Fimmtudagur 24.02.2011 - 23:27 - 4 ummæli

Breiður Evrópuvettvangur myndast

Breiður vettvangur fyrir hlutlæga umræðu um aðildarferlið að Evrópusambandinu er að myndast í kjölfar vel heppnaðs undirbúningsfundar á þriðjudag.  Vinnan er komin á fullt og nú hafa verið stofnaðir þrír vinnuhópar til undirbúnings stofnfundar.

Gretar Mar Jónsson leiðir vinnuhóp sem gerir tillögu að markmiðum og stofnskrá nýrra samtaka.

Björn S. Lárusson leiðir vinnuhóp sem gerir tillögu að formi og skipulagi samtakanna.

G Valdimar Valdemarsson leiðir vinnuhóp sem gerir tillögu að verkefnaáætlun.

Hóparnir byggja á þeirri vinnu sem var unnin og skráð á fyrsta undirbúningsfundinum þegar á fjórða tug fólks tók þátt í 5 umræðuhópum sem fjölluðu um eftirfarandi:

1. Er ástæða til að setja á fót sérstakan samstarfsvettvang frjálslynds miðjufólks vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu?

2. Í hvaða formi ætti slíkur samstarfsvettvangur að vera?

3. Hver ættu að vera helstu áhersluatriði og verkefni?

Þegar hafa verið stofnaðir samskiptahópar á facebook þar sem samskipti undirbúningshópanna fara fram milli funda. Áhugasamir geta skráð sig í hópana. Slóðirnar eru hér að neðan. 

Hópstjórarnir þeir Gretar Mar Jónsson, Björn S. Lárusson og G Valdimar Valdemarsson munu boða fundi í undirbúningshópunum í næstu viku.

Smellið á fyrirsagnirnar að neðan til að skrá ykkur í undirbúningshópa:

Markmið og stofnskrá nýrra samtaka.

Form og skipulag samtakanna.

Tillögur að verkefnaáætlun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Er ekki nóg af vettvangi til að ræða Evrópusambandið? Þurfa miðjumenn einhvern sérstakan vettvang til þess? Ég skil ekki að menn þurfi að vera að hólfa sig niður eftir hvar í litrófinu menn eru og hefði haldið að ef menn þyrftu á annað borð að vera að hólfa sig niður, þá gætu menn gert það innan þeirra samtaka sem hafa áhuga á því að ganga inn.

    Það er nú ekki það breiður stuðningur við inngöngu að menn ættu frekar að grúppa sig saman. Mér hefur sýnst að hörðustu kommar hafi getað unnið með ultra hægrinu í þessu máli (það er gegn inngöngu).

    Af hverju ættu miðjumenn ekki að geta unnið með öðrum?

  • Stefán Vignir

    Það var ákveðið sérstaklega á undirbúningsfundi um daginn að gera þetta ekki að lokuðum hóp örfárra miðjumanna, heldur að opnum og breiðum hópi þeirra sem vilja rökræna og ábyrga umræðu um þessi mál hvort sem men séu já- nei- eða kannski-sinnaðir.

    Markmiðið verður frekar að hvetja til þess að það komi góður samningur úr viðræðunum sem hægt verður að kjósa um heldur en að stunda einhvern já-nei hráskinnaleik sem engu skilar.

  • Það er vissulega ánægjulegt að skynsamlegar og málefnalegar umræður um aðild okkar að ESB séu að aukast og allir hópar sem myndaðir eru um málið eru af hinu góða.

    Kynning á ESB og hvað mun þýða fyrir okkur er mjög nauðsynleg og þeim fjölgar líka með aukinni kynningu sem skilja að okkur sem samfélagi og þjóð er betur borgið það innan dyra en utan.

    Til hamingju með þetta nauðsynlega framtak.

  • Nafnlausi Kjósandinn

    @3 Hólmfríður Bjarnadóttir

    „Kynning á ESB og hvað mun þýða fyrir okkur er mjög nauðsynleg og þeim fjölgar líka með aukinni kynningu sem skilja að okkur sem samfélagi og þjóð er betur borgið það innan dyra en utan. “

    Ertu þú ekki eitthvað að misskilja þetta Hófí mín?, það er ekki verið að koma á fót nýrri áróðursvél fyrir JÁ sinna heldur vetfangi fyrir upplýsta umræðu JÁ, NEI og Kannski sinna!
    Með upplýstri umræðu þá ætti óákveðnum að fækka þegar þeir taka upplýsta ákvörðun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur