Það var Tími til kominn að endurvekja Tímann, Nú er vefritið Tíminn.is kominn í loftið og lofar góðu. Sérstök áhersla á breiða umfjöllun sem nær til landsins alls er sérstaða Tímans fram yfir aðra miðla. Vonandi ná Tímamenn að halda dampi með þá landsbyggðaráherslu – en hætt er við að keppinautarnir fylgi á einhver hátt í kjölfarið.
Þá verð ég einnig að hrósa Illuga Jökulssyni fyrir Tímans rás – á Eyjunni. Þar er sýnir Illugi sínar bestu hliðar – sem er að koma skemmtilegum fróðleik úr fortíðinn á framfæri við almenning.
Illugi byrjaði reyndar með titilinn Tíminn – heiti sem er í eigu Framsóknarflokksins – en neyddist til að breyta því í Tímans rás. Margir undruðust hörku Framsóknarflokksins í því nafnamáli – en núna sjá menn hvers vegna. Undirbúningur Tímans hafði staðið um nokkurt skeið – og skítt að heitið fari í loftið nokkrum dögum áður en Tíminn.is var settur af stað.
Sem gamall blaðamaður af Tímanum – þá líður mér vel með alla þessa Tíma í kring um mig – þótt ég hefði viljað sjá vefritið og endurvakinn Tíma fyrr.
Enda bauðst ég til þess í byrjun árs 2008 að leigja Tímanafnið af Framsóknarflokknum, gefa út mánaðarblað með heitinu Tíminn og setja á fót vefsíðu sem bæri heitið Tíminn.is. Það var ekki áhugi á því þá – en nú er Tíminn.is kominn í loftið – þótt ég komið ekki nálægt því verkefni.
Ekki í fyrsta sinn í Framsóknarflokknum að aðrir fylgja eftir mínum hugmyndum og tillögum með góðum árangri.
Rita ummæli