Þriðjudagur 12.04.2011 - 00:40 - 18 ummæli

Evrópuráðið fullskipað

Evrópuráðið sem ber ábyrgð á starfi hins nýja Evrópuvettvangs milli aðalfunda er fullskipað eftir stofnfund Evrópuvettvangsins – EVA – í kvöld.   Evrópuráðið er skipað 27 einstaklingum sem kjörnir voru á stofnfundinum.

Evrópuvettvangurinn er þverpólitískur samstarfsvettvangur áhugafólks sem vill opna og lýðræðislega umræðu í tengslum við aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.  Samtökin taka ekki fyrirfram afstöðu með eða á móti aðild að Evrópusambandinu en leggja áherslu á vandaða málsmeðferð og að Ísland nái sem hagstæðustum aðildarsamningi sem þjóðin taki afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Evrópuráð 27 fulltrúa mun á fundi sínum í næstu viku velja sér oddvita, málsvara, skrifara og féhirði. Hlutverk oddvita er að kalla til funda Evrópuráðs og stýra þeim, málsvara að vera í fyrirsvari fyrir Evrópuvettvanginn út á við, skrifara að færa fundargerð til bókar og halda félagaskrá og féhirði að sýsla með fé samtakanna.

Eftirfarandi einstaklingar skipa hið 27 manna Evrópuráð:

   
Bergljót Davíðsdóttir Blaðamaður
Björg Reehaug Jensdóttir Uppeldis- og menntunarfræðingur
Björn S. Lárusson Markaðsfræðingur
Björn Vernharðsson Sálfræðingur
Bryndís Gunnlaugsdóttir Lögfræðingur
Eggert Ólafsson  MPA
G Valdimar Valdemarsson Kerfisfræðingur
Gestur Guðjónsson Verkfræðingur
Gísli Tryggvason Lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður
Grétar Mar Jónsson Skipstjóri
Grímur Atlason Framkvæmdastjóri
Guðbjörn Guðbjörnsson MPA
Guðmundur Gylfi Guðmundsson Hagfræðingur
Guðmundur Steingrímsson Alþingismaður
Gunnar Einarsson Sölustjóri
Hallur Magnússon Rekstrarfræðingur
Helgi Bogason  Viðskiptafræðingur
Jón Magnússon Fv. Alþingismaður
Jón Sigurðsson Fv. Seðlabanakastjóri og ráðherra
Kolfinna Baldvinsdóttir Fjölmiðlamaður
Kristín Björk Jóhannsdóttir Leikskólakennari
Lúðvík Emil Kaaber Lögfræðingur
Óttarr Ólafur Proppé  Borgarfulltrúi
Signý Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri
Sigurjón Haraldsson Viðskiptafræðingur
Stefán Vignir Skarphéðinsson Nemi
Þórey Anna Matthíasson Formaður LFK

Unnt er að ganga í Evrópuvettvanginn hér: Skráning í Evrópuvettvanginn – EVA

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Þú segir að samtökin taki ekki fyrirfram afstöðu til aðildar en er einhver á listanum sem er andvígur aðild?

    Fljótt á litið virðist listinn einungis innihalda harða EB sinna?

  • Hallur Magnússon

    Ég hef ekki kannað sérstaklega afstöðu alls þessa ágæta fólks sem kjörið var í gær. Þannig ég bara hreinlega veit það ekki.

    Flest þetta fólk er fylgjandi aðilarviðræðum en hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort ganga skuli í ESB. Það get ég ekki kallað „harða B sinna“.

    Kristinn Dagur Gissurarsvon hefur verið mjög virkur í undirbúningsvinnunni en baðst undan að vera í Evrópuráðinu. Hann mun væntanlega vinna með okkur áfram – hann er fjarri því að vera „harður EB sinni“. Jens Valur mætti á fundinn í gær – en bauð sig ekki fram.

  • Heiða B Heiðars

    Flott framtak

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Gott mál.

  • Hið besta mál. Gangi ykkur vel!
    (Má ekki Kalli vera með?)

  • Sagt er að rúmlega 100 þúsund manns vinni hjá ESB í Brusel, og allt þetta fólk sé á ofurlaunum, og sé undanþegið greiðslu skatta, gaman væri að vita hið rétta, áður en haldið er lengra í þessari ESB umræðu.
    Hver heldur þú að hagvöxturinn sé í öllum þessum byggingum ESB í Brusel.

    Sömuleiðis væri gaman að heyra ástæðu þess að ESB hefur ekki getað lagt fram uppáskrifaða ársreikninga lögg. endurskoðenda síðustu ára.
    Á Íslandi þurfa einyrkjar með ehf. og 2-3 kalla í vinnu, að leggja fram uppáskrifaða ársreikning árlega, að öðrum kosti eru menn sektaðir háum fjársektum.
    Og að lokum þakka marga góða og fróðlega pisla hjá þér.

  • Hamingjuóskir – þetta er jákvæð og góð frétt. Áfram EVA

  • Halldór úr Hafnarfirði

    Má reikna með að þið sækið um „aðlögunarstyrk“ úr sjóðum ESB?

  • Gunnlaugur S. Ólafsson

    Það er nú full mikið að krefjast þess af lesendum að trúa því að Guðbjörn Guðbjörnsson hafi ekki gert sér upp skoðun ú ESB spurningunni, sérstaklega í ljósi þess að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna ályktun sem var andvíg aðild.

    Einnig hefur Gísli Tryggvason téð skoðun sína margoft, enda félagi í Já Ísland.

    Þessi samtök hafa einfaldlega engan trúverðuleika sem „óháður“ aðili.

  • Halldóra Hj

    Sæll Hallur

    Ég mætti á fundinn í gær og varð fyrir vonbrigðum. Það er ljótt af þér að draga hann Jón Val Jensson inn í umræðuna, þar sem hann hefði aldrei komist í þessa stjórn. Hans innleggi á fundinum ásamt mínu var sýnd töluverð óvirðing af hálfu nokkurra fundargesta og tilvonandi stjórnarmanna.

    Mínar ábendingar varðandi lög félagsins féllu í grýttan jarðveg, þrátt fyrir að vera bara ábendingar án þess að kæmi formleg breytingartillaga.

    Eina breytingatillagan sem ég lagði fram munnlega varðandi árgjald var ekki einu sinni lesin upp af fundarstjóra.

    Máttum við þola að vera vænd um einangrunarhyggju og þjóðrembu. Þá töldu nokkrir að ef um slíkan málfluting (Evrópusambandsskeptískan) væri að ræða á þessum fundi hefðu þeir betur heima setið.

    Mér finnst ömurlegt að ráðast að nafngreindum einstaklingum sem sitja í stjórn þessa ágæta hlutdræga félags. Ég vil þó varpa fram þeirri spurningu hvort að hér sé um tilviljun að ræða?

    Framsóknarmenn: 33,3%

    Evrópusambandssinnar: 58,62%

    Evrópusambandsskeptískir: 0%

    Óvenju margir buðu sig fram til stjórnlagaþings og nokkrir haldnir Icesave borgunarsótt 🙂

    Þá vekur athygli að hópurinn sem stendur utan Framsóknar, tók ekki þátt í stjórnlagaþingsframboði og eru ekki eyrnamerktir í Já – Ísland eða Sterkara Ísland telja 18,5%

    Er þetta tilviljun, Hallur minn?

    Kv Halldóra Hj

  • Ekki þekki ég hér öll nöfn manna, en a.m.k. þessir eru harðir ESB-sinnar, skv. því sem ég hef orðið áskynja (Halldóra virðist þekkja enn betur til):

    Gísli Tryggvason
    Grímur Atlason
    Guðbjörn Guðbjörnsson
    Guðmundur Steingrímsson
    Hallur Magnússon
    Jón Magnússon varaþingm., fv. alþm.
    Jón Sigurðsson, fv. seðlabanakastjóri og ráðherra
    Kolfinna Baldvinsdóttir
    Lúðvík Emil Kaaber lögfræðingur og endurskoðandi
    Signý Sigurðardóttir framkvæmdastjóri.

    Það var leitt að sjá þarna fólk eins og Grétar Mar Jónsson og þennan G. Valdimar Valdemarsson Moggabloggara, sem er formaður málefnanefndar Framsóknarflokksins. Stefnuna á ESB tók fyrsti fundarstjóri og hvatamaður að stofnun samtakanna, þú sjálfur, Hallur minn, þegar þú tókst sérstaklega fram, í umræðu um drög eða tillögu að samþykktum félagsins, í 3. grein, að stefna væri ekki opin ganvart því að hætta við umsóknina um aðild, heldur að halda áfram með umsóknarferlið. Þar með eru samtökin ekki hlutlaus.

  • Þarma átti að standa: „… að stefnan væri ekki opin gagnvart því að hætta við umsóknina um aðild …“

  • Úff í þessum svokölluðu “ samtökum“ virðist samankominn stór hluti af helstu kverolöntum landsins. Guð hjálpi þeim sem ætla að sitja fundi með þessum röflurum. Hugsð ykkur fund þar sem þeir halda ræðu hver á eftir öðrum Hallur (grátstafur ) Magnússon, Guðmundur Steingrímsson, Jón Magnússon, Gísli Tryggvason, Grétar Mar, Guðbjörn söngvari. Þvílíkur hópur af röflurum sem hér er samankominn hefur ekki orðið til frá stofnun Frjálslynda flokksins, vantar bara Þórólf Matthíasson þá væri þetta fullkomnað.

  • Sæll Hallur.

    Ég var á fundinum.

    Ég er seintekin til leiðinda og ætla að reyna að koma mínu áliti frá mér án þess að tala niður til þín eða annarra sem eruð að leggja af stað í vinnu sem hugsanlega getur orðið jákvæð fyrir landsmenn – vona því að þú túlkir orð mín ekki sem slík.

    Mín upplifun.
    Fundarboðið var hlutlaust – takk fyrir það.
    Fundurinn var ekki hlutlaus.
    Þarna var fólk kallað einangrunarsinnar og hótað að ganga á dyr ef samþykktir væru ekki skýrar með áframhaldandi samningsviðræður.
    Á hlutlausum fundi hefði slíkt verið stoppað og fólk beðið að gæta orða sinna – eða tekið fram að báðar skoðanir væru jafnvelkomnar.

    Ég ætlaði að bjóða mig fram í málefnalega vinnu sem gagnrýnisrödd úr því að samþykktir félagsins taka til „galla og kosta“ aðildarsamningsins.
    Til að sjá galla þá þarf auga sem ekki er blindað af kostum.
    Hlutleysið varð hins vegar undir og þar með varð grundvöllur fyrir sjálfboðnu vinnuframlagi frá mér að engu – ásamt draum um fylkingu sem þyldi báðar skoðanir.

    Ég virði tilraun þína til að veita báðum sjónarmiðum brautargengi og óska ykkur alls hins besta með framhaldið.

  • Hallur Magnússon

    Jæja.

    Ég segi eins og Indriði G. sagði í yfirheyrslum í meiðyrðamáli sem höfða var gegn mér vegna greinar í Tímanum á sínum tíma: „Ég er bara varðhundur málfrelsisins“.

    Ekki ætla ég að hefta málfrelsi – hvorki Jóns Vals, né Eiríks Sigurðarssonar – sem tókust á af á fundinum af mikilli hörku -svona eins og stundum á Útvarpi Sögu. Hver og einn verður að bera ábyrgð á sínum orðum – ekki ætla ég að stýra því sem menn vilja segja og hver ekki.

    Jón Valur.

    Það er ómaklegt af þér að snúa út út orðum mínum þegar fjallað var um lög vettvangsins – þegar þú kemur með tillögur og málflutning sem er UMRÆÐA UM KOSTI OG GALLA EVRÓPUSAMBANDSINS undir dagskrárlið sem eru lög vettvangsins. Ég benti þér á að sú umræða sem þú varst kominn á bólakaf í ætti einmitt að vera á vettvangi samtakanna – þegarværi verið að fjalla um kosti og galla Evrópusambandsins – en ekki undir lið sem fjallar um lög samtakanna.

  • Ægir Magnússon

    Líst vel á þetta, kominn tími á að koma umræðum um þetta mál á hærra plan, eins og skáldið sagði.

  • Þórey Matthíasdóttir

    Sælir góðir hálsar. Ég hef aldrei sagt að ég vilji ganga í ESB. Er hreinlega ekki búin að mynda mér skoðun á því. Reikna samt 90% með að ég segi nei við aðildarsamningi. Ég hafna rökleysu að ganga ekki markvist í málin til skoðunar og aðhalds. Málflutningur sumra um aðildarsamning vegna ESB er eins og að banna fólki að lesa bók. Ég hafna þannig málflutningi. Það sem flestir upplýstir einstaklingar gera eftir hrunið er að gagnrýna til að rýna til gagns. Skrílslæti og æpa JÁ við ESB eða NEI við ESB er hreinlega ömurlegur málflutningur. Réttast tel ég að skoða ESB bókina og vita sem mest og taka svo upplýsta ákvörðum. Eigum að treysta þjóðinni til þess, alveg eins og kosningunni um Icesave.

    Bestu kveðjur, Þórey A. Matthíasdóttir formaður landssambands framsóknarkvenna.

  • Hér er allt fullt af framsóknarmönnum, er verið að stofna Evrópuflokk innan Framsóknarflokksins?
    Hvar er Friðrik Jónsson, Einar Skúlason, Mattías Imsland og Halldór?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur