Miðvikudagur 06.04.2011 - 08:00 - 1 ummæli

Jákvætt útspil ríkisstjórnar

Ísafjarðarför ríkisstjórninni gerði ríkisstjórninni gott. Ríkisstjórnin ætti að halda miklu fleiri ríkisstjórnarfundi úti á landi og taka púls landsbyggðarinnar sem því miður hefur veikst meðal annars vegna aðgerða og aðgerðaleysis einmitt þessarar ríkisstjórnar.

En Ísafjarðarfundurinn var góður og útspil ríkisstjórnarinnar þar jákvætt. Það munar um fimm milljarðar í 16 verkefni á Vestfjörðum. Sum stór – önnur smá.

Þessi smáu eru ekki síður mikilvæg en þau stærri. Lítil verkefni geta gert gæfumun á landsbyggðinni. Slík verkefni styrkja einmitt litlu fyrirtækin sem eru svo lífsnauðsynleg fyrir landsbyggðina.

Já, þetta var jákvætt útspil hjá ríkisstjórninni.  Nú vantar bara hin 51.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Gissur Jónsson

    Mig langar að breyta fyrstu línunni hjá þér svo hún verði jákvæð fyrir almenning á Íslandi. Set sviga utan um það sem mætti breyta. (Ísaf)jarðarför (ríkisstjórninni) gerði ríkisstjórninni gott.
    Bestu kveðjur,
    Gissur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur