sem ekki eru sammála um þorramatinn!
Alætan ég smakkaði á öllum réttunum – sem voru í grunninn á þjóðlegum nótum – en útfærslan alþjóðleg á köflum.
Ljúfeng bleikjan úr Skaftafelli með pipararótakremi – kraftmikla kjötsúpusmakkið – saltkjötspaté með gulri baunakássu – humarsmakk – tvíreykt hangikjöt með melónu og furuhnetum!
Síldarréttirnir – súri hvalurinn – harðfiskurinn og hákarlinn!
Brennivínsflamberaði lambahryggvöðvinn í kúmensósu sem borinn var fram eftir fjölbreytt hlaðborðið – og snilldarsmökk – var guðdómlegur!
Að ég tali ekki um skyrréttinn í eftirréttinum!
Þið verðið bara að prófa!
Rita ummæli