Föstudagur 01.04.2011 - 07:54 - 5 ummæli

Nauðung í boði Útlendingastofnunar

Útlendingastofnun hefur þvingað hina 23 ára Priyönku Thapa í nauðungarhjónaband.

Annað hvort verður hún nauðug að ganga í hjónaband í Nepal þar sem fjarskyld fjölskylda hennar velur henni eiginmann eða að ganga í málamyndahjónaband á Íslandi svo hún fá framlengt landvistarleyfi.

Ástæðan er sú að „dvalarleyfi í mannúðarskyni“ virðist eitur í beinum Útlendingastofnunar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Mr. Crane

    Útlendingastofnun ætti að heita Útlendingahatursstofnun. Vinnubrögðin eru þannig. Þarna er augljóslega verið að beita mati þannig að fólkið sem vinnur þarna og sendir svona úrskurði frá sér getur ekki falið sig á bak við lögin.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Hvað meinarðu með fjarskyld fjölskylda?

    Það hefur komið fram að það er móðir hennar og bróðir sem eru að þvinga hana í hjónaband. Finnst þér móðir og bróðir vera fjarskyld?

    Hitt er annað mál að auðvitað ætti Útlendingastofnun að sjálfsögðu að veita henni dvalarleyfi tafarlaust.

  • Hallur Magnússon

    Þorsteinn.
    Hélt að það væri föðurbróðir hennar – ekki bróðir. Minn misskilningur.

  • Jón Skúli

    þjóðinni til skammar

  • Berglind Hilmarsdóttir

    Gott hjá Halli að vekja máls á þessu!

    Hvet alla til að fara á:
    http://www.facebook.com/pages/Til-stu%C3%B0nings-Priy%C3%B6nku/121526527924317?sk=info

    Facebook síða Piyriönku til stuðnings.

    Dapurlegt að ekki sé hægt að ræða mál þeirra tveggja, Piyriiönku og Jussanam í þinginu, en um leið og einhver veifar seðlum er fólk á tánum.

    Hvar er Robert Marshall?
    Var hann ekki að skrifa um að veita ætti fólki ríkisborgararétt eftir umsókn tímenninganna – sá ekki að hann minntist sérstaklega á stúlkurnar tvær.

    Gæti hafa yfirsést.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur