Föstudagur 04.02.2011 - 20:48 - 5 ummæli

Mistök eru mikilvæg

Mistök eru mikilvæg. Mistök eru til að læra af þeim. En þá verða menn að læra af þeim. Það er allt of algengt meðal Íslendinga að viðurkenna ekki mistök. Ennþá algengara að Íslendingar læri ekki af þeim.

Ég áskil mér allan rétt á að gera mistök.  Á að baki mörg mistök. Reyni að læra af þeim. Viðurkenni mistök mín – stundum – en ekki alltaf!

Hvernig væri að taka smá snúning í athugasemdakerfinu um mikilvægi mistaka?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • d.oddson

    Mistök….???

    Veit ekki hvað þú ert að tala um.

  • Hallur Magnússon

    🙂

  • stefán benediktsson

    Maður lærir b a r a af mistökum. Þegar það tekst er lærdómnum lokið.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Ég er nú raunar á þeirri skoðun að fólk læri miklu meira af þvi að takast eitthvað vel uppi en mistökum. En vonandi lærir fólk líka á mistökum, allavega stundum. Það væri óskand að við gerðum okkar besta í það minnsta til að láta þau þjóna einhverjum tilgangi. 🙂

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Mistök eru reynsla og reynslan er sniðug, hún prófar fyrst og kennir svo.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur