Þriðjudagur 05.04.2011 - 11:23 - Rita ummæli

Völd, verkefni og tekjur heim í hérað!

Breyting á íslenskri stjórnsýslu sem tryggi að völd, verkefni og tekjur heim í hérað var eitt af baráttumálum mínu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar.  Ég fékk góðan hljómgrunn með þær hugmyndir mínar og tel mikilægt að stjjórnlagaráð sem hefur störf á morgun taki þær til umfjöllunar.
.
Í því tilefni birti ég aftur pistli sem ég skrifaði í haust:
 
„Völd, verkefni og tekjur heim í hérað!
 
Það þarf að setja á fót nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Það þarf að draga úr vægi ríkisvaldsins í Reykjavík og færa valdið nær fólkinu. Ríkisvaldið á einungis að sinna því sem nauðsynlega þarf að vinna miðlægt. Önnur verkefni á að vinna heima í héraði þar sem íbúarnir geta á lýðræðislegan hátt haft beinni og virkari áhrif á framvinduna. Helst tekið virkan þátt í þróun og uppbyggingu sameiginlegra verkefna.

Það þarf að tryggja að stærra hlutfall skattteknanna verði eftir í héruðunum en renni ekki meira og minna til ríkisvaldsins í Reykjavík þar sem misvitrir embættismenn, ríkisstjórn og Alþingi deila einungis hluta þess til baka til samfélagslegra verkefna fólksins í landinu.

Það er eðlilegt að nýjar stjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sjái um stærsta hluta skattheimtunnar, ráðstafi henni til verkefna heima fyrir, en greiði eins konar útsvar til ríkisins til reksturs þess. Fólkið og héruðin eiga að sníða ríkisvaldinu stakk með fjárframlögum, en ríkið ekki fólkinu og héruðunum.

Það þarf því að leggja niður núverandi sveitarstjórnir og setja þess í stað á fót 6 til 8 hérðsþing og héraðsstjórnir sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Það þarf að breyta stjórnarskrá svo þetta sér unnt.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur