Færslur fyrir apríl, 2011

Laugardagur 30.04 2011 - 00:05

Er ekki kominn tími til að tengja?

Evrópusambandið hefur ákveðið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var í raun endanlega staðfest á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í vikunni. Mikilvægt skref. Fjarvera fulltrúa hingað til mikilvægs stjórnmálaflokks á Íslandi á þessum mikilvæga fundi sameiginlegrar þingmannanefndar vakti athygli mína og áhyggjur. Slík fjarvera er ekki […]

Föstudagur 29.04 2011 - 00:16

Loksins nýtt húsnæðisbótakerfi!

Loksins virðist glitta í nýtt réttlátt húsnæðisbótakerfi á Íslandi en ég hef talað fyrir slíkri endurskipulagningu í tæpan áratug!  Tillaga um nýtt húsnæðisbótakerfi var að finna í tillögum starfshóps á vegum Árna Páls Árnasonar þegar hann var félagsmálaráðherra – en ég sat í þeim vinnuhópi. Sjá tillögurnar hér. Það er gleðiefni að endurskipulagning húsnæðisbótakerfisins sé komin […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 08:59

Sterkara sjálfstæðara Alþingi

Sterkara og sjálfstæðara Alþingi virðist vera eitur í beinum ríkisstjórna hver sem skipar þær. Vigdís Hauksdóttir bendir réttilega á það í grein í Morgunblaðinu að fjárskortur og skortur á sérfræðiaðstoð hamli faglegum störfum Alþingis. Vigdís lagði á sínum tíma  fram skynsamlegt frumvarp um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis þar sem Alþingi gæti leitað til öflugra sérfræðinga í […]

Þriðjudagur 26.04 2011 - 20:26

Þremenningaklíkan í Framsókn eða Hreyfinguna?

Þremenningaklíkan sem sagði sig úr þingflokki VG á dögunum virðist vilja halda opnum þeim möguleika að ganga til liðs við aðra þingflokka í stað þess að stofna eigin þingflokk. Ætli þau séu að horfa til þingflokks Framsóknarflokksins? Eða þingflokks Hreyfingarinnar? Varla Sjálfstæðisflokksins 🙂 Óvænt yfirlýsing þremenningaklíkunnar í dag hljóðar svo: Undirrituð hafa í dag og […]

Mánudagur 25.04 2011 - 20:01

Prímadonnan Jói Hauks móðguð

Ágætur vinur minn og kennari úr MH – Jóhann Hauksson – á marga flotta spretti í fréttaskýringum, fréttum og bloggpistlum á DV. En eins og mér þykir vænt um Jóhann Hauksson félaga minn og blaðamann – þá þykir mér alltaf sorglegt þegar hann yfirgefur fagmennskuna sem oftast einkennir skrif hans – og missir sig í […]

Laugardagur 23.04 2011 - 11:04

Jóhanna dregur úr leyndinni

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur aldrei þessu vant brugðist jákvætt við gagnrýni og vill nú draga úr sérkennilegu leyndarákvæði í frumvarpi að breytingum á upplýsingalögum. Í stað mögulegrar 110 ára leyndar þá er það henni að meinalausu að ákvæðið verði áfram 80 ár.  Sem reyndar er of langt að mínu mati. Jóhanna skrifar ágæta grein í […]

Fimmtudagur 21.04 2011 - 10:26

Davíð Oddsson pólitísk mús

Davíð Oddsson er orðin pólitísk mús en ekki það pólitíska ljón sem hann eitt sinn var.  Davíð hefur skriðið ofan í músarholuna sína á Hádegismóum og tístir þar að pólitískum andstæðingum sínum. Skopmyndateiknari í vinnu hjá Davíð sýnir nú meiri manndóm en hinn pólitíski ritstjóri.   Skopmyndateiknarinn sem fór aðeins yfir strikið í teikningu sinni af Siv […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 18:56

Kata Thoroddsen flott!

Mér finnst menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen Tulinius Möller fá allt of lítið hrós fyrir frábært framtak hennar sem tryggir öllum undir 25 ára aldri skólavist í kreppunni og atvinnuleysinu. Hún náði að kreista fram 6 milljarða  í verkefnið. Verkefni sem skiptir afar miklu máli á þeim tímum sem við lifum á. Verkefni sem allavega VG, Samfó og […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 20:28

Framsóknarsmokkurinn

Ég og félagar mínir í FUF Reykjavík eins og Friðrik Jónsson sem nú vinnur hjá Alþjóðabankanum eftir farsælan feril í utanríkisþjónustunni og hjá alþjóðastofnunum starfandi í Afganistan, Steingrímur Sævarr Ólafsson ritstjóri Eyjunnar með meiru og hún Steingerður sem ég veit bara ekkert hvar er niðurkomin í dag – við gerðum allt vitlaust í Framsóknarflokknum árið 1985 þegar […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 12:20

Jóhanna leyndó í 110 ár?

Það er alveg ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar í ríkisstjórninni vilja ekki að margvíslegt klúður þeirra komi fram í dagsljósið. Nóg er það samt. En er ekki einum of langt gengið að mistök Jóhönnu og Steingríms J. verði leyndó í 110 ár?

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur