Ég þoli ekki að tapa. Enda gerði ég afar lítið af slíku í Víking í gamla daga – hvort sem var sem leikmaður eða þjálfari – og hvort sem það var með yngri flokkum í fótbolta og handbolta – eða þessi frábæru ár í meistaraflokki í handbolta með stórkostlegum handboltahetjum.
Enda unnum við yfirleitt 🙂
Lærði hins vegar að tapa þegar ég byrjaði að spila fótbolta aftur eftir tveggja ára meiðsl á þrítugsaldri. Þá með Leikni í Breiðholti. Sem mér þykir afar vænt um.
Fattaði áðan að ég er búinn að gleyma því að hafa lært að tapa.
Ég þoli ekki að tapa. Allra síst í landsliðinu í handbolta – því ég get sagt ykkur að mér finnst ég alltaf vera að spila inn á vellinum með landsliðinu í handbolta. Þótt ég hafi bara náð að spila með unglingalandsliðinu í handbolta.
Greinilega búinn að gleyma því að ég hafði „lært að tapa“. Sagði ljótt. Tvisvar. Börnin mín horfðu á mig í forundran og skamma mig fyrir blótsyrðin.
Andskotinn! Helv… dómararnir – og annað álíka gáfulegt hraut af vörum mínum.
Nú eru bara tveir möguleikar í stöðunni.
Að ég læri aftur að tapa – eða íslenska landsliðið í handbolta hætti að tapa.
Hvort sem verður – þá get ég ekki annað en þakkað íslenska landsliðinu í handbolta fyrri frábæra skemmtun – og í raun frábæran árangur. Þótt þeir yrðu ekki heimsmeistarar. (öruggleg út af dómgæslunni 🙂 )
Kannske þarfég bara þerapíu!
Rita ummæli