Mistök eru mikilvæg. Mistök eru til að læra af þeim. En þá verða menn að læra af þeim. Það er allt of algengt meðal Íslendinga að viðurkenna ekki mistök. Ennþá algengara að Íslendingar læri ekki af þeim.
Ég áskil mér allan rétt á að gera mistök. Á að baki mörg mistök. Reyni að læra af þeim. Viðurkenni mistök mín – stundum – en ekki alltaf!
Hvernig væri að taka smá snúning í athugasemdakerfinu um mikilvægi mistaka?
Mistök….???
Veit ekki hvað þú ert að tala um.
🙂
Maður lærir b a r a af mistökum. Þegar það tekst er lærdómnum lokið.
Ég er nú raunar á þeirri skoðun að fólk læri miklu meira af þvi að takast eitthvað vel uppi en mistökum. En vonandi lærir fólk líka á mistökum, allavega stundum. Það væri óskand að við gerðum okkar besta í það minnsta til að láta þau þjóna einhverjum tilgangi. 🙂
Mistök eru reynsla og reynslan er sniðug, hún prófar fyrst og kennir svo.