Færslur fyrir febrúar, 2011

Mánudagur 28.02 2011 - 12:42

Blóðugt ofbeldi á netinu

Ég er ekki viss um að foreldrar geri sér grein fyrir því hversu blóðugt ofbeldi er að finna á netinu og hversu mikilvægt það er að heimatölvan sé útbúin öflugri ofbeldis og klámsíu. Því miður er slík vörn ekki nægileg!   Ég var að vafra um netið og skoða mismunandi  fréttaflutning af atburðunum í Norður-Afríku. Þar […]

Föstudagur 25.02 2011 - 19:35

Gnarrinn ekki ruslborgarstjóri

Ég varð vitni að samtali þar sem Jón Gnarr – lesist borgarstjóri –  var sakaður um að vera ruslborgarstjóri. Ástæðan sú að ruslakallarnir eru hættir að taka við ruslatunnum sem eru 15 metra frá götu.  Nema þú borgir sérstaklega fyrir ómak ruslakallanna. Margir þeirra sem neyðast að borga eru einmitt þeir sem geta ekki trillað […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 23:27

Breiður Evrópuvettvangur myndast

Breiður vettvangur fyrir hlutlæga umræðu um aðildarferlið að Evrópusambandinu er að myndast í kjölfar vel heppnaðs undirbúningsfundar á þriðjudag.  Vinnan er komin á fullt og nú hafa verið stofnaðir þrír vinnuhópar til undirbúnings stofnfundar. Gretar Mar Jónsson leiðir vinnuhóp sem gerir tillögu að markmiðum og stofnskrá nýrra samtaka. Björn S. Lárusson leiðir vinnuhóp sem gerir […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 08:27

Landbúnaðarstofnun á Sauðárkrók

Iðnaðarráðherra var að setja á fót nefnda sem skoða á að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar.  Það er nauðsynlegt að nefndin taki inn í myndina að Byggðastofnun taki yfir verkefni sem eiga heima í landbúnaðarstofnun. Eins og fram hefur komið  núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt umsýslu landbúnaðarstyrkja til hagsmunasamtaka bænda stenst engan […]

Miðvikudagur 23.02 2011 - 09:37

Flugtak vandaðrar aðildarumræðu

Ég er í skýjunum yfir fjölmennum og frábærlega velheppnuðum undirbúningsfundi að nýjum vettvangi fyrir vandaða Evrópuumræðu sem haldin var í gærkvöldi. Á fundinn mætti breiður hópur áhugafólks um tryggja hlutlægar umræður um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Sérstaklega skemmtilegt var að sjá þrjá fyrrverandi þingmenn úr þremur mismunandi stjórnmálaflokkum mæta á fundinn. Einnig hvernig flokksbönd röknuðu upp í […]

Þriðjudagur 22.02 2011 - 11:51

Evrópuvettvangur frjálslynds miðjufólks

Undirbúningsfundur vegna stofnunar Evrópuvettvangs frjálslynds miðjufólks verður haldinn í kvöld.  Með fundinum er verið að svara kalli fjölmargra á miðju íslenskra stjórnmála sem vilja vinna að framgangi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu en eru ekki reiðubúnir til að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu fyrr en niðurstöður samningaviðræðna liggja fyrir. Það eru allir velkomnir á fundinn sem […]

Mánudagur 21.02 2011 - 19:55

Opið bréf til Steingríms J.

Hæstvirtur fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon.  Ég vil bera undir yður spurningar og ætlast til þess að þér svarið þeim. Í  Kastljósi í kvöld notið þér sem rök gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um fjárhagsleg mál ríkisins ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja 33 milljarða inn í Íbúðalánasjóð sem dæmi um ákvörðun sem ekki eigi að leggja fyrir þjóðina. Áður en ég ber upp […]

Mánudagur 21.02 2011 - 14:43

Yfir 3000 kall í strætó!

Það er vetrarfrí hjá börnunum. Eiginkonan ákvað að fara með þau í Listasafn Reykjavíkur. Í stætó.  Hún var að hringja. Vil að ég sæki þau á bílnum niðrí bæ.  Ástæðan?  Það er miklu ódýrara en strætó! Börnin mín þau þrjú yngstu eru 6 ára, 10 ára og 12 ára. Konan mín rétt rúmlega fertug. Strætóferðin […]

Sunnudagur 20.02 2011 - 18:21

Já er ekki ríkisstjórnarstuðningur

Það er lykilatriði í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu að atkvæðagreiðslan er ekki um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Já er ekki ríkisstjórnarstuðningur. Ef ríkisstjórnin vill að þjóðin samþykki samninginn um IceSave – þá verður hún strax að gefa út að hún líti ekki á atkvæðagreiðsluna vera atkvæðagreiðslu um stjórnmálaflokka og ríkisstjórn. Ef ríkisstjórnin hótar afsögn ef samningurinn um IceSave verður felldur – […]

Laugardagur 19.02 2011 - 18:29

Samvinnu um vinnu!

Íslenskir stjórnmálaflokkar – í stjórn og stjórnarandstöðu – eiga að hundskast til að setjast niður með samtökum atvinnurekenda, verkalýðs og opinberra starfsmanna og hefja samvinnu um vinnu! Íslendingar þrífast ekki í atvinnuleysi og atvinna er það sem þarf til að koma efnahagslífinu og fjárhag hins opinbera í lag! Samvinnu um vinnu – takk!

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur