Föstudagur 08.04.2011 - 08:46 - 2 ummæli

Að ganga í Evrópuvettvanginn EVA

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.  Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stofnfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 11. apríl 2011 kl. 20:00 í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík.

Það er ljóst að ekki komast allir sem vilja á stofnfund í Reykjavík. Þrátt fyrir það er unnt að gerast stofnmeðlimur með því að skrá sig í Evrópuvettvanginn á netinu.

Skráning í Evrópuvettvanginn EVA

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • haha… whatever.

    Fyrsta verk er kanski að fá Össur Yfirstrump til að tjá sig einstaka sinnum um framgang aðlögunarferlisins?

  • Hallur Magnússon

    Það væri framför

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur