Miðvikudagur 09.02.2011 - 13:30 - 5 ummæli

30 milljarða gjaldþrot Verkó

Eru menn búnir að gleyma að Byggingarsjóður Verkamanna var gjaldþrota um rúma 30 milljarða við upphaf Íbúðalánasjóðs.

Eru menn búnir að gleyma að ein ástæða niðurlagningar Húsnæðisstofnunar og stofnun Íbúðalánasjóðs var vegna þessa gjaldþrots?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hallur! Kratar læra ekki af reynslunni, annars væru þeir ekki lengur kratar.

  • Guðmundur Gylfi Guðmundsson

    Þetta var skrítin frétt í Ríkisútvarpinu í gær varðandi Verkamannabústaðakerfið.

    Ég starfaði með nefnd á vegum ASÍ veturinn 1995 – 1996 til að yfirfara verkamannabústaðakerfið með hliðsjón af skýrslu þar um. Í nefndinni voru m.a. Kristján Gunnarsson í Keflavík, Sigurður Sigurðarson í Hafnarfirði og Ásmundur Hilmarsson fyrrum starfsmaður ASÍ. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Verkamannabústaðakerfið væri komið að fótum fram og orðið úrelt. Endurkaupareglur íbúða væru flóknar og illnotanlegar, kerfinu fylgdu búsetufjötrar og fátækrablokkir.

    Tillaga nefndarinnar um að leggja niður kerfið var lögð fyrir ASÍ þing vorið 1996. Mikil umræða var um málið en málinu síðan vísað til miðstjórnar. Ég man ekki hvernig afgreiðslu miðstjórnar varð.

    Ljóst er að ASÍ hafði frumkvæði að niðurlagningu kerfisins og studdi síðan niðurlagninguna beint eða óbeint.

    Páll Pétursson fylgdist vissulega með málinu tók það upp og lagði niður kerfið.

    Guðmundur Gylfi Guðmundsson

  • Þórhallur Jósepsson

    Gjaldþrot Byggingarsjóðs verkamanna átti sér langan aðdraganda og í aðalatriðum eina orsök: Ákvarðanir stjórnmálamanna um að láta hann ekki fá fjárframlög.

    BV var háður framlögum á fjárlögum vegna niðurgreiddu vaxtanna. Þingmennirnir, þ.m.t. ráðherrar, vanræktu að veita þetta fé – árum, jafnvel áratugum saman. Upp safnaðist skuld BV og leiddi auðvitað til gjaldþrots. Þetta vissu stjórnmálamennirnir vel, en gerðu ekkert í enda meiri „þörf“ fyrir fjárframlögin annars staðar.

    Þetta er hinn innbyggði galli verkamannabústaðakerfisins, sem óhjákvæmilega dregur það til dauða um síðir.

    Fleiri stofnanir eru að dragast upp af sömu grunn ástæðu, nefni þar sérstaklega RÚV.

  • Steingrímur er búinn að sýna að hann munar ekkert um að henda tugum þúsunda milljóna króna (af almannafé) í gjaldþrota fyrirtæki, jafnvel þótt vitað sé að þau verði jafn mikið á hausnum eftir sem áður.

  • Hafa skal það er betur hljómar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur