Iðnaðarráðherra var að setja á fót nefnda sem skoða á að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar. Það er nauðsynlegt að nefndin taki inn í myndina að Byggðastofnun taki yfir verkefni sem eiga heima í landbúnaðarstofnun.
Eins og fram hefur komið núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt umsýslu landbúnaðarstyrkja til hagsmunasamtaka bænda stenst engan veginn grundvallaratriði í vandaðri stjórnsýslu. Það er ljóst að því fyrirkomulagi þarf að breyta. Slík breyting kanna að verða eitt af skilyrðum ESB ef ísland gengur í Evrópusambandinu.
Fyrst gera þarf breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarins á að sjálfsögðu að flytja þennan hluta stjórnsýslunnar af malbikinu og í blómlegt landbúnaðarhérað. Þar kemur Skagafjörðurinn strax upp í hugann.
Byggðastofnun er staðsett á Sauðárkróki. Það gæti því verið snjallt að færa hluta stjórnsýslu landbúnaðarins inn í Byggðastofnun – og þar af leiðandi á Sauðárkrók. Slíkur flutningur skiptir miklu máli fyrir Skagafjörð – en brotthvarfið úr Reykjavík skiptir engu máli fyrir Reykjavík.
… og fyrst verið er að skoða framtíð Byggðastofnunar á annað borð – þá er rétt að taka þetta með í reikninginn.
Sjá einnig fyrri pistil: „ESB“ stofnun í Skagafjörðinn“
Rita ummæli