Laugardagur 02.04.2011 - 10:36 - 7 ummæli

Moggann langar í Framsókn

Morgunblaðið sem misst hefur áður sterk ítök sín í Sjálfstæðisflokknum langar rosa mikið í Framsókn. Moggann langar líka að Vigdís Hauksdóttir verði vararformaður enda hefur Morgunblaðið staðið þétt að baki henni vegna þeirrar hörku sem hún hefur sýnt í málflutningi gegn ESB og IceSave. Hins vegar er Mogganum í nöp við núverandi varaformann Birki Jón Jónsson og þá frjálslyndu, hófsömu og öfgalausu miðjustefnu sem hann hefur fylgt.

Þessa afstöðu Morgnunblaðsins má sjá í smellinni fréttaskýringu uppáhaldsblaðamanns Davíðs Oddssonar, verðlaunablaðamannsins Agnesar Bragadóttur,  um komandi flokksþings Framsóknarflokksins.  Þá smellnu fréttaskýringu má finna í heglarblaðið Moggans.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Davíð Oddssona og Morgunblaðið hafa lagt sig í framakróka um að komast í náðina hjá Sigmundi Davíð formanni Framsóknarflokksins á undanförnum vikum og mánuðum með jákvæðum leiðurum og fréttaflutningi. Enda stórefnilegur stjórnmálaleiðtogi á ferðinni sem getur – ef hann heldur rétt á málum – orðið afar áhrifamikill í íslenskri pólitík.

Á sama tíma og Mogginn hefur andskotast út í formann og forystu Sjálfstæðisflokksins – sem hefur yfirgefið Moggann og öfgamálflutnings hans – sem reyndar er afar oft afar fyndinn!  Enda hefur skemmtanagildi Moggans stóraukist – en á kostnað trúverðurleikans – sem er í algjöru lágmarki um þessar mundir.

En þótt Davíð, Agnesi og Mogganum langi voða mikið að Vigdís verði varaformaður – væntanlega í trausti þess að það styrki Moggann í mögulegri Moggavæðingu Framsóknar – þá áttar Agnes sig á því eftir að hafa talað við handvalda nafnlausa vini sína úr Framsóknarflokknum að Vigdís á líklega ekki séns.  Það þykir Agnesi slæmt – ef marka má fréttaskýringuna.

Reyndar vekur athygli að Agnes tekur á sig krók – í skjóli nafnlausra heimildarmanna eins og hennar er von og vísa – til að hrauna ekki einungis yfir Birki Jón – heldur einnig Siv Friðleifsdóttur. Og til að auka veg hins knáa Skagfirðings Gunnar Braga Sveinssonar þingflokksformann Framsóknar í huga lesenda Moggans.

Eitt er klárt eftir lesturinn. Vigdís Hauksdóttir getur stólað á gallharðan stuðning Morgunblaðsins í baráttu sinni fyrir varaformannsembætti Framsóknarflokksins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Snorri Sturluson

    Moggann langar.

    Með tveimur ennum.

  • Reynir Sigurdsson

    Birkir Jón ,Sif ,Guðmundur og Eygló hvað er þetta fólk að gera í þessum flokki.
    Maður skilur eftilvill Guðmund Steimgríms hann elur með sér draum byggðan á fornri hefð .
    En hvað er frjálslyndur ,gáfaður jafnaðarmaður eins og Eygló Harðardóttir að hanga þarna(Þórbergur hefði þurft að komast í hana) .
    Hún á að koma til okkar í Samfylkingunni og hin eru velkomin með henni.
    p.s. Hallur þú mátt líka koma.

  • Hallur Magnússon

    Takk Snorri!

  • stefán benediktsson

    Með tveimur ennum eða engu ætlar málgagnið greinilega að skipta um flokk.

  • Reynir ég sem samvinnu og jafnaðarmaður á enga samleið með Samfylkingu. Jafnaðarmennska sem jafnar niður á við, jafnaðarmennska sem telur laun sem nema 1,4 neysluviðmiðum ofurlaun er eitthvað sem þið getið átt fyrir ykkur í Samspillingunni.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Tek undir með G. Vald. Án þess að útskýra það frekar.

  • Segir þessi stuðningur náhirðarinnar ekki ýmislegt um hvernig komið er fyrir framsóknarflokknum? Það virðist nefnilega vera málið að nokkrir einstaklingar hafa tekið framsókn í gíslingu og er engu líkara en að framsókn sé að byggja upp sína eigin náhirð á kostnað skynsamra einstaklinga úr framsókn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur