Mánudagur 11.04.2011 - 09:43 - 5 ummæli

Evrópuvettvangur í kvöld á Grand Hótel Reykjavík

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn í kvöld í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20:00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vilja opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.

Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Unnt er að gerast stofnaðili með því að skrá sig hér: Skráning sem stofnaðili Evrópuvettvangsins 

Þeir sem vilja kynna sér tillögu að stofnskrá og lögum Evrópuvettvangsins – EVA – gera skoðað þau hér: Stofnskrá og lög EVA.

Þeir sem vilja kynna sér starfsáætlun Evrópuvettvangsins geta kynnt sér tillögu um það hér:  Starfsáætlun EVA 

21 manna Evrópuráð fer með stjórn Evrópuvettvangsins milli aðalfunda.

 Á aðalfundi er kosið Evrópuráð skipað 21 einstaklingi. Evrópuráð skiptir með sér verkum og ber ábyrgð á starfi Evrópuvettvangsins milli aðalfunda.

 Evrópuráð velur sér oddvita, málsvara, skrifara og féhirði. Hlutverk oddvita er að kalla til funda Evrópuráðs og stýra þeim, málsvara að vera í fyrirsvari fyrir Evrópuvettvanginn út á við, skrifara að færa fundargerð til bókar og halda félagaskrá og féhirði að sýsla með fé samtakanna.

 Ráðið skal leita eftir fólki til að starfa fyrir samtökin samkvæmt því sem fram kemur í stofnskrá og lögum þessum. 

Þeir sem hafa áhuga á að sitja í 21 manna Evrópuráði sem fer með stjórn samtakanna á milli aðalfunda vinsamlegast látið vita með tölvupósti í netfangið hallur@spesia.is

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Búinn að missa áhugann eins og svo margir sem ég þekki.

  • Hallur Magnússon

    Menn eru dálítið að missa móðinn víða og búnir að fá nóg af pólitík og starfi eins og þessu. Sést til dæmis í afar slakri mætingu á flokksþing Framsóknar þar sem rúmlega helmingi færri mættu nú um helgina en á flokksþingið fyrir 2 árum.

  • Eggert Herbertsson

    Ég kemst ekki í kvöld en hef áhuga á þessu starfi og tel þörf vera á.

    Svo er Liverpool að spila í kvöld 🙂

  • Sæll Hallur minn óttalegt tuð er þetta í þér varðandi þing Framsóknarflokksins, ekki varst þú þar eða hvað ? Þú ert að verða eins og fyrrum alkóhólisti sem búinn er að fara á snúruna og notar svo öll tækifæri til að skíta út sinn gamla glaðning, brennivínið.
    En að EVA. Lestu nú grein skoðanabróður þíns og þíns gamla formanns Jóns Sigurðssonar í Fréttablaðinu í dag mánudag ( Jón var víst reyndar ekki kosinn formaður með mörgum atkvæðum en látum kyrrt liggja).
    Ég er alveg sammála Jóni Sig þegar hann skrifar að umsókn að ESB sé vonlaus núna og að draga ætti umsóknina til baka í bili. Hvíla málið um stund. Fyrir þá sem vilja koma Íslandi inn í ESB þá skiptir öllu máli að þumbast ekki bara áfram við vonlaus skilyrði. Í pólitík eins og svo mörgu öðru er rétt tímasetning ALLT. Ef umsókn er feld í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verður málið ekki reynt aftur fyrr en eftir að lágmarki 15 ár. Að halda að umsókn nái í gegn undir forystu Samfylkingar einnar er barnaskapur.

  • Hallur Magnússon

    Heiða mín.

    Ég leit nú aðeins við í þjóðernisstemminguna á fámennu flokksþingi í Bændahöllinni! Hitti þar marga sem voru hálf miður sín – og hef heyrt í nokkrum sem eru það enn. Og þá er ég ekki að tala um miðaldra Evrópusinna – heldur eldra fólk sem verið hefur í flokknum í áratugi – miklu lengur en þann aldarfjórðung sem ég var í fflokknum.

    Fékk póst frá einum sem nálgast áttrætt og hefur lagt mjög mikla vinnu af mörkum gegnum áratugina. Hann segir ma:

    „…hefi ég dregið mig í hlé, hvað viðkemur afskiptum af pólitík og skyldum málum, að lokinni setu á flokksþingi Framsóknarflokksins á Hótel Sögu um síðustu helgi.“

    Hann er ekki einn.

    Hins vegar eru fáeinir nýliðar í flokknum nokku ðsperrtir!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur