Miðvikudagur 06.04.2011 - 23:41 - Rita ummæli

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn mánudaginn 11.apríl 2011 kl. 20:00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík.

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.

Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 Dagskrá stofnfundar:

1. Fundarsetning.

2. Kosning starfsmanna fundarins, fundarstjóra og fundarritara.

3. Lögð fram tillaga undirbúningshóps að stofnskrá og lögum Evrópuvettvangsins, tillagan rædd og afgreidd

Tillaga að stofnskrá og lögum er að finna hér.

4. Lögð fram tillaga undirbúningshóps að starfsáætlun, tillagan rædd og afgreidd

Tillögu að starfsáætlun er að finna hér.

5. Tillaga að árgjaldi kynnt, rædd og afgreidd.

6. Ályktanir kynntar, ræddar og afgreiddar.

7. Kosningar:

a) Kosning 21 manna Evrópuráðs

b) Kosning tveggja skoðunarmanna.

10. Önnur mál.

11. Fundarslit.

Þeir sem hafa áhuga á að sitja í 21 manna Evrópuráði sem fer með stjórn samtakanna á milli aðalfunda vinsamlegast látið vita með tölvupósti í netfangið hallur@spesia.is

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur