Föstudagur 11.02.2011 - 08:09 - 7 ummæli

Umhverfishryðjuverk við Urriðafoss

Það geta flestir verið sammála um að umhverfishryðjuverk hafi verið framið við Urriðafoss.

Annars vegar þeir sem telja að umhverfisráðherra hafi framið hryðjuverk gagnvart íslensku atvinnulífi og efnahagslífi á viðkvæmasta tíma með því að á ólögmætan hátt neita staðfestingu skipulags um Urriðafossvirkjun megi kalla umhverfishryðjuverk.

Hins vegar þeir sem telja að staðfesting dómskerfisins á að umhverfisráðherra beitti ólögmætum leiðum til að koma í veg fyrir Urriðafossvirkjun og Urriðafoss verði því að líkindum virkjaður megi kalla umhverfishryðjuverk.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Kristján Kristinsson

    Slakaðu nú aðeins á og sparaðu gífuryrði og upphrópanir.

  • Tvö álver til viðbótar verða til þess að rétt tæp 90% af raforkuframleiðslu hér á landi fer til stóriðju (álvera). Eru það efnhagshryðjuverk?

  • Kristján Kristinsson

    Hallur snýr (vísvitiandi?) svo orðinu umhverfishryðjuverk á haus. Það er kannski ákveðin taktík. Væri ekki nær að tala um umhverfishryðjuverk þegar foss, eins og t.d. Urriðafoss, er virkjaður? Eða þegar stór landsvæði eru lögð undir uppistöðulón? Eða þegar náttúran er menguð t.d. með díoxíni?

  • um 8% af villtum laxastofni Íslands heldur til á þessu svæði í Þjórsá. Áin er hins vegar ekki þekkt vegna þess að hún virðist ekki henta fyrir stangveiði en um 2000 laxar koma þar á land á hverju ári. Þetta er sá villti sem fæst í melabúðinni. Stíflur af þessu tagi eyðilagt laxastofna víða í heiminum. Menn efast mjög um að ,,seiðaskiljur“ muni hafa nokkuð að segja, og hvort þau muni hafa almennileg búsvæði eftir að virkjað verður. Það er merki um andlega örbirgð að taka þá áhættu að eyða 8% af heilli dýrategund þegar þjóðin framleiðir nú þegar fimm sinnum meira en hún þarf sjálf á að halda. Það er merki um mikla stórmennsku hjá þeim sem nú nýtir laxinn – að sætta sig við útrýmingu á dýrastofni – en fá í staðinn kílóverðið á þeim laxi sem hann veiðir bættan. Það á enginn að geta gert samning af þessu tagi.

  • Kristján Kristinsson

    Fullkomlega sammála Andra og niðurlagi hans. Enginn á að geta gert samning sem þennan um laxinn. Í ljósi umræðunnar um eignarhald á fisknum í sjónum og þeirri kröfu að fiskurinn sé eign þjóðarinnar þá hlýtur landinn að gera sömu kröfu um laxinn og annan vatnafisk, vatnið, árnar, heita vatnið, hálendið o.s.fr. Það er því alveg út í hött að ákvarðanir um virkjanir (vatnsaflsvirkjanir og gufuaflsvirkjanir) séu í höndum sveitarfélaga, sem oft eru mjög fámennar. Því hlýtur krafan að vera sú að skipulagsvaldið (aðalskipulag) yfir auðlindunum verði fært aftur til ríkisins. Annað tel ég vera brot á mínum réttindum og geng svo langt að segja lýðræðislegur réttur minn sé brotinn.

  • Reynir Sigurðsson

    Hernaðurinn gegn landinu er í fullum gandi og þar eru vissulega framin hryðjuverk en þau eru ekki framin af umhverfis verndarmönnum.
    Það er fullkomlega glatað að sveitastjórnir hafi eitthvað vald um virkjanir.
    Það hefur marg sýnt sig að þröngsýni og gróðavonin er það sem þar stýrir för.
    Náttúran er þeim aðeins mótstöðumaður sem sem ber að brjóta undir sig , beisla og blóðmjólka.
    Að náttúran geti haft eitthvað annað gildi er þeim mjög framandi.

  • Eru ekki eigendur Urriðafoss þeir sömu og hafa ítrekað verið kærðir fyrir netaveiði ?

    Eina sem þeir hugsa um eru peningar !!!

    Spurningin er um hina eigendur jarða í kringum Urriðafoss ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur