Samvinnustjórnmál voru rekin með góðum árangri í borgarstjórn Reykjavíkur í tíð síðari meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Samvinnustjórnmálin gengu upp af því að VG og Samfylking tóku þátt í þeim. Mál voru unnin í náinni samvinnu meirihluta og minnihluta og það náðist breið samstaða um mörg mikilvæg mál.
Það þýddi ekki að allir væru sammála og að ekki væri ágreiningur um ákveðna hluti og sumar leiðir. Það var tekist um slíkt í atkvæðagreiðslum. Eðlilega. Stjórnmál snúast um mismunandi áherslur og hugmyndafræði.
En það náðist betri og breiðari samstaða um miklu fleiri mál en áður – enda fengu viðhorf bæði meirihluta og minnihluta borgarstjórnar að njóta sín í flestum málum.
Við þurfum sambærilega samvinnustjórnmál inn á Alþingi og milli ríkisstjórnar og Alþingis.
Alþingi og ríkisstjórn þurfa að koma sér upp úr þeirri pattstöðu karpstjórnmála sem þau eru í.
Sumir stjórnarandstöðuþingmenn hafa verið afar óbilgjarnir og lítt reiðubúnir til samstarfs við ríkisstjórnina. Málflutningurinn ekki lausnamiðaður og alls ekki á grunni hugmyndarinnar um samvinnustjórnmál. Á hinn bóginn er hjákátlegt að heyra forsætisráðherra kveinka sér undan slíkum málflutningi því stjórnmálaferill hennar hefur einmitt mótast af hörðum óbilgjörnum málflutningi. Það sama má segja um fjármálaráðherrann.
Það er tími til að þessu linni. Stjórn og stjórnarandstöðunni ber skylda til þess að tóna niður hörkuna og óbilgirnana, rísa upp úr skotgröfunum og hefja umburðarlynd og hógvær samvinnustjórnmál. Samvinnustjórnmál þar sem unnið er að sem breiðustu samstöðu um sem flest mál þar sem sjónarmið meirihluta og minnihluta ná að njóta sín – en takast síðan á um þau mál sem ekki næst samkomulag um á prúðari og uppbyggilegri hátt en verið hefur.
Alþingi, ríkisstjórn og stjórnarandstaða skulda almenningi það. Líkt og borgarulltrúar í Reykjavík skulduðu Reykvíkingum samvinnustjórnmálin eftir bullið og vitleysuna fyrri hluta síðasta kjörtímabils – bull og vitleysu sem allir flokkarnir í þáverandi ríkisstjórn báru ábyrgð á. En sneru villu sinnar vegar yfir í árangrusrík samvinnustjórnmál.
Miðjumoð er ekki það sem almenningur í þessu landi er að kalla eftir.
Samvinnustjórnmál fela í sér miðjumoð sem er tæki hinnar pólitísku elítu til að tryggja eigin stöðu og óbreytt ástand.
Skýrar línur og prinsippfestu, takk!
Jæja, karl – átök og enn meiri sundrungu! Það er semsagt það sem við Íslendingar þurfum -eða hvað?
Ég skil ekki þegar gerð er krafa til að allir hafi sömu skoðun? Það er vinsælt hjá sumum núna að kalla eftir því að stjórnarandstaðan „vinni með“ ríkisstjórninni en hvor á þá að gefa eftir ? Ef ríkisstjórnin er að fara leiðir sem eru algjörlega öfugt við það sem stjórnarandstaðan trúir að sé hin rétta leið hvernig er þá með vitrænum hætti hægt að ætlast til að stjórnarandstaðan láti af gagnrýni sinni á stefnu ríkisstjórnarinnar? Stjórnarandstaða á hverjum tíma hefur það gríðarlega veigamikla hlutverk að halda uppi gagnrýni á það sem ríkisstjórnir hvers tíma eru að gera. Ef við höfum ekki kröftuga stjórnarandstöðu sem heldur uppi öðrum sjónarmiðum en þeim sem eru sjónarmið ríkisstjórnar þá er stutt í alræði.
Heiða.
Ég er ekki að gera kröfu um að allir hafi sömu skoðun. Bara alls ekki.
Hins vega ætlast ég í þeirri stöðu sem við erum í um þessar mundir að menn leggi sig fram um að reyna að ná sem mestri samstöðu um lykilmálefni.
Það hefur ekki verið raunverulegur vilji til þess – hvorki af hendi ríkisstjórnar né stjórnarandstöðu.
Það er rétt að stjórnarandstaða er afar mikilvæg – en hún þarf ekki að vera óbylgjörn og öfgafull í málflutningi sínum. Það hefur stundum borið á því í núverandi stjórnarandstöðu – og sko klárlega í tíð Jóhönnu og Steingríms í þeirra stjórnarandstöðutíð.
Haha.. týpískt.
Ósk um samvinnustjórnmál frá ESB-sinnum sem ætla sér að troða þjóðinni í ESB með lygum, þvingunum og frekju, í óþökk stórs meirihluta þjóðarinnar. Geta ekki einu sinni sagt rétt frá að þetta er ekki aðildarumræður heldur aðlögunarferli að óumsemjanlegu regluverki ESB.
What… ever… , maður er hættur að búast við öðru en bulli og kjaftæði frá ykkur. Sjálfsupphafnir hrokagikkir og frekjudollur.
Ef sundrung er nauðsynleg forsenda breytinga verður svo að vera.
Miðjumoð og samvinnustjórnmál þeirrar umboðslausu elítu sem ræður landinu er ekki valkostur fyrir fólkið í landinu.
Þjóðin vill breytingar.
Hún vill ekki festa elítuna enn betur í sessi, nógu erfitt hefur reynst að losna við hana.
Nefni að svonefndir „styrkþegar auðmanna“ sitja enn á þingi og í ríkisstjórn.
Er samvinna þessa fólks það sem þjóðin er að kalla eftir.
Ég tel að stöðumat þitt sé rangt.
En þú ert alveg ágætur og klár maður!
Palli.
‘Eg get ekki talað fyrir aðra – en ég vil láta þjóðina ákveða inngöngu eða inngöngu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin á að ákveða inngöngu í ESB eða inngöngu ekki á grunni aðildarsamnings sem unnt er að taka upplýsta ákvörðun um.
… treystir þú ekki þjóðinni -eða?
Blessaður, ekki reyna að ljúga þessu að mér.
Þjóðaratkvæðagreiðsla, auðvitað, gott mál, að sjálfsögðu.. en ekki EFTIR að við höfum aðlagast regluverki ESB, heldur ÁÐUR.
Þetta er mesta lygin. Annað hvort áttar þú þig á henni, og ert hreinn og klár lygar, eða þú hefur gleypt lygaáróðurinn og ert hreinn og klár hálfviti.
Þar sem þú ert ESB-sinni þá hallast ég að hinu síðarnefnda.
Þetta eru engar aðildarumræður, sjá hvað er í pakkanum o.s.frv.
Þetta er aðlögun að óumsemjanlegu regluverki ESB. Það er einungis verið að semja um aðlögunina, og mögulega einhverjar litlar og tímabundnar undanþágur.
Þetta segir ESB, en Össur segir ekki neitt. Hmm.. af hverju skyldi það vera? Kanski út af því að hann getur ekki lengur logið að þjóðinni í hreinni mótsögn við það sem heyrist frá Brussel.
Láttu þér ekki detta það í hug að þessar lygar virki á mig. Ég hef kynnt mér málið og sé vel þann lyga trúarofstækisáróður sem er í gangi.
Eina spurningin er hvort þú ert lygar eða fífl.
….og svo er það auvitað annað og stærra mál hvað ESB er í raun og veru.
T.d. hið meinta „lýðræði“ í ESB.
Ef þú eða einhver annar heldur því fram að Ísland þurfi að vera með til að hafa áhrif á ákvarðanatökur, eða jafnvel að sjálfstæði Íslands aukist, þá sjálfkrafa ertu fullkomlega vanhæfur til að taka þátt í umræðunni, því annað eins bull hefur ekki heyrst.
Palli minn.
Finnst þér þetta orðbragð vera til fyrirmyndar?
Eigum við kannske að afnema allar þær úrbætur sem gerðar hafa verið á íslenskum lögum frá því við samþykktum EES samninginn – því það hlýtur þá að vera sama „aðlögunarferlið“ – svo við getum haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við göngum í ESB eða ekki?
Þú afsakar mig – en mér sýnist þú kasta steinum úr glerhúsi þegar þú sakar aðra um trúarofstækisáróður.
Góð tillaga hjá þér og ef Framsókn gengur til liðs við ríkissjórnina þá ætti flokkurinn að taka að sér innanríkisráðuneytið og nýtt atvinumálaráðuneyti, þmt sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.
Jájá, EES er núna bara það sama og aðild að ESB. Er ekki hægt að segja einn einasta hlut af viti??
Við erum kanski bara orðin ESB-þjóð, fyrir löngu síðan?
Hérna eru orð ESB:
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf
„First, it is important to underline that the term „negotiation“ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules ? some 90,000 pages of them. And these rules (also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable.“
…fyrst þú spyrð, þá er það tilvalið að halda þjóðaratkvæði um EES líka. Ég held að það sé best að fara svissnesku leiðin og gera tvíhliða samning við ESB.
Já og er það bara ég sem er með trúarofstækisáróður, þegar ég bendi á lygarnar sem vella upp úr ykkur við hvert tækifæri?
Minnir mig á gelgju, vælandi út í horni, æpandi „Þú líka!!“
Grow up, get a grip!
Og af hverju ekki að spyrja þjóðina að því hvort hún vill í þennan aðlögunarleiðangur ykkar?
Hvað er að því?
Þjóðaratkvæði um þessa umsókn?
Síðast var svarið.. nei, við verðum að vita hvað er í boði, sjá hvað er í pakkanum o.s.frv. o.s.frv.
Núna eru lygarnar orðnar augljósar… er það þá bara gamla góða svarið?
Skilgreining á geðveiki er að endurtaka sama hlutinn og búast við öðrum niðurstöðum.
Ég held því miður að fólk eins og Sigmundur Davíð, Vigdís Palin, Steingrímur J, Jóhanna Sig, náhirðarhluti Sjálfstæðisflokksins, Þór Saari, Atli G, og fleiri og fleiri geti hreinlega ekki stundað samvinnustjórnmál. Hrokinn og barnaskapurinn er svo yfirgengilegur í talsmáta þessa fólks að það er útilokað að hægt sé að hefja umræðuna upp á annað plan….
Það þarf að koma þessu liði út af þingi. Því miður held ég að margir kjósendur séu í enn í einhverskonar uppnámi og komi því til með að klúðra kosningum á sama hátt og gerðist í síðustu Alþingiskosningum. Það er hreint ótrúlegt að tekist hafi að kjósa verra fólk á þing en sat þar fyrir þá.
…ekki verra fólk, Mr.Crane, heldur nákvæmlega sama fólkið. Meira að segja sama fólk í ríkisstjórn, sbr. Samspillingin.
Sæll Hallur og til hamingju með þessa grein.
Þessi afstaða sem þú mælir fyrir er mjög norræn og hefur gefist öðrum þjóðum vel. Hún er í takt við það sem okkar fremstu fræðimenn vilja sjá sem framtíðarþróun stjórnmála hér á landi.
Það er óneitanlega þannig að stjórnmálin eftir hrun bera svipuð merki og þau gerðu á Sturlungaöld. Það myndu fræðimenn sennilega kalla frumstæða stjórnmálamenningu.
Við verðum að muna að þú ert ekki að tala um að taka réttindi af minni hlutanum, miklu frekar ganga samræðustjórnmál sem þú kallar samvinnustjórnmál út á að minni hlutinn eigi jafnan hlut að úrlausnum. Stjórnmál sem ganga út á að meiri hlutinn valti yfir minni hlutann geta ekki borið með sér sátt og samvinnu.
Með bestu kveðju.
Samstöðustjórnmál skila ekki alltaf góðri niðurstöðu. Stundum er einmitt ástæða til að hafa vara á sér þegar allir flokkar sameinast. Þar er monthúsið Harpan gott dæmi.
Orkuveita Reykjavíkur var á sinni dauðasiglingu með rangar fjárfestingar, bruðl og brask með atbeina allra stjórnmálaflokka í Reykjavík svo annað dæmi sé tekið.
Ágæt grein hjá þér Hallur, en ljóst að margir eiga erfitt með að skilja hugmyndina og telja að með þessu sé átt við að allir þurfi að vera sammála eða komast að sameiginlegri niðurstöðu.
Svo er auðvitað ekki, þetta byggir á að gefa öllum kost á að koma að málum, koma sínum sjónarmiðum á framfæri, fá nauðsynlegar upplýsingar osfrv. Og að málin séu rædd málefnalega en ekki í morfís-stíl.
Þá er það furðu algengt sjónarmið að stjórnarandstaða þurfi alltaf á móti því sem stjórn leggur til eða vinnur að, hvort sem menn telja málin til framfara eða vansa – að slíkt sé nauðsynlegt aðhald. Mjög margir stjórnmálamenn vinna á þeim nótum, en þetta er eitt af því sem hefur grafið einna mest undan trúverðugleika Alþingis og stjórnmálanna almennt, því almenningur sér auðvitað hversu galið það er að menn geti ekki fylgt sér um góð mál af því pólitískir andstæðingar leggja þau fram.