Mánudagur 31.01.2011 - 09:47 - 7 ummæli

Samvinnustjórnmál í stað hótana

Ísland þarf á samvinnustjórnmálum að halda. Ekki hótanastjórnmálum.

Samvinnustjórnmál sem innleidd voru í Reykavík seinni tvö árin á síðasta kjörtímabili lyftu grettistaki – eftir mesta niðurlægingatímabil borgarstjórnar Reykjavíkur – fram til þessa.

Við höfum upplifað pólitíkst niðurlægingatímabil í íslenskum stjórnmálum undanfarin misseri og ár. Ísland þarf á því að halda að stjórnmálamenn stigi upp úr því tímabili – hætti hótanastjórnmálum, upphrópunum og barnaskap – og byrji að vinna saman.

Við þurfum þroskuð samvinnustjórnmál til að reisa við Ísland. Barnaleg hótanastjórnmál koma okkur um koll.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Mikið er ég sammála þessu. Ég er orðinn svo þreyttur á upphrópunum gamaldags stjórnmálamanna sem ættu allir að vera að vinna að velferð þjóðarinnar með hagsmuni allra Íslendinga að leiðarljósi. Það sorglega er að maður sér það ekki fyrir sér að þannig verði það nokkru sinni, allavega ekki á meðan rökræðan (rökleysan?) á Alþingi snýst mest um útúrsnúninga.

  • Við þurfum kosningar til Alþingis í vor. Það eitt mun hreinsa andrúmsloftið í þjóðfélaginu.
    Tími Jóhönnu er liðinn. Hún hefur ekki reynst sá leiðtogi sem þjóðin þarfnaðist á erfiðleikatímum. Störf hennar og athafnir í veigamiklum málum hafa leitt til sundrungar en ekki sátta og framfara.
    Og hún getur hætt stjórnmálavafstri með örugglega eitt jákvætt í ferilskránni. Hún er fyrsta konan í sögu þjóðarinnar sem gegnir embætti forsætisráðherra. Af þeim ástæðum mun hennar minnst næstu árhundruðin.
    En sem leiðtoga á viðsjárverðum tímum mun nafn hennar ekki rísa hátt. Krafan um afsögn hennar eftir tveggja ára setu í stóli forsætisráðherra verður háværari með hverjum deginum.
    Tími Jóhönnu kom og nú er tími Jóhönnu liðinn. Mubaraks heilkennið má ekki ná tökum á henni. Hún verður að hugsa um þjóð sína og velferð. Það heitir að þekkja sinn vitjunartíma.

  • stefán benediktsson

    Draumur eða veruleiki. Ég mætti á einn fund í innkauparáði fyrir nafna minn, á síðasta kjörtímabili. Þar snerust „samvinnustjórnmálin“ um að endurtaka þyrfti útboð vegna „brunahúsanna“ við Lækjargötu, af þeirri augljósu ástæðu að meirihlutanum (D+B) þóknaðist ekki sá verktaki, sem fyrir valinu hafði orðið og fannst fullharkalegt að útiloka „sinn“ kandidat með því að krefjast fjárhagslegra heilbrigðisvottorða af tilbjóðendum. Á þeim fundi fór lítið fyrir „samvinnustjórnmálum“ en þess meira fyrir þeirri hagsmunavörslu sem síðasti meirihluti snerist um.

  • Þegar aðili vinnumarkaðar segist ekki koma nálægt kjarasamningum nema að gengið sé að hans vilja er ekki að óska eftir samráðsstjórnmálum, sá aðili hefur lagt fram stríðsyfirlýsingu. Sá sem bakkar í slíku ástandi verður undir. Ég er ekkert sérlega spenntur fyrir kjörnum fulltrúa sem lúffar fyrir hagsmunasamtökum sem hafa sýnt samstarfsvilja sinn seint og illa. Samráðsstjórnmál byggjast á virðingu og hagsmunasamtökin hafa ekki sýnt forsætisráðherranum neina virðingu – því verður þetta að spilast með hörkunni.

  • Ertu þá að tala um klíkufélag eins og SÍS?

  • Hallur Magnússon

    Stefán Benediktsson.

    Ég hélt þú værir meiri maður en þetta – þú ferð með helber ósannindi varðandi þennan fund hjá Innkauparáði – og ástæður þess að nauðsynlegt var að fara í útboð að nýju.

    Málið var einfalt.

    Greiningarlíkan Framkvæmdasviðs var ekki í samræmi við útboðsskilmála. Það var eins gott við nýttum okkur það að geta farið aftur útboð – því skaðabætur Reykjavíkurborgar vegna málsins hefðu getað orðið verulega.

    Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fór yfir málið frá A til Ö – og staðfesti að það hefði verið glapræði að fara aðra leið en málið fór.

    Þetta hafði EKKERT með einstaka verktaka að gera – heldur augljósan ágalla á framkvæmd – sem Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur staðfest.

    Það var ekki að ósekju að Innri endurskoðun gerði athugasemdir við verkferla á framkvæmsviði í kjölfarið.

    Valur.

    Nei, SÍS gleymdi dálítið samvinnunni 🙂

  • Hallur Magnússon

    Fyrir utan það Stefán – að málinu var frestað milli funda til þess að ná farsælli niðurstöðu – á grundvelli samvinnustjórnmála.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur