Mörður Árnason þingmaður og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafa styrkt stöðu sína meðal öfgafullra umhverfissinna. Mörður með því að saka Landsvirkjun um mútur og Svandísi fyrir að misbeita ráðherravaldi sínu. Hvorutveggja hljómar dásamlega í eyrum hinna öfgafullu.
Vinstri menn eru dálítið eins og unglingar. Að deyja úr réttlætiskennd – gagnvart öllum öðrum en sjálfum sér.
Því mun aldrei hvarfla að Svandís og Merði að segja af sér vegna ummæla eða misbeitingar valds í þágu öfgafullrar umhverfisstefnu hvað sem á dynur. Enda eru þau að uppfylla væntingar kjósenda sinna. Kjósenda sem telja atvinnuuppbyggingu aukaatriði ef atvinna þarf að byggja á nýtingu náttúruauðlinda í formi virkjanna.
Mörður sagði bara satt. Auðvitað eru þetta mútur.
Heyr, heyr, Hallur.
Ætli Mörður líti á styrki ESB til að liðka fyrir aðild Íslands að ESB, sem mútur?
Mörður nefndi það mútur og skrifaði það líka.
Samkvæmt íslenskum lögum eru mútugjafir og móttaka þeirra lögleg svo fremi sem slíkt er ekki beinlínis bannað. Also sprach Hæstiréttur.
Þegar Mörður sakar Landsvirkjun um mútur er hann því ekki að saka fyrirtækið um ólöglegan gerning, heldur þvert á móti.
„Mútur eru vissulega stórt orð – en ég bara kann ekki annað kurteislegra. Hreppsnefndin var búin að segja nei, og meirihluti íbúa lýsti sig andsnúinn framkvæmdunum – en þá boðaði Friðrik Sophusson þáverandi forstjóri boðar til fundar og lagði fram splunkunýtt tilboð, sem endaði með samningunum í júlí 2007 um bundna slitlagið, vatnstankinn og gsm-sambandið. Og forkólfar Flóamanna gáfust upp.“
(af síðu Marðar frá því dag)
Mútur/greiðslur þetta er svona svipað og fyrirtæki gera í Afríku þegar þeir eru að ná undir sig námuréttindum.
„Þorsteinn[Hilmarsson] segir að lagt hafi verið út fyrir fundarsetu og fleira sem sé umfram venjulega stjórnsýslu í sveitarfélögunum. Sama eigi við um Flóahrepps og rauninni önnur sveitarfélög, til dæmis á Austurlandi.“
Þetta er úr frétt á visir.is frá 2009. Þar stóð að sveitarstjórnamenn fengu greiddar 200 þúsund krónur fyrir fundi vegna aðalskipulags. Fundirnir voru óskráðir en miðað við 10 fundi. Þ.e. 20 þúsund fyrir hvern fund a.m.k.k í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Auk þess fengu sveitarfélögin ýmsan kosnað greiddan.
Þetta eru bara merki um vinnubrögð sem vonandi eru nú liðin tíð. En við köllum svona múturgreiðslur þegar við erum að tala um Afríku. Ég sé engan mun hvernig þetta var unnið hér.
Kæri Hallur,
Hvað gefur þér leyfi að uppnefna fólk eins og Mörð og Svandísi (og þar með mig og svo marga, marga aðra) sem öfgafulla umhverfissina? Hvað er að vera öfgafullur umhverfissinni? Er það vegna þess að þau og svo margir aðrir, þar á meðal ég, erum ekki sammála skoðunum þínum um að virkja beri alla nýtanlega orku á landinu? Teljast þín sjónamið þá óskaplega hófstillt?
Ég sá þig í Silfrinu og verð að segja á mér fannst ákaflega lítið til þín koma, þ.e. þú hafðir ekkert fram að færa. Þú ert, eins og margir aðrir, bundinn í klafa frasanna sem kastað er fyrir þér eins bein fyrir hundi. Klifar á frösunum en kemur ekki með neinar lausnir. Ríkisstjórnin gerir ekkert, Besti flokkurinn gerir ekkert, öfgafullir umhverfissinnar, verið að rústa hinu og þessu, atvinnuleysi, engin atvinnuuppbygging, ráðherrar núverandi ríkisstjórnar misbeita valdi sínu (kom on!), úlfur, úlfur. Heldur því fram að allar aðgerðir „öfgafullra umhverfissinna“ hafið tafið gríðarlega fyrir atvinnuppbyggingu sem er ekki rétt (og þú veist það).
Ég nefni eitt dæmi sem þáverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttir misbeitti klárlega valdi sínu en það var þegar hún samþykkti Kárahnjúkavirkjun. Skipulagsstofnun, sem þá hafði úrskurðarvald, lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun og taldi hana hafa gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll. Hvað gerði Sif? Hún sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar og í framhaldinu var Skipulagsstofnun lögð niður í þeirri mynd sem hún var. Gert áhrifalaust apparat. Núna er hún bara ráðgefandi. Þetta kalla ég að misbeita valdi sínu.
Ég hvet þig eindregið að kynna þér málin sem þú fjallar um áður en þú tjáir þig um þau, hættir að uppnefna fólk og gera lítið úr skoðunum þeirra sem ekki eru sammála þér, hættir að klifa á frösum en þess í stað að mynda þér sjálfstæða skoðun, svara málefnum á málefnanlegan hátt og að lokum koma með lausnir á því sem þú telur ekki vera rétt gert.
Nú deila margir á þá húsnæðisstefnu sem þú áttir þátt í að móta Hallur. Ómaklega að ýmsu leyti að mínu mati. Hvað þætti þér um að þeir sem eru annarrar skoðunar en þú uppnefndu þig efnahagshryðjuverkamann? Þetta er lágkúra sem ég hélt að hófsamir framsóknarmenn forðuðust.
Með vísan í þennan pistil http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/02/11/umhverfishrydjuverk-vid-urridafoss/ og umræðu þína um öfgastefnu.
Hvaða orð viltu nota um þennan gerning LV, Hallur?
Ágæti Kristján.
Nú ert þú að lesa pistla mína eins og skrattinn Biblíuna.
Hvar „uppnefni“ ég Mörð og Svandísi? Hvergi.
Hvar geri ég lítið úr skoðunum annarra? Hvergi.
Ég greini hins vegar
Hins vegar ert þú að gera mér upp skoðanir:
„Er það vegna þess að þau og svo margir aðrir, þar á meðal ég, erum ekki sammála skoðunum þínum um að virkja beri alla nýtanlega orku á landinu? Teljast þín sjónamið þá óskaplega hófstillt?“
Mér er nokk sama hvort þér finnst mikið eða lítið til mín koma. Það er þitt vandamál en ekki mitt.
Hins vegar stend ég við ummæli mín í þættinum um ríkisstjórnina og Bezta flokkinn.
Það er enginn munur á framferði ráðherra og stjórnmálamanna núverandi ríkisstjórnar og framferði ráðherra og þingmanna fyrrverandi stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Pólitíkin hefur því miður ekkert gerst. Ég bjóst við breytingum.
Hvar eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum?
Brandarinn með Besta flokkinn var skiljanlegur. En þetta er því miður barta strákaklíka sem allt í einu fékk völd – án eiginlegs baklands og stefnu.
Því miður þá stöðvaði Bezti flokkurinn jákvæða þróun í borgarmálunum – þróun samvinnustjórnmála – sem stunduð voru með góðum árangri síðari hluta kjörtímabilsins. Þar tók meirihluti og minnihluti höndum saman í flest öllum málum – og áhersla var lögð á samvinnu.
Þau vinnubrögð eru fyrir bí.
Það er reyndar hjákátlegt að saka mig um að koma ekki með lausnir! Það hef ég gert um langt árabil.
Bendi þér á að lesa pistla mína á Eyjunni – og áður Moggabloggið. Þar finnur þú fullt af lausnum í fullt af málum.
Þá er ennþá galnara að segja að ég geri lítið úr skoðunum fólks. Þvert á móti. Þá ber ég virðingu fyrir skoðunum annarra. Enda hvar í pistli mínum hér að framan geri ég lítið úr skoðunum annarra?
Hvergi.
Hvar í Silfrinu geri ég lítið úr skoðunum annarra?
Hvergi. Þvert á móti var ég þar á öndverðu meiði við þá sem kallað hafa eftir afsögn Svandísar Svavarsdóttur. Ber það vott um að gera lítið úr skoðunum annarra? Held ekki.
Ég held ég verði að snúa þínum eigin orðum upp á þig:
„Ég hvet þig til að kynna þér málin áður en þú tjáir þig um þau …“
Guðmundur.
Lestu pistilinn minn um Umhverfishryðjuverk aftur.
Ég tek enga afstöðu. Dreg einungis fram andstæð sjónarmið í málinu – og hvernig andstæðar fylkingar líta á málið – og geta í orðræðunni notað sama hugtakið gegn hvor öðrum.
Flóknara er það ekki.
Ég tel mig ekki öfgafullan umhverfissinna en samt sem áður hafa bæði Svandís og Mörður styrkt stöðu sína í mínum huga. Ég tek ofan fyrir Merði með því að nefna gjörningana réttum nöfnum. Hvað er þetta annað en mútur?
Einnig er fráleitt að tala um að Svandís hafi brotið lög þó að hún og hæstiréttur séu ekki sammála um túlkun laganna. Það er einmitt þetta sem vantar að látið sé reyna á lögin með dómi. Alltof oft er mistúlkun ráðamanna á lögum látin gilda landi og þjóð til bölvunar. Ég læt nægja að nefna gengistryggingar lána í þessu sambandi.
Pétur.
Þú ert semsagt sammála þessari greiningu minni?
Pólitísk staða þeirra hefur styrkst.
Reyndar er ekki hægt að segja að Svandís hafi ekki brotið lög. Ef hæstiréttur dæmir málið þannig – þá er það lögbrot. Hvað sem okkur finnst um dóminn.
Hins vegar er allt annað mál hvort það kalli á afsögn.
1. Þú segir að Mörður og Svandís hafi „styrkt stöðu sína meðal öfgafullra umhverfissinna“. Hvað þýðir það? Að þau eru ekki öfgafullir umhverfissinnar en við sem erum sammála þeirra skoðunum séum það? Hver er munurinn? Mér finnst þú fara þá fjári fínt í hlutina þegar þú telur þig ekki vera uppnefna Svandísi og Mörð. Skilgreindu svo hinn öfgafulla (íslenska) umhverfissinna og öfgafulla umhverfisstefnu. Það myndi hjálpa mikið í þessari umræðu.
2. Þú segir að Svandís hafi misbeitt valdi sínu sem ráðherra. Af hverju kallar það ekki á afsögn? Og svo segirðu: „Því mun aldrei hvarfla að Svandís og Merði að segja af sér vegna ummæla eða misbeitingar valds í þágu öfgafullrar umhverfisstefnu hvað sem á dynur.“ Mér finnst þú vera með þessu orðalagi vera að kalla eftir afsögn.
3. Kannski er ég að gera þér upp skoðanir, en meðan þú útskýrir ekki mál þitt betur og á málefnalegri hátt þá hættir mér að gera fólki upp skoðanir. Þessi pistill, og sá er fjallaði um umhverfishryðjuverk Svandísar, eru stútfullir af dylgjum (og dónaskap) að maður hlýtur ósjálfrátt að reyna að komast inn í þinn hugarheim.
4. Í þessum pistli þínum ertu að gera vinstri mönnum upp skoðanir að það hálfa væri miklu meira en nóg: „Vinstri menn eru dálítið eins og unglingar. Að deyja úr réttlætiskennd – gagnvart öllum öðrum en sjálfum sér.“ Og „Kjósenda sem telja atvinnuuppbyggingu aukaatriði ef atvinna þarf að byggja á nýtingu náttúruauðlinda í formi virkjanna.“
5. Ég er sammála Pétri að ofan. Það var verið að láta reyna á lög fyrir dómi og úrskurður ráðherra var dæmdur ógildur. Er það þá alltaf þannig (sjálfgefið) að ef úrskurður ráðherra er honum í óhag að viðkomandi hafi misbeitt valdi sínu, eins og þú gefur í skyn í þessu tilfelli? Útskýrðu líka nánar hvernig Svandís misbeitti valdi sínu.
7. Nú hefur Alþingi skerpt á þessum lögum sem deilt var um í Hæstarétti. Hvað finnst þér um það?
8. Í svari þínu uppnefnir þú Besta flokkinn strákaklíku. Mjög undarlegt og frekar niðrandi orðalag. Er sá flokkur eitthvað að standa sig ver í þessu gríðarlega erfiðu árferði en einhver flokkur með bakland og stefnu?
9. Samvinnustjórnmál í Reykjavík dóu á síðasta kjörtímabili þar sem upp blossaði gríðarlega valdabarátta.
10. Hvaða lausnir ert þú með varðandi niðurskurð í Reykjavíkurborg þar sem þú ert ósammála þeim sem nú eru viðraðar?
Þú sýndir með þessum pisli
http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/02/10/hrunvixill-ihaldsins-fellur-a-thjodina/
að þú ert ekki marktækur álitsgjafi heldur frekar lágkúrulegur flokks bloggari
Það verður seint sagt að þessi pistill þinn marki tímamót í umræðulist, hvað þá svörin sem þú veitir við athugasemdum.
Mörður kallar mútur mútur og allir hoppa upp á nef sér, þú líka, Svandís var ekki dæmd fyrir að misbeita valdi en réttlætiskennd hægri manna, sem ekki síður en vinstri menn, eru að deyja úr henni gagnvart öðrum en sjálfum sér kemur berlega í ljós í þessum pistli og koma manni helst tvö orð í hug í þessu sambandi, grjót og glerhús.
Orðræðan hjá þér er lík Hólmsteinsþrugli þegar þú svo tengir okkur sem erum hófsöm við öfga (útúrsnúningar óþarfir, þú veist hvað átt er við).
Neðar nærðu þér svo almennilega á strik þegar þú ert búinn að tengja almenning, sem er sammála því að kalla mútur mútur og er ekki tilbúninn til að viðurkenna fyrirgreiðslupólitík þá sem stunduð hefur verið af hægri flokkunum, þegar þú segir þá vera á móti atvinnuuppbyggingu.
Fyrirsjáanlegir frasar sem sjást í mílu fjarlægð þegar framsóknarmenn eiga í hlut og búið að nota í tugi ára, sorry, frasarnir eru löngu orðnir gegnsæjir.
Fólk er búið að fá nóg af frösunum og eins og þú réttilega bendir á þá þarf breitingu, sú breyting felst einmitt í því að losna við fyrirgreiðslupólitík og frasakarp eins og þú stundar ásamt þeim flokki sem þú ert bundinn.
Sættu þig við það að almenningur kýs ekki framsóknarstefnuna, framsókn hefur lifað af í íslenskum stjórnmálum í skjóli spillingar og ójafns atkvæðisréttar.
Og meðan ég man, aldrei hvarlaði það að nokkrum ráðherra framsóknar að segja af sér, jafnvel þegar þjóðin var dreginn inn í ólöglegt stríð af tveimur stríðsherrum, öðrum sjálfstæðum hinum framsæknum.
Það eru talsverð vonbrigði, Hallur, að þú skulir telja þessi 2007 vinnubrögð Landsvirkjunar í lagi.
.
Ég átti von á ferskari sýn frá þér.
1. nei, það þýðir ekki að þau séu „öfgafullir umhverfissinnar“. Ekki frekar en ég er ekki múslími þótt ég hafi væntanlega styrkt stöðu mína meðal íslenskra múslíma í bloggfærslu í síðustu viku. Ég þekki Svandísi ágætlega – hún er skólasystir mín úr MH og við ræðum stundum pólitík – stundum sammála og stundum ekki. Af hverju ætti ég að vera að uppnefna hana?
2. Ég er bara alls ekki að kalla eftir afsögn! Ég hef reyndar verið gagnrýndur fyrir að gera það ekki. Varstu ekki að horfa á Silfrið í gær?
En ég er líka að segja að þótt ráðherra verði undir í dómsmáli – þar sem hæstiréttur er að skera úr um lagatúlkun – þá Þurfi það ekki sjálfkrafa að kalla á afsögn. Það fer algerlega eftir eðli brotsins. Svandís fór bara eftir stefnu síns flokks – eins og hún var kjörin til.
3. Enn og aftur. Þú ættir að lesa pistil minn frá því fyrir helgi aftur:
„Það geta flestir verið sammála um að umhverfishryðjuverk hafi verið framið við Urriðafoss.
Annars vegar þeir sem telja að umhverfisráðherra hafi framið hryðjuverk gagnvart íslensku atvinnulífi og efnahagslífi á viðkvæmasta tíma með því að á ólögmætan hátt neita staðfestingu skipulags um Urriðafossvirkjun megi kalla umhverfishryðjuverk.
Hins vegar þeir sem telja að staðfesting dómskerfisins á að umhverfisráðherra beitti ólögmætum leiðum til að koma í veg fyrir Urriðafossvirkjun og Urriðafoss verði því að líkindum virkjaður megi kalla umhverfishryðjuverk.“
Eini dónskapurinn í tengslum við þann pistil eru í athugasemdum þínum þar sem þú gerir mér upp skoðanir.
4. Það hefur aldrei blasað betur við en einmitt nú að
„Vinstri menn eru dálítið eins og unglingar. Að deyja úr réttlætiskennd – gagnvart öllum öðrum en sjálfum sér.“
Þeir eru nokkrir bæði í ríkisstjórn og á Alþingi sem í gegnum tíðina hafa gagnrýnt pólitíska andstæðinga af hörku – en haga sér nákvæmlega eins þegar þau komust í ríkisstjórn!
Ætlar þú að neita því að Mörður og Svandís hafi styrkt stöðu sína gagnvart kjósendum „…sem telja atvinnuuppbyggingu aukaatriði ef atvinna þarf að byggja á nýtingu náttúruauðlinda í formi virkjanna.“
Ég segi hvergi að þeir kjósendur séu vinstri menn. Það ert þú sem velur að kjósa það.
5. Svandís vissi að embættisfærsla hennar væri í besta falli vafasöm. Hún tók hins vegar þá pólitísku ákvörðun og áhættu að brjóta lög. Það má kalla misbeitingu valds. Get lofað þér að margir vinstri menn hefðu kallað slílt misbeitingu valds ef um Sjálfstæðismann hefði verið að ræða. Eða Framsóknarmann.
7. Mér finns það vera skylda Alþingis að skerpa á lögum þegar það á við. Við erum því miður með allt of mörg lagaákvæði sem ekki eru nægilega skýr.
8. Já. Þú skalt rifja upp hvernig flokkurinn var stofnaður.
Ég þekki suma. Flottir strákar. Einar Örn og Óttar Proppé – báðir mjög vel gefnir. En þeir haga sér eins og aðrar strákaklíkur í pólitík. Geta því ekki þóst betri. Ég hafði meiri trú á þeim. Hins vegar kusu Reykvíkingar þá – og þal. þessi vinnubrögð. Geri í sjálfu sér ekki athugasemdir við það.
Mér þykir bara verst að það var jákvæð þróun í vinnubrögðum í borgarstjórn Reykjavíkur síðari hluta síðasta kjörtímabils. Þeirri þróun lauk. Gömlu vinnubrögðin tekin upp. Það er gagnrýnivert.
9. Nei. Nú er skammtímaminnið farið að klikka hjá þér. Pólitíkin náði ákveðnum lægðum fyrri hluta kjörtímabilsins – en var á réttri leið síðari hluta hans. Þá voru stunduð samvinnustjórnmál.
10. Aðferðafræðin. Starfsmenn borgarinnar náðu að spara verulega fjármuni – án þess að draga um of úr þjónustu á síðara hluta síðasta kjörtímabils. Þegar samvinnustjórnmál voru stunduð. Þá var verkið unnið frá grasrótinni og upp. Nú hefur verkið verið unnið að ofan – og tilskipun niður. Án samráðs og samvinnu.
jkr.
Hvað í þeim pistli sem þú bendir á er rangt?
Ætlar þú að neita því að IceSave klúðriið hafi hafist í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?
Ætlar þú að neita því að VG hafi ekki komið að klúðrinu með Svavarssamningnum?
Halló!
Einsi.
Hvar hef ég fjallað um vinnubrögð Landsvirkjunar? Ég hef hvorki sagt þau í lagi né í ólagi – eða er það?
Hrunavíxilinn var útfyltur í tíð ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Að mínu áliti eiga Framsóknarmenn að viðurkenna hlut sinn í óstjórn fyrri ára.
Það tekur sjö ár fyrir afturbatapíku að verða hrein mey á ný, en það hefur ekki tekið nema nokkra mánuði fyrir Framsóknarflokkinn.
búúúú af bloggsviðinu með þig
Berjumst á móti hernaðnum gegn landinu!
jkr.
Nei, það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem skrifuðu upp á IceSave hrunvíxilinn.
Hins vegar var það ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem einkavæddu bankana.
Það er allt annað – og má gagnrýna framkvæmd þeirrar einkavæðingar. Það var bara ekki umfjöllunarefni pistilins míns – heldur hrunvíxill Samfó og íhalds.
Ari.
Þetta er afar málefnalegt hjá þér 🙂
„Öfgafullir umhverfissinnar“ er uppnefni Hallur minn. Líttu í orðabók áður en þú lætur þessi orð á prent. öfga·fenginn, öfga·fullur = gefinn fyrir ýkjur, öfgar ofstopafullur, stækur
Sjá :http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=2&sw=%C3%B6fgafullir&btn=Leita&action=search&b=x