Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stofnfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 11. apríl 2011 kl. 20:00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík.
Það er ljóst að ekki komast allir sem vilja á stofnfund í Reykjavík. Þrátt fyrir það er unnt að gerast stofnmeðlimur með því að skrá sig í Evrópuvettvanginn á netinu.
haha… whatever.
Fyrsta verk er kanski að fá Össur Yfirstrump til að tjá sig einstaka sinnum um framgang aðlögunarferlisins?
Það væri framför