Þriðjudagur 22.03.2011 - 08:02 - 8 ummæli

Sóknartækifæri ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur nú sóknarfæri til að breyta sjálfri sér úr hálfgerðri minnihlutastjórn með flöktandi stuðningi eigin liðsmanna í öfluga ríkisstjórn sem hefur alla burði til að takast á við þau brýnu verkefni sem framundan eru.  Ekki síst vegna þess að IceSave málið mun verða úr sögunni helgina sem Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing.

Brotthvarf Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki VG gefur ríkisstjórninni svigrúm í huga kjósenda til að endurskipuleggja sig, leita liðsinnis Framsóknarflokksins og vinna nýjan stjórnarsáttmála. Niðurstaða verður þá komin í IceSave málið og áframhald þess máls einungis framkvæmdaratriði.  Það mun því ekki trufla Framsókn lengur.

Ríkisstjórnin veit að hún verður að gera ákveðnar breytingar á stjórnarsáttmálanum og breytingar á vinnubrögðum sínum til að geta tekist á við framtíðina. Að sumu leiti er einfaldara að gera slíka breytingu með því að taka nýjan aðila inn í ríkisstjórnina. Það gefur núverandi stjórnarflokkum „afsökun“ til að gefa eftir í einhverjum stefnumálum sínum.

Breyting á stjórnarsáttmála gerir Framsóknarflokknum einnig kleift að ganga til liðs við ríkisstjórnina án þess að ganga gegn eigin orðum.  Framsóknarmenn geta talað um nýja stjórn á nýjum grunni – núverandi stjórnarflokkar endurnýjaða vinstri stjórn með breyttum áherslum í takt við þróun þjóðmála.

Nú er það einungis spurningin hvort Jóhanna og Steingrímur J. hafa styrk, þor og vilja til að nýta sér þetta sóknarfæri.

Ég er viss um að Framsókn er til í að skoða málið að nokkrum atriðum uppfylltum – enda IceSave ekki lengur að flækjast fyrir!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Halldór úr Hafnarfirði

    Og enn eitt tækifæri gefst fyrir Hall Magnússon fyrir „blauta“ pólitíska drauma um ríkisstjórnaraðild Maddömunnar.

  • Leifur Björnsson

    Er Framsóknarflokkurinn stjórntækur ? Virðist mjög klofinn.

  • Mr. Crane

    Það eru Framsóknarmenn eins og Ásmundur Davíð og Jón Bjarnason til staðar í ríkisstjórninni. Það væri ekki gæfulegt að fá fleiri…

  • Hugmynd Halls á sér ákveðnar rætur. Helft Vinstri-grænna eru hægrisinnaðir framsóknarmenn. Við bætist Ögmundur sem ávallt leikur tveim skjöldum.

    Hún gengur samt ekki upp hvað Samfylkingu varðar þannig að bandamanna til stjórnarsamstarfs er helst að leita í hægri armi Sjálfstæðisflokksins.

  • Eftir langa ríkisstjórnarsetu var það ekki aðeins kærkomin hvíld heldur nauðsyn fyrir Framsóknarflokkinn að vera í stjórnarandstöðu að minnsta kosti eitt kjörtímabil. Ná vopnum sínum á nýjan leik, huga að grasarótinni og stefnumörkun til framtíðar.
    Þess vegna eiga framsóknarmenn að vísa öllum hugleiðingum um þátttöku í núverandi ríkisstjórn á bug. Ríkisstjórnin er komin að fótum fram og engin samstaða um stóru málin sem bíða úrlausnar. Aðkoma Framsóknarflokksins að því þrotabúi myndi ekki gera annað en að skaða flokkinn. Dapurleg reynsla núverandi formanns og flokksmanna af hjálparstarfi af því tagi er enn í fersku minni.
    Krafan um alþingiskosningar verða háværari með hverjum deginum. Forysta framsóknarflokksins á að móta starf sitt með það í huga, að alþingiskosningar séu á næsta leiti. Verði það niðurstaðan og að þeim loknum, þá er fyrst tímabært að huga að ríkisstjórnarsamstarfi.
    Það er ótrúlega lífseigt í kolli sumra framsóknarmanna eins og þeim heiðursmanni Halli Magnússyni, að Framsóknarflokkurinn eigi alltaf að hlaupa til þegar minnsta smuga opnast til þess að komast í ríkisstjórn og þá jafnvel hvað sem það kostar. Sumir virðast aldrei læra af reynslunni. Reynslan hefur nefnilega sýnt og sannað að flokkurinn hefur oft goldið þess dýru verði hversu forystumenn hans hafa verið veikir fyrir ráðherrastólum.

  • Hallur Magnússon

    GSS.

    Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvort Framsóknarflokkurinn eigi eða eigi ekki að taka þátt í ríkisstjórn. Ég er að draga fram þá stöðu sem upp er komin – og hvaða möguleikar stjórnarflokkarnir hafa.

    Ég tel það vera raunhæfan möguleika að Framsóknarflokkurinn ákveði að taka þátt í nýrri stjórn – og á grunni nýs stjórnasáttmála.

    Það er jafn ljóst að slíkt er tvíbeitt fyrir flokkinn.

    Vandi Framsóknarflokksins er meðal annars sá að flokkurinn er ekki að auka fylgi sitt frá síðustu kosningum – oft mælist fylgi hans langt undir kjörfylgi. Það eru því ekki endilega hagsmunir formanns Framsóknarflokksins – og Framsóknarflokkinn í heild að fara í kosningar nú.

    Það eru klárlega ekki heldur hagsmunir ríkisstjórnarflokkanna – sem munu sitja út kjörtímabilið einir sé með áframhaldandi vandræðagangi – eða með nýrri sterkari stjórn. Kosningar í dag gengju frá þessum flokkum – en fylgið færi ekki endilega til Framsóknar – heldur annars vegar á Sjálfstæðisflokkinn sem galt afhroð síðst og getur ekki annað en bætt á sig fylgi – og til einhvers konar Bezta flokks.

    Niðurstaðan gæri því orðið sú stjórn sem ég lýsi hér að framan – þar sem formaður Framsóknarflokksins ákvæði að taka sénsinn og reyna að styrkja stöðu sína of flokksins með ríkisstjórnarþátttöku – þar sem hann fær tækifæri að sýna leiðtogahæfileika sína sem ráðherra í ríkisstjórn – fyrir næstu kosningar.

    Þetta er greining mín á stöðuni – greining sem ég held að sé rétt – en þarf ekki að vera það.

    Svo þakka ég þér fyrir að telja mig í hópi UNGRA FRAMSÓKNARMANNA – en verð að leiðrétt þig. ´´Eg er hvorki ungur né flokksmaður í Framsóknarflokknum lengur 🙂

  • Burtu með núverandi stjórn og Bjarna Ben í burt.Davíð tekur við stjórnartaumum og gerbreytir öllu á íslandi eins og 1991-2004.

  • þetta er skemmtileg stjórnmálaskoðun hjá þeim GSS og Halli og þó Hallur hafi nokkuð til síns máls þá hallast ég sem áhugamanneskja um stjórnmál á liðnum áratugum meira að þeim sjónarmaiðum sem GSS setur hér fram. Hinn nýi formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð ( SDG ) tók við flokknum í innan við 5% fylgi en reif hann upp fyrir kosningar í um 15%. SDG naut auðvitað stuðnings annarra við það verk t.d. Halls Magnússonar sem að mig minnir var kosningastjóri SDG en fyrir okkur sem horfum á úr nokkri fjarlægð er ekki spurning að SDG kom með nýjar hugmyndir og áherslur inn í kosningabaráttuna sem einfaldlega seldu ef svo má segja. Ég get ekki séð að SDG eða Framsókn hafi einhvern hag af því að rugga þeim ávinningi sem þau hafa náð með því að ganga til liðs við dauða ríkisstjórn. SDG er það ungur ( þrjátíu og eitthvað ára gamall ) að honum liggur bara ekkert á með ríkisstjórn, ætti að mínu mati bara að helga sig því að lappa upp á flokkinn sem Jón Sig skildi eftir í rúst þegar hann hljóp frá borði. Mér finndist nærtækast að íhaldið ( XD ) gengi til liðs við Samfylkingu núna og stjórnuðu landinu fram að næstu kosningum eftir tvö ár. Það er þó ljóst í mínum huga að það gjald sem Samfylking þarf að greiða fyrir að fá XD að stjórnarborðinu er að gefa Bjarna Ben eftir forsætisráðuneytið, að hleypa XD að samningum um ESB til jafns við utanríkisráðherra , óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi, vinda ofan af skattastefnu Steingríms J og Indriða, mikill niðurskurður ríkisútgjalda þ.m.t. að skera niður hjá okkur sem vinnum í skólakerfinu og að setja fleiri álver af stað. Hvort þetta er gjald sem Samfylking er tilbúin að greiða fyrir að fá náð fyrir augum XD skal ég ekki segja um en ég er líka viss um að þó BB langi að verða forsætisráðh þá langar hann heldur ekkert að hafa Framsókn með SDG fríspilandi á meðan. XD verður því dýrt fyrir Samfylkinguna í samningum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur