Fimmtudagur 27.01.2011 - 23:46 - Rita ummæli

Landbúnaður sem umhverfismál í ESB

Íslenskur landbúnaður á að skilgreinast sem umhverfismál en ekki landbúnaðarmál í aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið.  Í evrópskum skilningi fellur íslenskur landbúnaður miklu frekar undir mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytilega tegunda – sem er umhverfismál – en hefðbundinn evrópskan landbúnað. 

Það eigum við að nýta okkur.  Meira um það hér.

„Landbúnaður þyrfti sérstakar lausnir við aðild að ESB“ segir í fyrirsögn Eyjunnar um niðurstöðu rýnifundi um 11. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið þar sem bornar voru saman reglur Íslands og ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun. 

Eðlilega.

Niðurstöðurnar í rýnivinnunni koma ekki á óvart.

Íslenskir embættismenn hafa staðið sig afar vel í rýnifundavinnu vegna undirbúnings að aðildarviðræðum Íslands að ESB þrátt fyrir oft á tíðum óskýrar og oft á tíðum kolruglaðar pólitískar áherslur – ef þær hafa þá legið fyrir!

Nú fer að styttast í raunverulegar aðildarviðræður.

Því miður hafa Alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn meira og minna eytt dýrmætum tíma í bull og vitleysu – karp sem unnið hefur gegn hagsmunum Íslands – í stað þess að ræða og skapa pólitískar áherslur sem halda þarf á lofti í eiginlegum aðildarviðræðum við ESB – sem eru að detta á!

Það er mánuður í alvöru viðræður – og samninganefndir og embættismenn hafa enga raunverulega pólitíska stefnumótun til að vinna eftir! 

Við þurfum því að hætta bulli um aðild eða aðild ekki – og einbeita okkur að markmiðum okkar og skilyrðum í aðildarviðræðunum. Okkur ber skylda til þess að ná sem bestum samningi. Þeir sem berjast gegn því stappa nærri landráðum. Því ekkert er verra fyrir Ísland en vondur ESB samningur sem þjóðin samþykkir.

Þjóðin tekur ákvörðun þegar niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Okkur ber öllum skylda til þess að ná sem hagstæðustum samningi.  Annað er að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar.

Mikilvægur þáttur í aðildarviðræðunum eru landbúnaðarmálin. Þau á ekki að ræða einungis sem landbúnarðarmál – heldur sem umhverfismál – og að sjálfsögðu byggðamál.

Sjá nánar: „Íslenskur landbúnaður umhverfismál í ESB“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur