Við eigum að stórhækka laun grunnskólakennara. Við eigum líka að fækka þeim. Samhliða eigum við að lengja skólaárið, lengja skilgreindan skóladag og lengja viðveruskyldu kennara í skólanum. Þá eigum við einnig að lengja nám grunnskólakennara úr 3 námsárum í 5 námsár. Þar af á 1 námsár að vera alfarið unnið í grunnskólunum – 6 mánuðir í senn. Á námsstyrk en ekki námsláni.
Skóli er ekki hús. Skóli er samfélag. Því höfum við gleymt.
Í samfélaginu grunnskóli eigum við að blanda hefðbundinni grunnskólakennslu við aðra samfélagslega þætti grunnskólanema. Við eigum að innlima forskóla tónskólans inn í grunnskólann. Allir nemendur grunnskólans eiga að eiga val um það að sita forskóla tónlistarskólans.
Við eigum að taka æfingar í hinum fjölbreytti íþróttum íþróttafélaganna inn í grunnskólann í að minnsta kosti til 12 ára aldurs. Við eigum að bjóða frjálsum félagasamtökum að vinna með grunnskólanum innan grunnskólans á grunnskólatíma við að þroska börnin okkar í samvinnu við foreldra. Hvort sem um er að ræða skátana, ungmennafélög björgunarsveitanna, leikfélög, kirkjuna, samtök múslíma á Íslandi, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnaness, Rauðakrossinn, hestamannafélög eða barnakóra.
Einhver ósammála?
Marg athyglisvert en eigum við ekki fyrst að hækka laun alþingismanna. Við eigum líka að fækka þeim. Samhliða eigum við að lengja starfstíma alþingis, lengja skilgreindan vinnudag og lengja viðveruskyldu þingmanna í þinginu. Við eigum líka að sjá til þess að atkvæði þeirra sem skila auðu eða sitja heima skili auðu þingsæti. Atkvæði þeirra er ekki minna virði en þeirra sem láta leiða sig möglunarlaust til niðurskurðar.
Skemmtileg hugmynd 🙂
Athyglisvert!
Önnur gömul hugmynd af sama toga:
Fækkum um helming í sinfóníunni og látum þá sem eftir eru spila hærra og hraðar.
Ef kennurum fækkar þá hljóta nemendahópar að stækka. Eru foreldrar sáttir við að barnið þeirra sé í 30-40 manna bekk með einum kennara? Eru skólastofur hannaðar fyrir svo marga nemendur?
Búið að lengja kennaranámið. Er núna fimm ár.
Hvað fæst með því að lengja viðveruskyldu kennara í skólanum? Ég kenni stærðfræði og eðlisfræði á unglingastigi. Er ekki aðal málið að ég sé góður kennari og kenni skv. Aðalnámskrá? Hverju máli skiptir fyrir nemendur (eða foreldra) hvað ég er lengi í skólabyggingunni?
Er það öruggt að kennari sem er í skólabyggingu sé að vinna og er það öruggt að kennari sem EKKI er í skólabyggingu sé EKKI að vinna?
Framtíðarsýnin er hér:
http://www.samband.is/media/skolamal/Framtidarsyn_2020.pdf
Auðvitað á að hækka laun kennara. Vandamálið er hinsvegar að kennarar fá meira og minna allir alveg sömu laun óháð frammistöðu. Það á að auka frelsi skólastjórnenda til að hækka laun þeirra sem standa sig vel.
Þarf að finna upp hjólið? Getum við ekki bara copy/paste-að Finnland og hvernig þeir breyttu menntakerfinu sínu eftir hrun?
Sæll Hallur.
Þessi atriði þín eru allrar athygli verð. Ég er kennari og get tekið undir þetta hjá þér nema hvað að ég hef efasemdir um að hægt sé að fækka kennurum. Eitt er að lengja viðveruskyldu kennara í skólanum (sem er nokkuð á skjön við það sem verið er að gera í öðrum greinum þar sem frekar er horft í þá átt að leyfa fólki að taka hluta vinnunnar með sér heim og fá sveigjanlegan vinnutíma ef það er hægt), annað er að auka kennsluskyldu kennarans og minnka þar með þann tíma hans sem fer í undirbúning og önnur störf. Gott væri að losna við „önnur störf“ en ógáfulegt þykir mér að skera frekar niður undirbúning.
Hægt er að lengja skilgreindan skóladag annars vegar með því að kenna meira en huga þarf að úthaldi barna og þroska þegar slík ákvörðun er tekin. Hins vegar má setja inn í skóladaginn aukna aðra viðveru við leik og tómstundir en þá eru kennarar hreinlega of hámentaðir og dýrir til að sinna slíkri barnagæslu og ódýrara að fela öðrum ef þetta snýst bara um að passa börnin svo foreldrarnir geti unnið lengri vinnudag. (Persónulega tel ég mikilvægara að berjast fyrir því að fólk vinni styttri vinnudag.)
Ef kennarar eiga að vera 1 ár (ég segi 1 1/2 ár) við kennslu sem hluta af námi þá verður líka að gera kröfu til þess að þeir fái alvöru leiðsögn þar og óhæfir aðilar ljúki ekki þeim hluta námsins (útskrifist þá eingöngu með B A en ekki kennsluréttindi).
Ef laun kennara verða hækkuð og farið að gera alvöru kröfur til þeirra – eins og sjálfsagt og nauðsynlegt er. Þá verðum við líka að fá skólakerfi sem gerir kröfur til nemenda sinna, foreldra þeirra og heimila. Við verðum að fá alvöru úrræði gagnvart nemendum og heimilum sem þurfa sértæka hjálp. Við verðum að fá alvöru lausnir við því hvað á að gera og hvernig að bregðast við þegar nemandi hefur ekki forsendur til að fylgja áfram sínum bekk. Við þurfum góðar leiðir til að tryggja að óhæfir kennarar séu teknir út af fagaðilum og þeim síðan vikið úr starfi ef þeir bæta sig ekki. Síðast en ekki síst þurfum við að gera meiri kröfur til þeirra sem veita kennaramenntun hér á landi og tryggja að þær stofnanir sitji ekki uppi með kennara sem sjálfir eru óhæfir sem barnakennarar en kynntir sem sjálfskipaðir sérfræðingar í lausnum.
Alveg væri ég til að ráðast í þetta verkefni. Einhver með?
einkunnir eru grábölvað fyrirbæri, ég vildi að nám væri alltaf fullkomlega á heimspekilegum nótum, börn eru hæfileikarík en þau skortir nánast alltaf ákveðna heimssýn sem við þurfum að rækta uppí þeim. Ég vildi óska þess að allir gætu horft til baka til þessa tíma og sagst hafa fundið sína lífsköllun í gegnum skólann. Ef ég er barn og skrifa ritgerð um efni sem mér líkar, þá vill ég fá leiðbeiningar og ábendingar frekar en dóma. Kennarar þurfa augljóslega að hafa brennandi áhuga á viðfangsefni sínu og smita nemendur af því. Nemendur þurfa að komast í kynni við önnur börn sem hafa svipuð áhugamál en ekki horfa uppá stærðfræðigeníusið safna til sín einkunnaverðlaunum. Svo er náttúrulega fáránlegt hvernig okkur hættir til að aðskilja leikskólann og grunnskólann, nám er jú ferli og það er ekki hægt að gefa skít í leikskólann og ætla að taka á öllum vandanum á grunnskólastiginu. Auðvitað kostar nám peninga en fáfræði kostar stjarnfræðilega.
Ágæti Hallur nú ertu orðinn alveg ofboðslega mikið frjálslyndur veit bara ekki hvert þetta stefnir hjá þér, taka samtök muslima inn í skólana til að vinna með börnunum okkar skrifar þú !!! Vá hvað þú ert heilbrigður. Maður stendur bara á öndinni af undrun yfir víðsýni þinni og verður hugsað til Ragnars Reykás þegar hann stamar up orðunum ma,ma,ma. Þú gætir skrifað um bann við búrkum næst.
Heyrðu annars Hallur það er nú alveg dásamlegt hvað þið þessir stjórnmálamenn eruð alltaf „paranoid“. Fékk frá þér tilskrif sem komment við næst síðasta pistil þinn og hef svarað þeim skrifum á sama vettvangi. Þú ert eitthvað úti á túni blessaður karlinn. Þú mátt ekki láta mig taka þig á tauginni eins og ég er búinn að gera við Gísla vin okkar Baldvinsson, gamlan félaga úr kennslunni. Gísli missir alveg áttir eins og þú þegar ég geri athugasemdir við flokksfólkið hans. Þú virðist álíka hörundssár fyrir hönd þinna gömlu félaga blessaður karlinn. Alltaf í boltanum, alltaf að verja sinn flokk. 🙂
Aðalsteinn.
Takk fyrir þitt innlegg. Við erum greinielga að hugsa á svipuðum nótum. Ég skrifa líklega meira um þetta síðar – þar sem ég fer í atriði sem þú minnist á.
Heiða.
Snerti ég sáran blett í síðasta svari?
Skemmtilegt þetta komment“…gamlan vin úr kennslunni“!
Kemur mér ekki á óvart að þú skulir hrökkva við þegar minnst er á múslíma.
Er eitthvað að því að skólarnir hafi samvinnu við múslíma um fræðslu um íslam – innan eðlilegra marka – og með samþykki foreldra?
Er eitthvað að því að skólarnir hafi samvinnu við kirkjuna um fræðslu um kristni – innan eðlilegra marka – og með samþykki foreldra?
Lýsir þér rétt að tala um búrkur þegar minnst er á íslam.
Af hverju talar þú ekki um að konur skuli ekki ganga í buxum heldur klæðast pilsum þegar minnst er á kristni?
Ég vissi að þú værir ekki alveg í frjálslyndasta hluta stuðningsmanna formanns Framsóknarflokksins – en þetta …