Mánudagur 04.04.2011 - 09:44 - 10 ummæli

Biður DV Finn afsökunar?

DV hefur beðið Guðbjörgu Matthíasdóttur úgerðarmann í Vestmannaeyjum afsökunar á stríðsletursfrétt þar sem því var ranglega haldið fram að Guðbjörg hefði selt hlutabréf sín í Glitni á árinu 2008.  Hið rétt er að Guðbjörg á ennþá hlutabréfin sem eru reyndar verðlaus í dag.

Framsetning fréttarinnar var í anda DV þar sem fréttinni var ætlað að vekja hneykslan og gefið í skyn að sala Guðbjargar á hlutabréfunum – sem ekki fór fram – hefði byggst á innherjaupplýsingum. Í anda DV dró blaðið – að ósekju – kunnan fyrrum landsliðsmarkmann í málið og birti af honum stóra mynd við hlið Guðbjörgu.

Þriðja risamyndin var síðan af Finni Ingólfssyni – sem DV hélt fram að hefði átt hlut í fjárfestingafélaginu Gift  – en það félag seldi hlut sinn í Glitni á árinu 2008.  Staðhæfing DV um eignarhald Finns er náttúrlega röng og algerlega út í hött eins og ég benti á í pistli mínum DV elskar Finn Ingólfsson

Ástæða þess að DV birti mynd af Finni – en ekki af einhverjum hinna fjölmörgu einstaklinga sem seldu hlut sinn í Glitni árið 2008 – virðist vera sú að DV hefur einstakt horn í síðu mannsins og hefur ítrekað flutt  neikvæða „fréttir“ af Finni – sem ekki hefur verið fótur fyrir.  Enda illfýsi DV alkunn og einn þáttur ritstjórnarstefnu blaðsins.

Nú er stóra spurningin.

Mun DV biðja Finn afsökunar á að hafa enn einu sinn satt ósatt um manninn?

Slíkt væri rökrétt í framhaldi af afsökunarbeiðni til Guðbjargar Matthíasardóttur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Ertu að halda því fram að Finnur hafi ekki átt hlut í Gift, þ.e. að hann hafi ekki eins og ALLIR aðrir framsóknarmenn tryggt hjá Samvinnutryggingum og þar með átt hlut í Gift?

    Svo er athyglisvert að þú kallar Gift fjárfestingarfélag, var þetta ekki svikafélag sem var stofnað af svikulum framsóknarmönnum til að véla til sín 30 miljarða frá saklausu fólki. Fólki sem hafði tryggt hjá Samvinnutryggingum?

    Svo skil ég ekki þessa áráttu þína vegna DV, eini fjölmiðilinn sem þorir að velta við steinum.

  • Hallur Magnússon

    Valur.

    Heitið Gift fjárfestingafélag tók ég nú upp úr DV – en játa að sú heimild er hæpin.

  • Heiða B Heiðars

    Ég er starfsmaður á DV og stolt af því. Og ég verð alltaf mjög meðvituð um það stolt þegar ég les svona pistla. Á meðan svona fýlustrumpar eins og Hallur og Hannes Hólmsteinn sprikla þá eru blaðamenn DV á réttri leið.

    En mér þykir Hallur brattur. Það er viðbúið að þeir sem rísa Finni Ingólfssyni til varnar missi svolítið sjarma sem þeir ef til höfðu áður. En Hallur er greinilega prinsip-maður. Stendur með sínum, þrátt fyrir að það hafi kostað þjóðina óendanlega subbulega spillingu og fullt af fjármunum

    Það er viðbúið þegar verið er að fjalla um mál sem stór klíka passar upp á að séu leyndarmál að mistök verði gerð og ég get ekki betur séð að mistökin vegna fréttarinnar um Guðbjörgu hafi komið til vegna rangs hluthafalista.
    En ég vil frekar halda þessum fáu mistökum og fá í staðinn fréttir af því sem klíkan vill að við fáum alls enga vitneskju um heldur en að lesa fréttatilkynningar þeirra sem flestir fjölmiðlar virðast vera til í að birta án gagnrýni

    Og ég er greinilega ekki ein um það þó ég sé hlutdræg sem starfsmaður. Áskrifendur DV eru núna 10 þúsund og hefur fjölgað um 5 þúsund á einu ári

  • Sigurgeir Ólafss.

    Hvað rekur DV til að skrifa illa um annað fólk, sérstaklega þá er tengjast Sjálfstæðisflokknum og Framsókn?

    Hjá skríbbentum DV virðist vera inngróið hatur á Davíð Oddssyni og þeim sem tengjast honum svo það jaðrar við sjúklegt ofstæki.
    Davíð er í raun bjargvættur DV sem kaldhæðnislega sem það hljómar enda kemur ekki svo út eintak af blaðinu að það sé mynd og umfjöllun um Davíð þannig að það jaðrar við einelti.

    Er það mantra vinstrimanna sem er öfund, illska og hatur?

    Aldrei gagngrýnir DV ríkisstjórnina né stjórnarflokkana.
    Hvers vegna ekki?
    Stendur DV kannski fyrir Dagblað Vinstrimanna?

    Aldrei gagngrýnir DV aðal útrásarsukkarana þá Jón Ásgeir og félaga hans. Þessir menn virðast njóta sérstakrar velvildar og friðhelgi hjá DV. Aldrei eru ítarlegar úttektir á fjármálasukki þessar manna í stíl vandaðrar rannsóknarblaðamennsku. Hvers vegna ekki?

  • DV er sorp og það lesa mjög fáir samkvæmt nýjustu könnun.

  • Hallur, tengillinn á „DV elskar Finn Ingólfsson“ vísar í þessa síðu: http://kosningar.felagsmalaraduneyti.is/sveitarfelog/0000/urslit/nr/2793

  • Hallur Magnússon

    Tomas.
    Takk. Búinn að laga. kennir manni að það á alltaf að sjá hvort tenglarnir séu ekki réttir.

  • halldór Lárusson

    Ja ekki gott að heyra, verið að rógbera landsljómann Finn, gott að hann eigi sér Hannes….fyrirgefðu hauk í horni eins Davíð. Sem ver hann í gegnum þykkt og þunnt, áfram Hallur, hver veit nema þú fáir afslátt af næstu skoðun á bílnum þínum.

  • Hallur ég hef aldrei skilið þetta ofboðslega ofstæki gagnvart Finni Ingólfssyni eða hvernig Dv lætur en það blað er nú ekki merkilegt, það þaurfa fleiri en svínin að velta sér upp úr drullunni. Mér finnst að þegar stjórnmálamenn eru farnir af vettvangi stjórnmála þá eigi að láta þá í friði. Það er miklum skít kastað í Finn Ingólfsson en það hefur aldrei komið fram að hann hafi gert neitt sem er ólöglegt. Látum manninn í friði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur