Mánudagur 14.02.2011 - 18:14 - 3 ummæli

Faglega löggu með forvirkar rannsóknarheimildir

„Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að vinna og leggja fyrir Alþingi frumvarp sem veiti lögreglunni sambærilegar heimildir og lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi (forvirkar rannsóknarheimildir).“

Þannig hljóðar góð þingsályktunartillaga sem lögð hefur verið fram á Alþingi.

Treysti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra mjög vel til að útfæra slíkar heimildir með sérfræðingum sínum því hvað sem mönnum finnst um Ögmund – þá þekkir hann mörk þess hvenær gengið er of nærri persónufrelsinu. Því forvirkar rannsóknarheimildir eins nauðynlegar og þær eru mega ekki ganga of nærri persónufrelsi okkar.

Nauðsynlegt skref sem þau Siv Friðleifsdóttir, Róbert Marshall, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Kristján L. Möller,  Sigurður Ingi Jóhannsson og Höskuldur Þórhallsson stíga með þingsályktunartillögunni.

En það má ekki gleyma því að farsæl framkvæmd löggæslu byggir á öflugru og faglegri lögreglu.

Því miður stöndum við frammi fyrir því að góð lögregla gæti versnað verulega vegna fjárskorts.

Treysti Ögmundi að koma í veg fyrir að slíkt gerist.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Björn Kristinsson

    Hver er munurinn á þessari tillögu og þeirri sem Ragna Árnadóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra lagði fram á sýnum tíma ?

    Annars eru nokkrar staðreyndir sem ætti að hafa í huga:

    1) Staða lögreglunnar í dag er slæm en það stafar einkum af fjársvelti til hennar og skilningsleysi af hálfu stjórnvalda. Hlutverk lögreglunnar er að veita borgurum landsins vernd en nálgun stjórnvalda er ekki hægt að skilja á annan hátt sem barnslega sýn og vanmati á aðstæðum.

    2) Forvirkar aðgerðir bæta stöðu lögreglunnar aðeins að hluta til í dag. Það sem vantar í dag er aukið fjármagn til að fjölga lögreglumönnum. Þannig getur hún orðið sýnilegri og virkari í störfum. Þetta er fyrsta skrefið Hallur.

    3) Forvirkar aðgerðir geta verið ágætar að vissu leiti en er mjög tvíeggjað vopn. Markmið þeirra á jú að geta „skrínað“ samskipti í leit að mynstri og þannig komið í veg fyrir glæpi. Þú veist Hallur jafnvel og ég að til að ná árangri hér verður að „skrína“ ÖLL samskipti. Þetta verður fólk að hafa í huga. Í annan stað er hollt að hafa í huga að slíkar forvirkar aðgerðir munu ALDREI útrýma glæpum. Þau færa aðeins samskipti glæpamanna á annað stig.

  • Hallur Magnússon

    Björn.

    Kærar þakkir fyrir þetta góða og málefnalega innlegg.

    Um punkt 1 og 2 erum við algerlega sammála.

    Minni á blogg mitt: Lögga á nærbuxunum!

    http://blog.eyjan.is/hallurm/2010/12/02/logga-a-naerbuxunum/

    Hvað punkt 3 varðar – þá er algerlega rétt að um er að ræða tvíeggjað vopn. Þess heldur þarf að tryggja faglega og vel skipaða lögreglu. Einnig klárar og skírar leikreglur – og hvernig eftirliti með lögreglu skal háttað.

    Þá kemur upp vandamálið: Quis custodiet ipsos custodes?

  • Björgvin Ragnarsson

    „Treysti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra mjög vel til að útfæra slíkar heimildir með sérfræðingum sínum því hvað sem mönnum finnst um Ögmund – þá þekkir hann mörk þess hvenær gengið er of nærri persónufrelsinu.“

    Eru þessi mörk ekki að liggja þarf fyrir rökstuddur grunur um brot?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur