Fimmtudagur 10.02.2011 - 10:45 - 18 ummæli

Hrunvíxill íhaldsins fellur á þjóðina

Hafa menn gleymt því að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem ásamt Samfylkingunni skrifaði upp á hrunvíxilinn mikla sem var undanfari IceSave klúðursins?  VG kom síðar að hrunvíxlinum sem ábekingur.

Formaður Sjálfstæðisflokksins slær sér nú upp á því að sýna „kalt hagsmunamat“ með því að samþykkja nýjasta IceSave samkomulagið – sem vissulega er miklu betra en hin þau fyrri. 

Í lófaklappinu fyrir þessari „fórn“ Sjálfstæðisflokksins virðist algerlega gleymt að málið hófst þegar Sjálfstæðisflokkurinn skrifaði upp á óútfylltan hrunvíxil – hrunvíxil sem nú er að falla á þjóðina.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Steini Jóns

    Gleymdu nú ekki hver það var sem var ábekingur við að koma bönkunum í hendur þeirra sem fóru svona með Landsbankann – það er ekki minnsti hlutinn í þessu..

  • Hallur Magnússon

    Ég gleymi engu um það – en þeir aðiljar skrifuði ekki upp á þennan hrunvíxil.

  • Sig. Kári

    Þetta er alveg rétt hjá Halli.

    Líka hjá Steina Jóns.

    En hvernig getum við tryggt að þetta gerist aldrei aftur?

  • Apotekeren

    Hvaða víxil ertu að tala um? Það hefur enginn viljað greiða Icesave-skuldina fyrr en Steingrímur og Jóhanna.

  • Það er alveg æðislegt og gaman og sjá fyrverandi og núrverandi framsóknarmenn eins og nýslegin túskilding sem hafi ekkert haft með stjórn landsins að gera.

  • stefán benediktsson

    Þetta er reyndar ekki alveg rétt hjá Apótekaranum því rikisstjórn Geirs Haarde var reiðubúin til þess að greiða Icesave smbr.viljayfirlýsingu undirritaða af Baldri Guðlaugssyni og ræðu Bjarna Ben í þíngi um málið haustið 2008.
    Skilgreining Halls er samt óljós. Víxill fellur þegar greiðandi getur eða vill ekki greiða, þá er gengið að útgefanda, síðan ábekingum. Nú er spurningin hver gaf út hrunvíxilinn sem Hallur er að tala um, hver var greiðandinn, hverjir ábektu hann, hver innleysti hann og hver keypti hann?

  • Steini Jóns

    Hallur:

    Ég veit ekki betur en að ábekingarnir frá 2002/2003 hafi allir sem einn* samþykkt neyðarlögin frægu aðfararnótt 7. október 2008, sbr. http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=39558

    Landsbankinn varð síðan aftur að ríkisbanka á grunni þessara laga og þar með bar ríkið ábyrgð á þeim gerðum sem urðu eftir þann atburð. Hvað svo sem slæmt má segja um Landsbankann í einkaeigu – og var grunnurinn af þessum víxli – þá var það ákvörðunin um að gera hann aftur að ríkisbanka og bjarga einungis innlenda hlutanum sem er nú orðið að þessu fræga Icesave máli. Landsbankinn sem einkabanki gat vissulega búið til stóra skuld – og það er á ábyrgð ábekingana frá 2002/2003 – en bara ákvörðun Alþingis gat komið henni á þjóðina!

    * þ.e. arftakar þeirra

  • Apotekeren

    Auðvitað lýsti ríkisstjórn Geirs Haarde sig reiðubúna til VIÐDRÆÐNA við Breta um lausn málsins. Það eru nú bara almennir mannasiðir að ræða við þá sem telja sig eiga kröfu á mann. Sérstakalega í svona máli.

    Í því felst auðvitað engin skuldbinding. Hvað þá víxill eins og Hallur heldur fram.

    Ætíð var tekið fram að þessar viðræður um lausn færu fram á grundvelli laga um innistæðutryggingar. Í þeim lögum er ekkert um ríkisábyrgð á innistæðutryggingum.

    Kröfur Breta er eins og það var svo snyrtilega orðað á landsfundi Sjálfstæðisflokksins: LÖGLAUSAR.

  • það var engin hjálp frá Samfylkingunni við undirritun á samkomulaginu við Hollendinga (6,7% vextir 10 ára lánstími). Þvert á móti þá var unnið að því öllum árum að koma í veg fyrir að annar eins skandall yrði endurtekinn gagnvart Bretum, sem var sannarlega á dagskrá fjármálaráðherrans þáverandi.

  • hrekkjalómur

    Já einmitt.
    Sjálfstæðismenn eru sem hreinar meyjar í augum Apótekarans. Móðir Teresa jafnvel.
    En Icesave var sett af stað af þeirra fólki, og undir eftirliti þeirra manna. Þeir eiga alla ábyrgð á málinu.

    Framsókn er náttúrulega hrein mey líka og kom hvergi að neinu, ekki einu sinni einkavæðingu bankanna, eða hvað?

    Hrekkjalómur

  • Hallur, framsóknarmenn ættu að hafa vit á því að biðja þjóðina afsökunar á þeim skandölum sem dunið hafa yfir. Þið ásamt íhaldinu bjugguð til það umhverfi sem varð þess valdandi að hér fór allt á hausinn. Mundu að hér var allt hrunið árið 2006. Ótrúlega leiðinlegt þegar pólitíkusar láta eins og þeirra aðilar hafi hvergi komið nálægt. Þetta á því miður við um alla flokka. Heiðarleiki og raunsæi vriðist ekki þekkjast og allir reyna að klekkja á öllum.

    Apotekeren, lestu eftirfarandi og þá sérðu að það voru sjálfstæðismenn fyrst og fremst sem vildu borga Icesave. Leiðinlegt þegar þessi blessaði sjálfstæðisflokkur lætur eins og hann hafi hvergi komið nálægt

    En svona vildu sjálfstæðismenn hafa Icesave á meðan þeir voru í stjórn.

    í október 2008 skrifaði Árna Matt fyrrverandi fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins og Baldur Guðlaugsson undir loforð þess efnis að Ísland myndi borga Icesave og standa við skuldbindingar sínar.

    Davíð skrifaði svo undir annað loforð við AGS um að Ísland myndi standa í skilum við erlenda innistæðueigendur. Ekki nóg með það, Geir H Haarde ítrekaði við bæði Breta og Hollendinga að Ísland myndi borga.

    Geir Haarde sendi svo Baldur Guðlaugsson fyrir hönd ríkisstjórnarinnar til að semja og þetta niðurstaðan varð lán til 10 ára með 6.7% vöxtum. Töluvert verra en Svavars samningurinn innfól.

    Þetta vildu sjálfstæðismenn.
    Svo kemst Flokkurinn í stjórnarandstöðu og þá allt í einu láta þeir eins og þeir hafi ekki komið nálægt neinu. Hvernig líður fólki í Flokki sem er svona fullur af hræsni?

  • Apotekeren

    Íslendingar (sjálfstæðismenn þar með taldir) bera enga ábyrgð á því að Bretar vildu ekki bíða eftir uppgjöri á þrotabúi Landsbankans.

    Bretar mátu að það væri best að greiða innistæðueigendum án tafar svo allsherjaráhlaup yrði ekki á breska banka.

    Svo vilja þeir á almenningur á Íslandi beri kostnaðinn af þessari ákvörðun þeirra.

    Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og bloggarar hafa gengið í lið með Bretum. Sorglegt.

  • ja þyngra en tárum taki !, ÞÁ vilja sumir það . Þeir hugsa ekki langt og eiga liklega ekkert nema sjálfa sig um að hugsa !!!! ef þeir hugsa ????

  • Óutfylltur víxill, sem hefur enn ekki verið skrifað undir. Hann öðlast ekkert gildi fyrr en einhver hefur samþykkt að borga hann. Vonandi skilur þetta fólk í ríkisstjórninni þetta nú, þó flestu öðru sé nú ábótavant í þekkingunni hjá þeim.

  • Skítlegt eðli

    Þeir flokkar, þ.e., meðlimir og e.t.v. líka kjósendur þeirra flokka sem seldu glæpamönnum bankana, glæpamennirnir sjálfir og afkomendur þeirra eiga einir að borga reikninginn ef af verður.

  • Ómar Kristjánsson

    það er sjálfstæðisflokkurin og framsóknarflokkurinn sem bera ábyrgð á hrunvíxlinum frá a-ö. SF var í algjöru aukatriði varðandi þann víxil og í mesta lagi þá bara sem vottar.

  • Réttast væri að kjósendur framsjalla fengju sendan reikninginn fyrir hruninu.

  • Hallur.

    Bara til að hafa þetta á hreinu, Geir og Árni lofuðu að borga ICESAVE.

    Enda er þetta reikningur sjálfstæðisflokksins , eins og þú veist manna best !!!

    ICESAVE liðið er allt úr fjármálanefnd sjálfstæðisflokksins !

    Núna er verið að yfirheyra þetta ICESAVE lið !

    Ekki vera að reyna dreyfa umræðunni , þínum sukkflokki í hag !

    Það á eftir að koma margt áhugavert upp úr Luxumborgar möppunum um S-framsóknarhópinn !

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur