Fimmtudagur 28.04.2011 - 08:59 - Rita ummæli

Sterkara sjálfstæðara Alþingi

Sterkara og sjálfstæðara Alþingi virðist vera eitur í beinum ríkisstjórna hver sem skipar þær. Vigdís Hauksdóttir bendir réttilega á það í grein í Morgunblaðinu að fjárskortur og skortur á sérfræðiaðstoð hamli faglegum störfum Alþingis.

Vigdís lagði á sínum tíma  fram skynsamlegt frumvarp um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis þar sem Alþingi gæti leitað til öflugra sérfræðinga í lögum sér til fulltingis í störfum sínum. Sú tillaga hlaut ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarflokkanna. Þess í stað var stofnuð lagaskrifstofa stjórnarráðsins.

Sú ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna endurspeglar þetta landlæga viðhorf ríkisstjórna. Þessarar og þeirra sem ríkt hafa undanfarna áratugi. Alþingi er í þeirra huga afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Ekki hið eiginlega sjálfstæða löggjafarvald sem Alþingi ber að vera samkvæmt stjórnarskránni og grundvallarhugmyndum lýðræðisins um þrískiptingu valds.

Frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur