Laugardagur 22.01.2011 - 08:30 - Rita ummæli

Þorrasnilld á Höfninni!

Það var algjör þorrasnilld á veitingahúsinu Höfninni sem staðsett er í gömlu verbúðunum skammt frá hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn. Þorramatseðillinn uppfyllir bæði kröfur súrmats- og hákarlaæta og fínlegri bragðlauka. Snilldarlausn fyrir pör sem ekki eru sammála um þorramatinn!

Alætan ég smakkaði á öllum réttunum – sem voru í grunninn á þjóðlegum nótum – en útfærslan alþjóðleg á köflum. 

Ljúfeng bleikjan úr Skaftafelli með pipararótakremi – kraftmikla kjötsúpusmakkið – saltkjötspaté með gulri baunakássu – humarsmakk  – tvíreykt hangikjöt með melónu og furuhnetum!

Síldarréttirnir – súri hvalurinn – harðfiskurinn og hákarlinn!

Brennivínsflamberaði lambahryggvöðvinn í kúmensósu sem borinn var fram eftir fjölbreytt hlaðborðið – og snilldarsmökk – var guðdómlegur!

Að ég tali ekki um skyrréttinn í eftirréttinum!

Þið verðið bara að prófa!

www.hofnin.is

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur