Þessa dagana rennur blóð Íslendinga nær daglega. Sá blóðstraumur sýnir fórnfýsi Íslendinga því þrátt fyrir allt er eitt af þjóðareinkennum Íslendinga samhyggð og fórnfýsi. Blóðið rennur í Blóðbankanum.
Blóðgjöf er lífgjöf.
Tíuþúsund Íslendingar taka árlega þátt í slíkri lífgjöf með því að leggja sitt af mörkum og tryggja blóð til þeirra sextánþúsund blóðskammta sem Íslendingar þurfa á hverju ári.
Víða um heim þurfa heilbrigðisyfirvöld að greiða fyrir blóðgjafir. Á Íslandi er þetta gjöf gefin af sjálfboðaliðum. Sjálfsögð þegnskylda.
Ég er stoltur af því að geta verið einn þessara tíuþúsund Íslendinga sem hafa vilja, heilsu og getu til að gefa blóð. Þrátt fyrir að hata nálar.
Ég hvet alla sem heilsu sinnar vegna geta gefið blóð að gefa blóð. Því blóðgjöf er lífgjöf.
Látum blóðið renna!
Flott mál að þú getir þetta. Sprautufóbían mín hindrar mig :/