Bezti flokkurinn getur verið afar ánægður með fylgi sitt í nýrri skoðanakönnun Gallups. Miðað við framgang flokksins þá er rúmlega 19% fylgi nánast með ólíkindum. Frá því 1970 hafa Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kvennalisti og Vinstri grænir aldrei náð 19% fylgi í borgarstjórnarkosningum – einir og sér.
Reyndar er þetta meira fylgi en Samfylking hefur fengið undir stjórn bakhjarls Bezta – Dags B. Einungis Alþýðubandalagið, Sjálfstæðisflokkur, Reykjavíkurlisti – kosningabandalag margra flokka – og Samfylking undir forystu Ingibjargar Sólrúnar – hafa fengið meira fylgi!
Þannig að – og sérstaklega miðað við „árangur“ Bezta í stjórn borgarinnar – þá er þetta fylgi ótrúlegt!
,,Bezti flokkurinn getur verið afar ánægður með fylgi sitt í nýrri skoðanakönnun Gallups. Miðað við framgang flokksins þá er rúmlega 19% fylgi nánast með ólíkindum. “
Hallur !
Þú skrifar ekki pistill um þessi 36% sem ætlað er sjálfstæðisflokknum ?
Jú, sjálfstæðisflokkurinn bjó okkur það Ísland sem við búum við í dag !!!
Væri ekki nær að skrifa um það, en búa til eitthvað , sem er ekki, um Besta flokkinn ???
Jú, þú getur líka bætt við árangri framsóknarflokksins síðustu áratugina !
Reyndar hefur ekkert stjórnmálaafl fengið aðra eins útreið í fjölmiðlum og Besti. Ritstjórar DV, Fbl og Mbl eru búnir að hamast á honum sem mest þeir mega. Rúv klippir í sundur viðtöl til að reyna að lítillækka Jón og reyndi að afhausa hann í Kastljósi á sínum tíma. Aðrir miðlar birta undantekningalaust myndir af Jóni í sprelli þegar verið er að fjalla um alvöru mál eða reyna að finna neikvæðan flöt til að lítillækka borgarstjórann.
Eftir stendur að Jón og Besti eru að berjast við að skera niður og bjarga borginni frá glundroðanum sem er búin að einkenna síðustu stjórnendur. Það fer að koma að ákveðnum snúningspunkti í umræðunni um Besta og fylgið mun taka flug eftir sem líður á kjörtímabilið.
Hvert er fylgi Framsóknarflokksins í borginni?
Held þeir hafi hreinlega ekki spurt!
Þegar gæsalappir eru notaðar í texta með þeim hætti sem þú gerir Hallur, þá er það stundum til að sýna fram á háð, sbr. „árangur“ í síðustu efnisgreininni. Ef þetta er rétt skilið hjá mér þá værir þú kannski vís með að útskýra sniðugheitin, ég held að það sé alger óþarfi að hafa þessar gæsalappir, árangurinn er ágætur og mun betri en hjá þeim sem hafa komið fyrirtækjum borgarinnar í þá vandræðastöðu sem nú er uppi.
Ég tek undir með XXX, það er einhvers konar íþrótt að hamast á BF. Mér virðist BF hafa þetta fylgi þrátt fyrir linnulitlar árásir þeirra sem bera ábyrgð á hræðilegri stöðu orkuveitunnar.
Pétur
Ég er ósammála þér með „árangur“ Bezta og bakhjarls hans í borgarmálum. Mun halda áfram að nota gæsalappir utan um „árangur“ Bezta – þar til raunverulegur árangur kemur í ljós.
Hitt er annað. Margir hafa gert lítið úr árangri Bezta í skoðanakönnunum. Ég tel í fullri hreinskilni að Bezti geti vel við unað – og undirstrika það í þessum pistli að 19% fylgi er harla góður árangur – árangur sem margir flokkar geta og hafa getað -fundarð Bezta af.
http://kosningar.felagsmalaraduneyti.is/sveitarfelog/0000/urslit/nr/2793
Renndu yfir þessa síðu og renndu svo yfir bloggfærsluna þína aftur. Þó að þig dauðlangi að koma með léleg skot á Dag þá er nú algjört lágmark, Hallur, að halda sig við raunveruleikann.