Staðan í íslenskum stjórnmálum er nú svipuð og fyrir 100 árum þegar gömlu flokkarnir sem tókust á um heimastjórnarmálin voru orðnir úreltir og flokkakerfið stokkaðist upp. Upp úr þeirri uppstokkun mótaðist í grunninn það flokkakerfi sem við höfum búið við síðan og staðist fjölmörg áhlaup, klofninga og nýja flokka.
Núverandi flokkakerfi er jafn úrelt og flokkakerfi heimastjórnarpólitíkunnar fyrir 100 árum. Allt bendir til þess núverandi flokkar munu stokkast upp og endurraða sig að nýju. Allir stjórnmálaflokkarnir eru meira og minna klofnir. Allir.
Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að frjálslyndi hluti Framsóknarflokks, frjálslyndi hluti Samfylkingar og frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokks eiga miklu meira sameignlegt með hvor öðrum en með hagsmunagæsluliðinu í sínum eigin flokkum. Það er jafnvel að finna frjálslynt fólk í VG sem gæti átt samleið með þessum hópum,
Þetta er að koma betur og betur í ljós í þeim átökum um ákveðin grundvallarsjónarmið sem fram hafa farið í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, VG og Samfylkingunni á undanförnum mánuðum og misserum. Flokkunum hefur misvel tekist að halda þessum meiningarmun og átökum frá almenningi. Þar hefur Samfylkingin reyndar tekist það skást – en meiningarmunurinn þar innanborðs er meiri en marga grunar.
Sjónarmið annarra hópa innan Framsóknarflokks, VG og jafnvel Sjálfstæðisflokks liggja einnig betur saman en við aðra hluta eigin flokks.
Þá hafa upp úr pólitískum glundroða hrunsins komið fram nýir öflugir einstaklingar í stjórnmálum sem væntanlega munu láta til sín taka í framtíðinni ef þeir kjósa svo. Sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Sem dæmi um það eru liðsmenn Besta flokksins í Reykjavík þeir Óttar Ó Proppe og Einar Örn Benediktsson. Fleiri má nefna.
Það eru því allar líkur á að það sé að hefjast tímabil endurskipulagningar íslenskra stjórnmálahreyfinga og stjórnmála almennt.
Drífið ykkur í að stofna þennan flokk svo maður geti skráð sig.
Ég held að það verði akkúrat enginn ef nokkur eftirspurn eftir endurunnum Framsóknarspenum og þá alls ekki ef þeir koma úr sjálfum hruns- og spillingar armi Finns- og Halldórs klíkunnar sem er einhver svartasti blettur á íslenskum stjórnmálum fyrr og síðar !
Ég held að slíkt uppgjafar lið eigi sér reyndar alls ekki viðreisnar eða framtíðar von í íslenskum stjórnmálum þó svo að það skipti um umbúðir eins og þú ert að reyna að gera Hallur, þó svo að þú sért nú eflaust með því alskásta sem þar er í boði !
Dream on.
Elítan gefst ekki svo auðvledlega upp.
Auðmennirnir sem eiga hana ekki heldur.
Stórt læk á komment númer tvö!
Nú held ég að þú færist fullmikið í fang nafni, með hugleiðingum þínum um átök í Samfylkingunni. Ég hef verið þar innanborðs frá stofnun. Meiningarmunur er eins og rétt og eðlilegt er í samfélagi margra skoðana. Ósamhljómur er þar enginn samanborið við hina flokkana, s.s. Framsókn, Sjalla og að ekki sé talað um VG, reyndar er ótrúlegt hvað þau geta verið ósammála um marga hluti.
Gunnlaugur minn.
Áttu eitthvað erfitt þessa dagana? Pistillinn fjallar um ákveðna stöðu hvað varðar íslenska flokkakerfið.´
Álit þitt á mér – og fúkyrði hægri og vinstri – breyta þeirri stöðu ekki neitt. Né þessari greiningu sem ekki hefur verið hrakin.
Hafði góðan dag.
Frjálslyndir Framsóknarmenn og hagsmunagæsluliðið, segir ritari. Merkilegt hvað sumir uppgjafastjórnmálamenn sem engin spurn er eftir, og hefur aldrei verið, telja sig glögga á eigið ágæti. Það er bara eins og Guðs útvalda þjóð sé á vergangi í eigin flokki en muni brátt sjá ljósið og þá verði allt gott og fallegt. Hvað mættu annars margir á stofnfundinn í gær? Báðir?
Þú segir nokkur Hallur.
Kannski þetta verði eins og í Færeyjum þ.s. til staðar eru 2 ásar í pólitík, sem skipta upp flokkakerfinu.
Þannig að á móti Sjálfstæðisflokki komi Evrópusinnaður hægri flokkur. Síðan, einbeiti Framsókn sé að því að vera miðjusinnaður and Evrópusinnaður flokkur til mótvægis við Samfó.
Þá vantar bara, Evrópusinnað mótvægi við VG-a til að fullkomna myndina 🙂
Kv.
Einar Björn.
Þú ert að ofmeta Evrópumálin í þessu samhengi. Málið er að um er að ræða hugmyndafræðilegan ágreinging – sem reyndar stundum endurspeglast í afstöðu til ESB – en ekki „dægurmálið“ ESB.
Starkaður. ´
Fyrst þú spyrð þá voru um 40 manns á stofnfundi Evrópuvettvangsins – ef það er það sem þú spyrð um – en margir boðuðu forföll.
Stofnaðilar sem skráðu sig á netinu og í tölvupósti fyrir fundinn telst mér til að séu 167 – sem er nánast 50% fjölda þeirra sem greiddu atkvæði á flokksþingi Framsóknarflokksins síðustu helgi – til að setja þetta í eitthvað samhengi.
Það á reyndar eftir að sannreyna hvort allar skráningar séu réttar.
Skil reyndar ekki hvað þú ert að blanda Gyðingum og Ísrael í þessa umræðu – en það er þitt mál.
Nei – ég held að sá ágreingur sé átakalína sem sé hvorki hægri né vinstrisinnuð, heldur átakalína sem getur gengið eins og ég lýsti eins og sér ás þvert á hinn.
Þannig, geti myndbyrst svipað kerfi og í Færeyjum.
Kv.
Ég veit fyrir víst að það eru þúsundir Íslendinga sem bíða eftir því sem Hallur er að boða hér.
Þarna á ég ekki einungis við flóttamenn úr Framsóknaflokki, heldur einnig úr Sjálfstæðisflokki. Jafnvel fólk sem hefur skilað sér til baka í Sjálfstæðisflokkinn í nýlegum könnunum núna, en bíður eftir tækifæri að kjósa annan skynsamlegan valkost.
Þá eru margt frjálslynt fólk í Samfylkingu búið að fá nóg af kúgun kommanna úr Alþýðubandalaginu, sérstaklega eftir vinstri kúvendinguna eftir Hrunið.
Liðsmenn Besta flokksins eru satt best að segja einnig ekkert annað en frjálslyndir (e. liberals) „per definition“.
Og líkt og Hallur segir er einnig mikið af frjálslyndu fólki að finna innan VG, sem er búið að fá nóg af öllum erjunum og flokkadrættunum innan VG.