Sunnudagur 20.03.2011 - 23:59 - 8 ummæli

Bullið í Villa Bjarna!

Fréttamenn sækja í Vilhjálm Bjarnason háskólakennara eins og mý í mykjuskán þegar þeir þurfa krassandi, en lítt rökstuddar fyrirsagnir á æsifréttir sínar. Þá skiptir engu hvort eitthvert samhengi er í hlutunum eða ekki – Villi klikkar ekki með krassandi staðhæfingar – sem fréttamenn passa sig á að sannreyna ekki.

Þetta á ekki síst við ef fjallað er um Íbúðalánasjóð – en eins og alþjóð veit firrtist Vilhjálmur Bjarnason allnokkuð þegar síðasta stjórn Íbúðalánasjóðs treysti sér ekki til að ráða hann sem framkvæmdastjóra sjóðsins – heldur réð ungan, vel menntaðan og efnilegan bankamann í starfið.

Enn einu sinni fékk Vilhjálmur Bjarnason háskólakennari sviðið sem honum líkar svo vel í fréttatíma RÚV. Enn einu sinni bullaði hann tóma vitleysu – vitleysu sem reyndar er oftar en einu sinni og oftar en tvisvar búið að hrekja.

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir þessari áráttu fréttamanna – en ég skil þá sossum vel – gamall blaðamaðurinn. Ef þeir þurfa krassandi fyrirsögn – þá tala þeir bara við Villa!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Þessi pistill er klassískt dæmi um það sem er að.

    Ég er engu nær um hvað það var sem hann sagði sem pirraði þig svo mjög.

    Þú hjólar bara í manninn og gerir ENGA tilraun til að greina frá staðreyndum málsins.

    Lélegur.is

  • Hallur Magnússon

    Oddur.

    Það er svo margoft búið að leiðrétta Villa Bjarna – þannig mér þótti ekki ástæða til þess að gera það einu sinni enn.

    Vilhjálmur Bjarnason vó afar ómaklega – og gersamlega rakalaust – að fyrrum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. Einnig að fráfarandi stjórn sem reyndar hefur það sér til sakar unnið að ráða manninn ekki sem framkvæmdastjóra sjóðsins.

    En fyrst þú vilt þá geta ég td. vísað á þennan pistil.:

    http://blog.eyjan.is/hallurm/2010/12/15/ils-hagnast-um-15-milljarda/

  • Haukur Kristinsson

    Hlýt að taka undir það sem Hallur segir. Heyrði nýlega í Vilhjálmi í Speglinum vegna stöðu sparifjáreigenda. Hann fullyrti enn einu sinni að fjármagnstékjuskattur væri of hár, þó einn sá lægsti í álfunni. Hann fullyrti að fólk tæki þessvegna út sína peninga úr bönkum. Ýtrekað spurður hvað fólk gerði við peninginn, gat hann ekki svarað því og fór að tala um ríkisskuldabréf. Hann virðist enn hafa blauta 2007 drauma þegar vextir voru 15-20% og skatturinn 10%. Fyrir mér er Vilhjálmur enginn sérstakur hæfileikamaður.
    Rétt sem að Hallur segir, hann er of oft í RÚV.

  • Hallur Magnússon

    … svo má minna á að Villi karlinn mærði gjaldeyrislánin í hástert og hvatti fólk eindregið til þess að taka slík lán frekar en krónulán.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Þeir eru víða Villarnir sem Rúv talar við.

    Villi Bjarna, Villi Birgis, Villi Egils. Alltaf góðir í fyrirsagnir

  • Hallur Magnússon

    Af fréttum RÚV um helgina má misskilja að vanskil hjá Íbúðalánasjóði séu 75 milljarðar – eða um 10% af heildarlánum.

    Það rétta er að vanskil eru um 4 milljarðar eða 0,57% af heildarlánum.

    Öööööööörlítill munur!

    … veit ekki hvort Vilhjálmur háskólakennari fattaði muninn.

  • Sammála þér Hallur hvað varðar Vilhjálm Bjarnason sem að mínu mati er stórlega ofmetinn þó fjölmiðlar virðist ekki hafa hugmyndaflug til að leita annað. Vilhjálmur fer líka oft í „gegn um sjálfan sig“ sbr það sem hann sagði á sínum tíma um gengistryggðu lánin.

  • stefán benediktsson

    Hvað telur þú þá að sjóðurinn þurfi að afskrifa? Þarf sjóðurinn ekki þessa 50 milljarða sem nú er verið að tala um að hann þurfi?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur