Fimmtudagur 24.03.2011 - 21:43 - 10 ummæli

Jóhanna fórnarlamb aðstæðna

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er fórnarlamb aðstæðna. Ég er þess fullviss að hún taldi sig vera að gera rétt og að það hafi verið afar fjarri huga hennar að hún væri að brjóta jafnréttislög með því að ráða karlmann í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. En Jóhanna er fórnarlamb aðstæðna sem hún sjálf skapaði.

Ég finn til með Jóhönnu. Hún er að falla af stalli – og mun mögulega þurfa fortíðar sinnar vegna – að hætta sem forsætisráðherra vegna þess að hún taldi í góðri trú að hún væri að gera rétt – þegar hún var að brjóta jafnréttislög.

Eftirfarandi setning Jóhönnu í bréfi til Samfylkingarfólks kemur klárlega frá hjartanu og er hrein og sönn:

„Á dauða mínum átti ég von frekar en því að einhverjir kæmust að þeirri niðurstöðu að ég hefði brotið jafnréttislög. Fátt hefur enda staðið mér nær í pólitísku starfi mínu en baráttan fyrir jafnrétti kynjanna og í nafni þeirrar baráttu ekki síst tók ég að mér það verkefni að verða formaður Samfylkingarinnar og fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands. Með nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála stend ég hinsvegar í þessum sporum og veit varla hvaðan á mig stendur veðrið…“

Það breytir því ekki að hún – óafvitandi og aldrei þessu vant í trausti til annarra  – braut jafnréttislög. En það var klárlega ekki ásetningur.

Ég er þess fullviss að Jóhanna hefði helst viljað ráða hæfa samflokkssystur sína í embættið – en að hún hafi metið það þannig að það væri faglega rangt að ganga gegn tillögu ráðgjafans sem lagði til að karlinn yrði ráðinn – og að það hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hana pólitískt. Það pólitíska mat á þeim tíma var rétt.

En þrátt fyrir að ekki sé um að ræða ásetningsbrot – þá er um brot að ræða.

Þess vegna held ég að Jóhanna Sigurðardóttir muni segja af sér. Ég sé ekki eftir henni sem forsætisráðherra. Hún hefur gert  margt ágætt – en hins vegar að mínu viti tekið allt of margar rangar ákvarðanir á örlagatímum. Tími merks stjórnmálamanns er liðinn  – en mér þykir miður að þetta mál skuli fella hana.

Þetta sannar hins vegar að pólitík er sjaldnast sanngjörn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Skörp og rétt sýn.

    Mér finnst reyndar að hún ætti löngu löngu átt að vera farin og ég botna ekkert í endalausu þolinmælið gagnvart algerlega vonlausum forsætisráðherra.

  • Magnús Björgvinsson

    Bara svona að benda á eftirfarandi: Jóhanna braut náttúrulega ekki jafnréttislög fyrr en að kærunefndin hafði endurmetið 2 af 42 umsækjendum um starfið. Bendi á að kærunefndin setti upp sitt eigið mat á á þessu 2 umsækjendum og fékk aðra niðurstöðu. Er að velta fyrir mér hvernig allir hinir umsækjendur myndu raðast ef að þeir hefðu verið metnir skv. þessu mati sem að kærunefndin setti upp. Þá bendi ég á að Jóhanna sagð bæði í bréfinu og á Alþingi að hún marg gekk eftir því að þau sem að þessu mati á umsækjendum tækju tillit til jafnréttislaga.

    Ef hún hefði ráðið þessa Önnu þá væri þessi pistill hjá þér Hallur um að hún hefði ráðið samflokkskonu sína og bæri að segja af sér vegna þess að þetta væri pólitísk ráðning sem hefði ekki tekið tillit til hæfnismats umsækjenda.

    Þá finnst mér að Kærunefnd Jafnréttislaga eigi að vera skildug til þess að kalla til sérfræðinga í ráðningarmálum til að gera óháð mat á vinnubrögðum við mat umsækjenda áður en hún úrskurðar. Því þetta eru jú lögfræðingar sem skipa þessa nefnd sem eru ekki sérhæfðir í svona málum.

  • Ha ha ha ha ha ha – góður !!!!!!!!!!!

  • Anna María Sverrisdóttir

    Það er sem sé ekki ásetningur eða vilji sem á að dæma fólk eftir heldur eitthvað annað?
    Mér finnst það frámunalegur málflutningur sem stjórnarandstaðan hefur í frammi þarna. Ef Jóhanna hefur fengið þær upplýsingar að viðkomandi umsækjandi hafi verið í 5. sæti hvað varðar hæfni þá hefði auðvitað verið út í hött hjá henni að ráða viðkomandi samflokkskonu sína.
    Þarna er sett upp svikamilla sem gerir það að verkum að hvað sem hún gerir yrði tækifæri fyrir stjórnarandstöðuna til að gera það sem stjórnarandstöðu á Íslandi finnst vera heilagasta markmið sitt. Sem sé að dæma með því láta henda kommon sens lenda út í hafsauga ef tilgangurinn helgar meðalið. Djöfull er maður að verða leiður á þessu kjaftæði öllu.

  • Þórðargleðin er mikil núna og einna mest hjá þeim sem síst ættu að tísta, Björn..hóst…Bjarnarson, þegar kemur að jafnréttismálum eða því að ráðherrar eða þingmenn segi af sér, Þorgerður..hóst hóst..Katrín.
    Er samt ekki eitthvað að lögunum ef þau koma í veg fyrir að sá sem er metinn hæfastur sé ráðinn í starf, ég held að það hljóti öllum að vera ljóst sem ekki horfa í gegnum pólitískt lituð gleraugu.
    Ef jafna á rétt karla og kvenna á atvinnumarkaðnum þá verður að miða við að þau séu jafn hæf til að sinna starfinu til að byrja með og ef svo er þá má vera eðlilegt að beita jafnréttislögunum til að jafna kynjahlutföll.
    Ég ætla meira að segja að gerast svo grófur að segja það hafa átt að vera inntak laganna og það leyfi ég mér án þess að vera lögfræðingur !
    Ólögum þarf að sjálfsögðu að breyta eða afnema en það er fráleitt að Jóhanna eigi að segja af sér vegna þessa máls sem er uppblásinn tittlingaskítur í samanburði við ríkjandi hefðir við skipanir embættismanna, Björn..hóst hóst…Bjarnason, enda hæfasti umsækjandinn valinn

  • alltaf þegar maður heldur að þú sért yfir réttrúnaðinn hafinn, kemurðu með svona færslur.

    þú veist að þetta er ekki rétt. við vitum það. en samt verður þú að skrifa.

  • Leifur Björnsson

    Jóhanna var í stöðu sem Bandaríkjamenn kalla no win situation það er sama hvað hún hefði gert hún hefði alltaf verið gagnrýnt harkalega.
    Allt sanngjarnt fólk sér hinsvegar að hún gerði rétt í því að far eftir hæfnismatinu þó að jafnréttisráð hafi síðan ekki verið sammála því.

  • Hallur Magnússon

    Leifur. Nákvæmlega! Þetta er „no win situation“

    Toggi – um hvað ertu að tala? Hvaða „réttrúnaður“ er í þessum pistli þar sem ég fer yfir „no won situation“ Jóhönnu?

    Magnús. Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvort Jóhanna eigi að segja af sér eða ekki. Ég er hins vegar að spá því að hún muni neyðast til þess.

  • Þetta er mikill meðvirknispistill hjá þér. Jóhanna og aðstoðarmaður hennar vissu nákvæmlega hvað þau voru að gera þegar þau réðu þennan mann. Þetta er nákvæmlega eins ferli og með laun seðlabankastjóra, fingraför forsætisráðherra eru um allt en enginn þorir að segja það opinberlega

  • mér skylst að það hafi verið 4 konur og 1 karl í top 5. Nú hafi konan í 5 sæti og karlinn í 1 verið jafnhæf skv jafnréttisráðinu, í hvaða stöðu eru þá þessar þrjár konur í 2.3.4 sæti ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur