Fimmtudagur 17.03.2011 - 17:17 - 4 ummæli

Stórbrotin japönsk fórnfýsi

Fórnfýsi virðist Japönum í blóð borin. Nú berjast japanskir starfsmenn kjarnorkuversins í Fukushima við að koma í veg fyrir enn alvarlegra kjarnorkuslys en orðið er. Þeir eru að hætta lífi sínu í baráttunni – og vita það fullvel.  Þetta virðist sama elementið og hjá kamikaze flugmönnunum í síðari heimsstyrjöldinn sem fórnuði lífi sínu skipulega til að verja föðurlandið.

Það tekur á að lesa viðbrögð aðstandenda þessara starfsmanna sem eru að fórna heilsu sinni og jafnvel lífi.  Starfsmanna sem eru af þeirri einu þjóð sem upplifað hefur kjarnorkuvopnaárás.

Eftirfarandi er af vef DV.is:

Þó að nöfn starfsmannanna hafi ekki verið gefin upp þá hafa birst viðtöl við ættingja þeirra í fjölmiðlum í Japan. Ung kona sagði í viðtali að faðir hennar hefði tekið örlögum sínum sem dauðadómi.

 Önnur kona sagðist vita til þess að eiginmaður hennar hefði haldið áfram að störfum þrátt fyrir að vita að hann yrði fyrir mikilli geislun. Hann sendi henni tölvupóst sem í stóð: „Þið verðið að gera það fyrir mig að halda áfram að lifa hamingjusömu lífi, ég kem ekki heim alveg strax.“

Þá birti japönsk stúlka færslu á Twitter í sem í stóð: „Pabbi minn fór til vinnu í kjarnorkuverinu, ég hef aldrei séð mömmu gráta svona mikið. Fólkið í kjarnorkuverinu er að berjast og fórna sér til að vernda ykkur. Gerðu það pabbi komdu aftur heim á lífi.“

Viðbót:

Þetta eru hetjur:

Verkfræðingar í japanska kjarnorkuverinu í Fukushima hafa náð að tengja rafmagnskapal við kjarnaofn tvö sem gerir það að verkum að þeir geta endurræst pumpur sem dæla vatni í ofninn. Alls eru ofnarnir fjórir en kælikerfið var bilað í þeim öllum.

Sá áfangi er afar mikilvægur en starfsmenn hafa kappkostað við að kæla ofnana með vatni og sjó svo þeir bræði ekki úr sér og valdi meiriháttar kjarnorkuslysi. Meðal annars hafa þyrlur hellt tonnum af vatni ofan í ofnana.

Váin er þó hvergi lokið og enn er fólki ráðlagt að halda sig í 20 kílómetra fjarlægð frá verinu. Sum þjóðríki hafa mælt með því við þegna sína að halda sig í minnsta kosti 50 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu.

Kjarnorkuverið laskaðist verulega eftir jarðskjálftann á föstudaginn síðasta með þeim afleiðingum að ekki var unnt að kæla kjarnaofnana.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Björn Kristinsson

    http://abcnews.go.com/International/relatives-break-silence-japans-heroes-fukushima-50/story?id=13155666

    Ég er orðlaus. Ég vil ekki vera hrokafullur en er ekki eitthvað smá „element“ hér sem við erum ekki að virkja ?

  • Það er mjög átakanlegt að lesa þetta, sem og annað sem hefur verið skrifað um öll þau fórnarlömb sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum skelfilega jarðskjálfta.

  • Maður getur ekki annað en hneigt sitt auma höfuð í auðmýkt.
    Kveðja að norðan.

  • Magnús R. Einarsson

    Önnur frétt af Japönum, sem lítið hefur farið fyrir, en sýnir líka úr hverju þessi þjóð er gerð. Hún er sú að ekkert hefur borið á þjófnaði, óeirðum, svindli eða öðru siðleysi sem hefur einkennt álíka hörmungar hjá öðrum þjóðum. Til dæmis þurfti að senda fjölmennt og þungvopnað Þjóðvarðlið Bandaríkjanna til New Orleans til að verja líf og eigur fólks í kjölfar flóðanna þar. Það samfélag brotnaði algerlega niður við áfallið. Ég ber djúpa virðingu fyrir Japönsku þjóðinni og finn til með henni í þessum ótrúlegu hamförum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur