Föstudagur 25.03.2011 - 18:45 - 3 ummæli

Lífeyrisiðgjald Jóhönnu Sig?

Það styttist í að Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra setjist í helgan stein og fer að njóta lífeyrisréttinda sem nema á annað hundrað milljóna króna.

Jóhanna Sigurðardóttir vildi að engir hjá hinu opinbera fengju hærri laun en hún. En gerði hún ráð fyrir að stjórnendur ríkisfyrirtækja hefðu sambærileg eftirlaunaréttindi og hún?

Og fyrst ég er farinn að tala um lífeyrisréttindi Jóhönnu Sigurðardóttur.

Getur einhver sagt mér hvað hún greiðir mikið í lífeyrissjóð af launum sínum sem forsætisráðherra?

Svar óskast.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir borgi ekki krónu í lífeyrissjóð öfugt við aðra launþega á Íslandi og líklega á það sama við um fjármálaráðherra.

  • Afæta og til óþurftar nú sem áður.

  • Hallur Magnússon

    Það væri gott að fá það staðfest hvort Jóhanna – og aðrir ráðherrar og þingmenn sem setið hafa lengi á Alþingi – greiði eða greiði ekki í lífeyrissjóð þrátt fyrir feit lífeyrisréttindi.

    Það eru nefnilega fleiri sem eru í sömu stöðu og Jóhanna hvað þetta varðar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur