Fimmtudagur 24.02.2011 - 08:27 - Rita ummæli

Landbúnaðarstofnun á Sauðárkrók

Iðnaðarráðherra var að setja á fót nefnda sem skoða á að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar.  Það er nauðsynlegt að nefndin taki inn í myndina að Byggðastofnun taki yfir verkefni sem eiga heima í landbúnaðarstofnun.

Eins og fram hefur komið  núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt umsýslu landbúnaðarstyrkja til hagsmunasamtaka bænda stenst engan veginn grundvallaratriði í vandaðri stjórnsýslu. Það er ljóst að því fyrirkomulagi þarf að breyta.  Slík breyting kanna að verða eitt af skilyrðum ESB ef ísland gengur í Evrópusambandinu.

Fyrst gera þarf breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarins á að sjálfsögðu að flytja þennan hluta stjórnsýslunnar af malbikinu og í blómlegt landbúnaðarhérað. Þar kemur Skagafjörðurinn strax upp í hugann.

Byggðastofnun er staðsett á Sauðárkróki. Það gæti því verið snjallt að færa hluta stjórnsýslu landbúnaðarins inn í Byggðastofnun – og þar af leiðandi á Sauðárkrók.  Slíkur flutningur skiptir miklu máli fyrir Skagafjörð – en brotthvarfið úr Reykjavík skiptir engu máli fyrir Reykjavík.

… og fyrst verið er að skoða framtíð Byggðastofnunar á annað borð – þá er rétt að taka þetta með í reikninginn.

Sjá einnig fyrri pistil: „ESB“ stofnun í Skagafjörðinn“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur